Curry skaut Frakka í kaf í lokin Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 21:27 Stephen Curry smellti átta þristum í kvöld, þar af fjórum í brakinu vísir/Getty Bandaríkin tryggðu sér fimmta Ólympíugullið í röð í körfuknattleik þegar stjörnum prýtt lið þeirra lagði Frakkland í úrslitaleik í kvöld, 87-98. Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Bandaríkjamenn voru skrefinu á undan allan leikinn en Frakkar voru aldrei langt undan. Hinn ungi og hávaxni Victor Wembanyama fór fyrir liði Frakka, skoraði 26 stig og tók sjö fráköst. Bandaríkin náðu reglulega upp um það bil tíu stiga forskoti en í hvert skipti sem það gerðist var eins og værukærð færðist yfir liðið. Klaufalegir tapaðir boltar leiddu af sér hröð stig á hinum endanum og Frakkar ætluðu klárlega ekki að leggjast niður og gefast upp. Þeir náðu þó aldrei að brúa bilið að fullu og ef frá eru taldar lokamínútur leiksins mætti lýsa þessum sigri sem liðsframmmistöðu Bandaríkjamanna. En undir lokin steig Stephen Curry heldur betur upp og setti fjóra þrista á örfáum mínútum. Sá síðasti var það sem kallast á fagmálinu „algjört kjaftæði“ en þegar þessi maður er kominn í gang halda honum einfaldlega engin bönd. Curry endaði með átta þrista í leiknum og 24 stig en talnaglöggir lesendur átta sig á að öll stigin komu úr þristum. Hann setti níu þrista í undanúrslitunum svo að alls voru þristarnir 17 í þessum síðustu tveimur leikjum. Bandaríkjamenn fara því heim með gullið fimmtu leikana í röð og í áttunda skiptið af síðustu níu leikum. Bandaríkin hafa leikið til úrslita á öllum Ólympíuleikum síðan 1992, ef frá eru taldir leikarnir í Aþenu 2004 þegar Argentína vann gullið og Bandaríkin þurftu að sætta sig við bronsverðlaun.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira