Gleðilegan baráttudag! Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 10. ágúst 2024 13:01 Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Gleðilega gleðigöngu, gleðilegan baráttudag! Hinsegin dagar eru gengnir í garð og hápunktur þeirra á sér stað í dag þegar gleðigangan verður gengin. Tími þar sem fólk kemur saman og fagnar árangri sem náðst hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks en á sama tíma að minna á að baráttunni er ekki lokið. Í dag stendur Ísland mjög framarlega í heiminum hvað varðar réttindi hinsegin fólks en Ísland uppfyllir nú 83% af viðmiðum ILGA Europe samtakanna. Markmiðið er þó ekki að komast í fyrsta sæti í heiminum heldur á það að vera að ná 100% hinsegin réttinda. Réttindi fólks er ekki kaka sem skipta þarf á milli hópa heldur eru til réttindi fyrir öll, löggjöfin þarf bara að ná utan um það. Jafni rétturinn felur svo auðvitað einnig í sér viðhorf fólks, því fáfræði og fordómar eiga ekki heima í jöfnum samfélögum. Það eru fleiri lönd sem glæpavæða hinsegið fólk heldur en leyfa hjónabönd samkynja para. Útfrá því trúði maður að hér á Vesturlöndum væri best að búa en sú staða er greinilega að breytast. Síðustu mánuði höfum við fylgst með breyttum horfum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Sótt er að hinsegin réttindum, ásamt öðrum mannréttindum, sem voru farin að finnast sjálfsögð. Það eru ekki nema 14 ár síðan að hjónabönd samkynja para voru heimiluð hér á landi og 5 ár eru frá samþykkt laganna um kynrænt sjálfræði. Þó að það sé langt frá því að vera það sem tryggi hinsegin réttindi til hlítar að þá eru það gjarnan mælikvarðar sem litið er til. Allir sigrar réttindabaráttunnar geta virst langt frá því að vera eitthvað sem tekið yrði til baka en nágrannalönd okkar sýna að baráttunni þarf að halda virkilega vel á lofti. Í þeim löndum er töluvert um hatursorðræður og hræðsluáróður, bæði meðal almennings og stjórnvalda, sem hefur haft mikil áhrif á hinsegið fólk sem þar býr og víðar. Project 2025 frá Trump og öfga hægri flokkar Evrópusambandsins eru áminningar um að standa þarf vörð um jafnrétti hér á landi. Síðustu ár hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks hér á landi. Eldra viðhorfið var að kenna elstu kynslóðunum um fordómana en ljóst er að síðasta fíflið er ekki fætt. Sífelld aukning hefur orðið á fordómum og hatri yngri kynslóða, alveg frá yngri stigum grunnskóla. Þar ber samfélagið í heild ábyrgð og það er margt sem spilar þar inn í eins og t.d. lítill sýnileiki hinsegis fólks, staðalímyndir, umræður innan heimila, skólakerfið og hvað þol umræða ná langt. Það á hvorki að vera ásættanlegt né eðlilegt að lesa hatursfullar athugasemdir við hverja frétt sem tengist hinseginleikanum, sjá hómófóbískar færslur á samfélagsmiðlum, lítillækkandi skilaboð frá stjórnmálafólki eða „clickbait” fréttir sem ýta undir misvísandi og skaðleg skilaboð. Á þessum tímum er mikilvægt að taka betur utan um trans ungmenni, sem og öll hinsegin ungmenni, því ofan á það að reyna að finna sig í lokaða samfélaginu okkar mæta þau virðingar- og skilningsleysi. Of frjálslega hefur verið deilt um tilvist fólks, án tillits til áhrifanna sem það hefur í för með sér. Í fullkomnum heimi þyrfti ekki hinsegin daga því í fullkomnum heimi þyrfti fólk ekki að berjast fyrir tilverurétti sínum. Í fullkomnum heimi væri pláss fyrir okkur öll verandi nákvæmlega eins og við erum sjálf. Í fullkomnum heimi væru hinsegin dagar alla daga þar sem fólk fengi að vera það sjálft án krafna og forsenda samfélagsins. Maður á ekki að þurfa að leggja sig fram við að passa inn í samfélagið, heimurinn á pláss fyrir okkur öll en það er undir samfélaginu komið að víkka út hvað það samþykkir. Við hinsegið fólk eigum ekki að þurfa að líða fyrir óþægindi annarra, því hver sem er getur frætt sig, borið virðingu og hjálpað til við að gera heiminn að betri stað fyrir öll. Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun