Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Hólmgeir Karlsson skrifar 8. ágúst 2024 19:00 Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Matur Verðlag Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ Þar hvetur framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs stjórnvöld til að afnema tolla á innfluttum matvörurum þar sem það yrði mikil kjarabót fyrir íslensk heimili í formi lægra vöruverðs, aukins vöruúrvals og bættra gæða. Ennfremur segir hann tolla vera ofurskatt á mat og stærstu orsök hás matvælaverðs á Íslandi. Engin af þessum fulllyrðingum er rétt og í raun fátt annað en áróður fyrir auknum innflutningi matvæla á kostnað okkar innlendu og mikilvægu matvælaframleiðslu. Hér eru hlutirnir einfaldlega teknir úr öllu samhengi þess að reka og búa í sjálfstæðu samfélagi meðal þjóða og þannig líklega ætlað að líta vel út í augum neytenda. Tollar á íslandi hafa sáralítið með hátt verð á matvöru á íslandi að gera. Fyrir það fyrsta þá eru tollar á matvæli ekki háir á Íslandi í samanburði við okkar nágrannalönd. Þá hefur líka mjög verið dregið úr tollvernd á liðnum árum sem að margra mati er löngu komið á hættumörk. Einnig er fráleitt að halda því fram að afnám tolla myndi auka gæði matvæla á íslandi með frekari innflutningi þar sem gæði innlendra matvæla eru almennt séð mjög mikil og í mörgum tilvikum mun meiri en á þeim matvælum sem hingað eru flutt erlendis frá. Hátt verð á matvælum – hvers vegna er það? Ein af mestu rangfærslum í umræðu um matvæli hér á landi er að íslensk matvæli séu dýr. það rétta er hinsvegar að það kostar fleiri krónur að framleiða okkar innlendu hollu matvæli en það sem þekkist hjá mörgum af nágrannaþjóðum okkar, einfaldlega vegna þess að hér er verðlag hátt. Þegar matvælaverð hér er skoðað sem hlutfall af ráðstöfunartekjum fólks er það með því lægsta sem gerist í Evrópu. Sem dæmi kostar matur hér fleiri krónur en á Spáni en spánverjar þurfa hinsvegar að vinna fleiri vinnustundir til að kaupa sinn mat, einfaldlega af því að kaupmáttur er þar lægri. Matur er þar því í raun dýrari. Langtímahagsmunir og það að byggja saman samfélag Það virðist stundum alveg týnt og gleymt að við sem þjóð erum hér saman í því verkefni að reka heilsteypt samfélag með langtímahagsmuni þegnanna að leiðarljósi. Samfélag sem getur sinnt öllum okkar helstu þöfum og skapað okkur öryggi. Landbúnaðurinn og innlenda matvælaframleiðslan okkar eru ein af þeim grunnstoðum sem við sem samfélag höfum sameinast um að sinna rétt eins og aðrar siðmenntaðar þjóðir. Með innlendri framleiðslu erum við að leitast við að tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar og um leið matvælaöryggið þar sem við framleiðum heilnæmar og vandaðar vörur. Við erum líka að skapa störf og stuðla að dreifðri búsetu í landinu sem er mikilvægt af mörgum ástæðum. Allar okkar nágrannaþjóðir verja sína matvælaframleiðslu og því eru tollar og aðrar innflutningshindranir á slíkum vörum alþekkt í viðskiptum landanna. Matvælaframleiðsla á Íslandi er við þessar aðstæður ekki fær um að keppa við tollalausan og óheftan innflutning matvæla. Ekki vegna þess að við séum með óarðbæran rekstur eða laka framleiðslu, heldur fyrst og fremst vegna þess að verðlag er hér annað og hærra en í mörgum af okkar samkeppnislöndum. Hvet stjórnvöld til að styrkja tollvernd og standa vörð um innlenda matvælaframleiðslu Ég vil með þessum skrifum mínum hvetja stjórnvöld til að standa í lappirnar gegn svona áróðri og styrkja frekar tollvernd frá því sem nú er og fylgja þannig af alvöru eftir góðum áformum um vöxt og mikilvægi innlends landbúnaðar og innlendrar matvælaframleiðslu sem er gríðarlega mikilvægt fyrir okkar samfélag til langrar framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Bústólpa á Akureyri.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun