Hinsegin Reykjavík – Stolt er styrkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 9. ágúst 2024 08:01 Góð borg er frjálslynd og jafnréttissinnuð borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er góð tilfinning að koma að stjórn borgar með borgarstjórn sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð. Þetta er grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og glæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum. En á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni, svara fullum hálsi og leyfa ekki ósannindum og kreddum að lifa sjálfstæðu lífi. Mannréttindavaktinni er aldei lokið Allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við í Bandaríkjunum, þegar horft er til réttinda fólks til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Að berjast fyrir réttindum fólk þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar allra. Frelsi til að vera stolt af því hver við erum og velja þá slóð í lífinu sem við teljum sjálf vera okkur fyrir bestu. Ef við stöndum saman gegn fáfræði, fordómum og hatri sem aðrir verða fyrir mun okkur öllum vegna betur í frjálslyndu samfélagi. Fordómar og kreddur læðast aftan að okkur Við megum ekki sofna á fordómavaktinni. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust uppá yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, fékk afar miðaldarlegar og gildishlaðnar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt, bara vegna þess að hann er hinsegin. Það kom mér mjög í opna skjöldu að sjá hvernig fordómarnir læddust inní spurningar sem beint var að honum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Spurningar sem margir töldu afar sakleysislegir en voru í raun yfirfullar af kreddum og ósannindum. Við sáum þá svart á hvítu hvernig fordómarnir geta læðst aftan að okkur, ef við erum ekki vakandi. Við í Viðreisn munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo að Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Til að stuðla að því í verki mun ég taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags undir yfirskiftinni Stolt er styrkur. Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavik og forseti borgarstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Reykjavík Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Góð borg er frjálslynd og jafnréttissinnuð borg þar sem íbúar eru jafnir, án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annars. Það er góð tilfinning að koma að stjórn borgar með borgarstjórn sem leggur áherslu á mannréttindi og velsæld allra íbúa sinna. Hinsegin dagar eru í raun merkileg hátíð. Þetta er grasrótarviðburður sem berst fyrir jafnrétti og sýnileika en setur um leið gleðina á oddinn og glæðir borgina okkar lit og lífi. Í gegnum tíðina hefur hinsegin fólk mátt þola fordóma, skerðingu á frelsi og því miður ofbeldi. Það er því ekki annað hægt en að fagna þeim miklu breytingum sem orðið hafa á síðustu áratugum. En á sama tíma er það deginum ljósara að við verðum að halda áfram á sömu braut. Það er sorgleg staðreynd að réttindi sem náðst hafa með þrotlausri baráttu geta verið tekin aftur líkt og erlend dæmi sanna og því verðum við að vera samtaka á vitundarvaktinni, svara fullum hálsi og leyfa ekki ósannindum og kreddum að lifa sjálfstæðu lífi. Mannréttindavaktinni er aldei lokið Allri jafnréttisbaráttu stafar stöðug ógn af bakslagi. Þetta sjáum við í Bandaríkjunum, þegar horft er til réttinda fólks til að ráða yfir eigin líkama. Þetta sjáum við á Íslandi í dag þegar horft er til hinsegin samfélagsins, þá sérstaklega trans fólks og þeirra fordóma sem stöðugt dynja á því. Þetta sjáum við á samfélagsmiðlum með hatursorðræðu í garð innflytjenda, litaðs fólks og kvenna. Með hverri kynslóð koma nýjar áskoranir í jafnréttismálum, nýjar bylgjur fordóma og nýtt bakslag sem þarf að bregðast við og vinna bug á. Að berjast fyrir réttindum fólk þýðir marglaga og fjölþætt barátta, sem þarf að há á mörgum vígstöðum og kallar á samstöðu ólíkra hópa. Þetta er barátta fyrir frelsi okkar allra. Frelsi til að vera stolt af því hver við erum og velja þá slóð í lífinu sem við teljum sjálf vera okkur fyrir bestu. Ef við stöndum saman gegn fáfræði, fordómum og hatri sem aðrir verða fyrir mun okkur öllum vegna betur í frjálslyndu samfélagi. Fordómar og kreddur læðast aftan að okkur Við megum ekki sofna á fordómavaktinni. Það var vægast sagt sláandi að sjá hvernig hinsegin fordómar læddust uppá yfirborðið í kosningabaráttunni nú í vor þegar Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi, fékk afar miðaldarlegar og gildishlaðnar spurningar um fjölskyldu og hjónaband sitt, bara vegna þess að hann er hinsegin. Það kom mér mjög í opna skjöldu að sjá hvernig fordómarnir læddust inní spurningar sem beint var að honum í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Spurningar sem margir töldu afar sakleysislegir en voru í raun yfirfullar af kreddum og ósannindum. Við sáum þá svart á hvítu hvernig fordómarnir geta læðst aftan að okkur, ef við erum ekki vakandi. Við í Viðreisn munum hér eftir sem hingað til láta verkin tala í þágu frjálslyndis og jafnréttis og ég mun svo sannarlega gera hvað ég get svo að Reykjavíkurborg leggi áfram sitt af mörkum og fari áfram með góðu fordæmi eins og borgin hefur gert í áraraðir. Við viljum fjölbreytta borg fyrir alla, sem byggir á mannréttindum og frjálslyndi. Til að stuðla að því í verki mun ég taka virkan þátt í Hinsegin dögum og hlakka mikið til að ganga í gleðigöngunni á laugardaginn í nafni mannréttinda, frelsis og betra samfélags undir yfirskiftinni Stolt er styrkur. Gleðilega Hinsegin daga! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavik og forseti borgarstjórnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun