Ylja og skaðaminnkun Willum Þór Þórsson skrifar 12. ágúst 2024 10:00 Þau ánægjulegu tímamót áttu sér stað á dögunum að fyrsta staðbundna neyslurýmið hér á landi var formlega opnað. Rauði Kross Íslands rekur þjónustuna á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborgar í sérútbúnu húsnæði í Borgartúni 5. Þjónustan, sem fengið hefur nafnið Ylja, byggir á skaðaminnkandi hugmyndarfræði sem felur í sér þá nálgun að draga úr afleiðingum vímuefnanotkunarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur vímuefna, 18 ára og eldri, geta notað vímuefni undir eftirliti sérhæfðs starfsfólks. Markmiðið með rekstri neyslurýmis er að draga úr alvarlegum afleiðingum vímuefnanotkunar í óöruggum aðstæðum s.s. sýkingum, smitsjúkdómum og ofskömmtun ásamt því að veita mikilvæga lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, stuðning og ráðgjöf. Ylja eykur öryggi Þjónusta Ylju var starfrækt sem færanlegt neyslurými í sérútbúinni bifreið til reynslu í eitt ár frá mars 2022 með það að markmiði að meta þörfina fyrir staðbundið, varanlegt neyslurými hérlendis. Verkefnið dró fram að full þörf er fyrir slíka þjónustu og þann ávinning sem af henni hlýst en samkvæmt skýrslu samtakanna um verkefnið nýttu um 130 einstaklingar sér þjónustu Ylju í tæplega 1400 skipti á tímabilinu. Í skýrslunni var einnig tekið fram að sérútbúin bifreið eða færanlegt rými er ekki fullnægjandi aðstaða fyrir þessa mikilvægu skaðaminnkandi þjónustu og að staðbundið neyslurými væri skynsamlegt næsta skref. Í Ylju er veitt nálaskiptaþjónusta og heilbrigðisþjónusta s.s. meðhöndlun sýkinga, sára og skimun fyrir smitsjúkdómum. Þá hefur Ylja hefur einnig lagt áherslu á að mynda traust og tengingu við notendur þjónustunnar og veita þeim sálfélagslegan stuðning og ráðgjöf í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðum breytingum fyrir þjónustuþegan. Skaðaminnkun í verki Opnun Ylju er til marks um aukna áherslu stjórnvalda á skaðaminnkandi nálgun og úrræði fyrir þann hóp sem glímir við fíknisjúkdóma. Í því samhengi má nefna samning Sjúkratrygginga um frú Ragnheiði, skaðaminnkandi þjónustu Rauða Kross Íslands sem sinnir nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Frú Ragnheiður á einnig í samstarfi við göngudeild smitsjúkdóma um vettvangshjúkrun sem frá og með janúar 2024 veita vettvangsþjónustu tvisvar í viku. Þá hefur Heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við landspíta, markvisst unnið að því að auka aðgengi að Naloxone, sem er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða, í skaðaminnkandi tilgangi að kostnaðarlausu. Í byrjun árs 2023 var sérstöku fjármagni veitt til Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar til að ráða 2 hjúkrunarfræðinga sem veita heimilislausum einstaklingum með flóknar þjónustuþarfi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Aðgengi að viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn hefur verið aukið en sú þjónusta er í dag aðgengileg á sjúkrahúsinu Vogi, Landspítala og hjá geðheilsuteymi fanga. Á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, stendur yfir tilraunaverkefni, sem styrkt er af heilbrigðisráðuneytinu og snýr að því að ná til einstaklinga sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni og veita þeim skaðaminkandi þjónustu í sínu nærumhverfi. Stefnumótun til framtíðar Skaðaminnkandi hugmyndafræði er samofin fjölmörgum þáttum samfélagsins. Til að skapa betri umgjörð og framtíðarsýn fyrir skaðaminnkun innan heilbrigðiskerfisins skipaði ég starfshóp sem falið var það verkefni að leggja drög að stefnu og aðgerðaráætlun í skaðaminnkun og á ég von á skýrslu þess efnis um mánaðarmótin. Þá er einnig að störfum starfshópur sem er að endurskoða stefnu í áfengis og vímuvörnum á heildrænan hátt sem nær til forvarna, meðferðar, endurhæfingar, eftirfylgni og lagaumhverfis og þá er sérstök áhersla á að hún taki mið af þörfum mismunandi hópa. Samhliðar þessari stefnumótunarvinnu var sett á fót þingmannanefnd um áfengis og vímuvarnarmál sem hefur það hlutverk að rýna þær tillögur sem fram koma í þeim tilgangi að dýpka umræðuna, draga fram ólík sjónarmið og auka samstöðu um aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Opnun Ylju markar tímamót og ég er sannfærður um að sú faglega og góða þjónusta sem Rauði Kross Íslands veitir þar muni auka öryggi, draga úr skaða og stuðla að jákvæðum breytingum hjá þjónustuþegum Ylju. