Tíundu gullverðlaun Þóris sem þjálfara Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. ágúst 2024 14:30 Stine Oftedal skoraði fimm mörk í síðasta leik sínum á ferlinum. getty/Alex Davidson Noregur varð í dag Ólympíumeistari í handbolta kvenna í þriðja sinn og annað í sinn undir stjórn Þóris Hergeirssonar eftir sigur á heimaliði Frakkalands í úrslitaleiknum, 29-21. Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“ Fótbolti Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn Markalaust á Etihad Fótbolti Ný sönnunargögn gætu hjálpað Chiles að endurheimta bronsið Sport Salvatore Schillaci látinn Fótbolti Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool Fótbolti Úkraínski heimsmeistarinn handtekinn á flugvelli Sport Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Fótbolti Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals „Stefnum á að vera í þessum efri hluta“ Uppgjörið: ÍR - ÍBV 22-22 | Heimakonur komnar á blað Haukur magnaður í sigri á Viktor Gísla og félögum Alfa Brá og Katrín Anna í landsliðið Tímabilið byrjar vel hjá Bjarka sem varð markahæstur í stórsigri Gummersbach gaf mikið eftir í seinni hálfleik Íslendingaliðið byrjar vel í titilvörninni Rakel Dögg: Lokuðum vel varnarlega og Alfa skildi liðin að sóknarlega Uppgjörið: Fram - Haukar 27-26 | Heimakonur unnu æsispennandi leik Fyrsti sigurinn hjá bæði Stjörnukonum og Framkörlum Segir að Haukur Þrastar geti gert mikið fyrir íslenska landsliðið á HM í janúar Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Sjá meira
Selfyssingurinn hefur stýrt Noregi á nítján stórmótum síðan hann tók við liðinu 2009. Á þeim hafa Norðmenn unnið tíu gull, þrjú silfur og þrjú brons. Undir stjórn Þóris hefur Noregur fimm sinnum orðið Evrópumeistarar, þrisvar sinnum heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari. Frakkar voru ívið sterkari framan af úrslitaleiknum í Lille í dag þrátt fyrir stórgóða frammistöðu hinnar 44 ára Katrine Lunde í marki Norðmanna. Frakkland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og leiddi fyrstu tuttugu mínútur leiksins eða svo. En í stöðunni 9-11 fyrir heimakonur breyttist gangur mála. Noregur skoraði sex mörk gegn tveimur og leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13. Norðmenn nýttu meðbyrinn í byrjun seinni hálfleiks, skoruðu sex af fyrstu átta mörkum hans og komust sex mörkum yfir, 21-15. Noregur var þá búinn að skora tólf mörk gegn fjórum frá því staðan var 9-11 fyrir Frakkland. Draumaendir á ferlinum Norska vörnin var frábær í seinni hálfleik og Lunde varði vel í markinu. Stine Oftedal, sem lék sinn síðasta leik á ferlinum í dag, stýrði svo norsku sókninni af stakri snilld. Oftedal skoraði fimm mörk fyrir norska liðið og Kari Brattsett Dale sex auk þess að vera stórkostleg í vörninni. Henny Reistad hjá Noregi var markahæst með átta mörk. Lunde varði fjórtán skot í norska markinu. Orlane Kanor skoraði fimm mörk fyrir Frakkland og Tamara Horacek fjögur. Eftir frábæra byrjun Norðmanna á seinni hálfleik varð róður Frakka þungur. Norska liðið komst sjö mörkum yfir, 24-17, það franska svaraði með þremur mörkum í röð og minnkaði muninn í 24-20. Þá sögðu Norðmenn hingað og ekki lengra, skoruðu fjögur mörk í röð og þá var björninn unninn. Á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 29-21. Noregur tapaði fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum en vann alla sex leikina eftir það og norska liðið er vel að gullinu komið. Og enn ein rósin bættist í hlaðið hnappagat Þóris.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“ Fótbolti Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn Markalaust á Etihad Fótbolti Ný sönnunargögn gætu hjálpað Chiles að endurheimta bronsið Sport Salvatore Schillaci látinn Fótbolti Miðverðirnir báðir með mark í sigri Liverpool Fótbolti Úkraínski heimsmeistarinn handtekinn á flugvelli Sport Auðvelt á Old Trafford gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Fótbolti Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss átti lítið í Íslandsmeistara Vals „Stefnum á að vera í þessum efri hluta“ Uppgjörið: ÍR - ÍBV 22-22 | Heimakonur komnar á blað Haukur magnaður í sigri á Viktor Gísla og félögum Alfa Brá og Katrín Anna í landsliðið Tímabilið byrjar vel hjá Bjarka sem varð markahæstur í stórsigri Gummersbach gaf mikið eftir í seinni hálfleik Íslendingaliðið byrjar vel í titilvörninni Rakel Dögg: Lokuðum vel varnarlega og Alfa skildi liðin að sóknarlega Uppgjörið: Fram - Haukar 27-26 | Heimakonur unnu æsispennandi leik Fyrsti sigurinn hjá bæði Stjörnukonum og Framkörlum Segir að Haukur Þrastar geti gert mikið fyrir íslenska landsliðið á HM í janúar Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna „Þurfum að vera fljótir að læra“ Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Uppgjörið: Valur - Afturelding 31-34 | Frábær sigur gestanna „Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ „Alltaf gaman að spila í KA heimilinu” HK lagði Íslandsmeistarana og Grótta vann í Breiðholti Uppgjörið: KA - Haukar 26-34 | Stórsigur gestanna á Akureyri Haukur gekk frá lærisveinum Guðmundar Guðmundur Bragi gerði gæfumuninn Ein sú besta framlengir um þrjú ár Orri Freyr hafði betur gegn Viktori Gísla Birkir Fannar í Kaplakrika út leiktíðina Íslendingalið Kolstad mátti þola tap gegn stórliði Barcelona Þórir valdi enga úr gullliði Ólympíuleikanna í nýjasta hópinn Þórir ekki maður millivegarins: „Ég sem eyðilagði partýið“ Líður eins og hún geti sagt Þóri allt Sjá meira
Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn
Liverpool birtir áður óséð efni frá Reykjavík: „Beið í sextíu ár eftir því að sjá þetta“ Enski boltinn