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Willum Þór Þórsson Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau ánægjulegu tímamót áttu sér stað á dögunum að fyrsta staðbundna neyslurýmið hér á landi var formlega opnað. Rauði Kross Íslands rekur þjónustuna á grundvelli samnings við Sjúkratryggingar Íslands og Reykjavíkurborgar í sérútbúnu húsnæði í Borgartúni 5. Þjónustan, sem fengið hefur nafnið Ylja, byggir á skaðaminnkandi hugmyndarfræði sem felur í sér þá nálgun að draga úr afleiðingum vímuefnanotkunarinnar og stuðla að jákvæðum breytingum, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur vímuefna, 18 ára og eldri, geta notað vímuefni undir eftirliti sérhæfðs starfsfólks. Markmiðið með rekstri neyslurýmis er að draga úr alvarlegum afleiðingum vímuefnanotkunar í óöruggum aðstæðum s.s. sýkingum, smitsjúkdómum og ofskömmtun ásamt því að veita mikilvæga lágþröskulda heilbrigðisþjónustu, stuðning og ráðgjöf. Ylja eykur öryggi Þjónusta Ylju var starfrækt sem færanlegt neyslurými í sérútbúinni bifreið til reynslu í eitt ár frá mars 2022 með það að markmiði að meta þörfina fyrir staðbundið, varanlegt neyslurými hérlendis. Verkefnið dró fram að full þörf er fyrir slíka þjónustu og þann ávinning sem af henni hlýst en samkvæmt skýrslu samtakanna um verkefnið nýttu um 130 einstaklingar sér þjónustu Ylju í tæplega 1400 skipti á tímabilinu. Í skýrslunni var einnig tekið fram að sérútbúin bifreið eða færanlegt rými er ekki fullnægjandi aðstaða fyrir þessa mikilvægu skaðaminnkandi þjónustu og að staðbundið neyslurými væri skynsamlegt næsta skref. Í Ylju er veitt nálaskiptaþjónusta og heilbrigðisþjónusta s.s. meðhöndlun sýkinga, sára og skimun fyrir smitsjúkdómum. Þá hefur Ylja hefur einnig lagt áherslu á að mynda traust og tengingu við notendur þjónustunnar og veita þeim sálfélagslegan stuðning og ráðgjöf í þeim tilgangi að stuðla að jákvæðum breytingum fyrir þjónustuþegan. Skaðaminnkun í verki Opnun Ylju er til marks um aukna áherslu stjórnvalda á skaðaminnkandi nálgun og úrræði fyrir þann hóp sem glímir við fíknisjúkdóma. Í því samhengi má nefna samning Sjúkratrygginga um frú Ragnheiði, skaðaminnkandi þjónustu Rauða Kross Íslands sem sinnir nálaskiptaþjónustu og heilbrigðisþjónustu á vettvangi. Frú Ragnheiður á einnig í samstarfi við göngudeild smitsjúkdóma um vettvangshjúkrun sem frá og með janúar 2024 veita vettvangsþjónustu tvisvar í viku. Þá hefur Heilbrigðisráðuneytið í samstarfi við landspíta, markvisst unnið að því að auka aðgengi að Naloxone, sem er tafarlaus neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða, í skaðaminnkandi tilgangi að kostnaðarlausu. Í byrjun árs 2023 var sérstöku fjármagni veitt til Heimaþjónustu Reykjavíkurborgar til að ráða 2 hjúkrunarfræðinga sem veita heimilislausum einstaklingum með flóknar þjónustuþarfi nauðsynlega heilbrigðisþjónustu í nærumhverfi. Aðgengi að viðhaldsmeðferð við ópíóðafíkn hefur verið aukið en sú þjónusta er í dag aðgengileg á sjúkrahúsinu Vogi, Landspítala og hjá geðheilsuteymi fanga. Á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, stendur yfir tilraunaverkefni, sem styrkt er af heilbrigðisráðuneytinu og snýr að því að ná til einstaklinga sem reykir ópíóða og örvandi vímuefni og veita þeim skaðaminkandi þjónustu í sínu nærumhverfi. Stefnumótun til framtíðar Skaðaminnkandi hugmyndafræði er samofin fjölmörgum þáttum samfélagsins. Til að skapa betri umgjörð og framtíðarsýn fyrir skaðaminnkun innan heilbrigðiskerfisins skipaði ég starfshóp sem falið var það verkefni að leggja drög að stefnu og aðgerðaráætlun í skaðaminnkun og á ég von á skýrslu þess efnis um mánaðarmótin. Þá er einnig að störfum starfshópur sem er að endurskoða stefnu í áfengis og vímuvörnum á heildrænan hátt sem nær til forvarna, meðferðar, endurhæfingar, eftirfylgni og lagaumhverfis og þá er sérstök áhersla á að hún taki mið af þörfum mismunandi hópa. Samhliðar þessari stefnumótunarvinnu var sett á fót þingmannanefnd um áfengis og vímuvarnarmál sem hefur það hlutverk að rýna þær tillögur sem fram koma í þeim tilgangi að dýpka umræðuna, draga fram ólík sjónarmið og auka samstöðu um aðgerðir stjórnvalda í málaflokknum. Opnun Ylju markar tímamót og ég er sannfærður um að sú faglega og góða þjónusta sem Rauði Kross Íslands veitir þar muni auka öryggi, draga úr skaða og stuðla að jákvæðum breytingum hjá þjónustuþegum Ylju. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun