Þjóðverjar í undanúrslit eftir ótrúlega dramatík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2024 13:44 Alfreð Gíslason er búinn að koma Þýskalandi í undanúrslit á Ólympíuleikunum. getty/Marcus Brandt Þjóðverjar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar eru komnir í undanúrslit í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Frökkum, 35-34. Renars Uscins fór hamförum í þýska liðinu og skoraði fjórtán mörk, þar á meðal sigurmarkið. Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent). Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Frakkland leiddi nær allan tímann og komst mest sex mörkum yfir. Þýskaland sýndi samt mikinn styrk og náði forystunni þegar skammt var til leiksloka. Frakkar náðu aftur yfirhöndinni og voru tveimur mörkum yfir þegar um fimmtán sekúndur voru eftir. En Þjóðverjum tókst á ótrúlegan hátt að jafna og knýja fram framlengingu þar sem þeir höfðu svo betur. Í undanúrslitunum mætir Þýskaland liði Spánverja. Aðalmaðurinn í fyrri hálfleik var Vincent Gerard sem varði tólf skot og dró tennurnar úr þýsku sóknarmönnunum. Á meðan varði Andreas Wolff ekkert í þýska markinu. David Späth gekk öllu betur eftir að hann kom inn á og varði virkilega vel. Þökk sé frábærri frammistöðu Gerards, öflugum varnarleik og vel útfærðum hraðaupphlaupum var Frakkland með undirtökin og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Útlitið varð svo verulega svart fyrir Þjóðverja eftir að Frakkar skoruðu fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náðu sex marka forskoti, 14-20. Strákarnir hans Alfreðs tóku við sér eftir þessa slæmu byrjun á seinni hálfleik, minnkuðu muninn og jöfnuðu svo í 25-25 þegar þrettán mínútur voru eftir. Sebastian Heymann kom Þjóðverjum svo yfir, 26-25. Það var í fyrsta sinn síðan í stöðunni 4-3 sem Þýskaland var með forystuna. En þá seig á ógæfuhliðina hjá Þjóðverjum, Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og komust í 26-28. Uscins minnkaði muninn í 27-28 en Dika Mem svaraði fyrir Frakkland. Uscins minnkaði muninn aftur í 28-29 og Frakkar tóku leikhlé þegar sex sekúndur voru eftir. Eftir það tapaði Mem boltanum afar klaufalega og Uscins jafnaði í 29-29. Ótrúleg atburðarrás. ÓTRÚLEGAR lokasekúndur í venjulegum leiktíma í leik Þýskalands og Frakklands í 8-liða úrslitum! 0,1% líkur segir Höddi Magg, ég skal sýna þér 0,1% líkur segir Renars Uscins😱🤯 pic.twitter.com/QZecCfJx7K— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Framlengingin var æsispennandi og úrslitin réðust á lokasekúndum hennar. Nedim Remili jafnaði í 34-34 en Þjóðverjar fóru í sókn og Uscins kom þeim yfir, 35-34, með sínu fjórtánda marki. Späth tryggði þýska liðinu svo sigur með því að verja lokaskot Valentins Porte. Ekki var dramatíkin minni á lokasekúndum framlengingarinnar en Alfreð Gíslason og Þjóðverjar slá ríkjandi Ólympíumeistara Frakka út á heimavelli og eru komnir í undanúrslit👏👏 pic.twitter.com/SOKZFstagA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 7, 2024 Þetta reyndist vera síðasti leikurinn á ferli Nikolas Karabatic en þessi frábæri leikmaður var búinn að ákveða að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana. Uscins skoraði sem fyrr sagði fjórtán mörk fyrir Þjóðverja. Heymann og Johannes Golla voru með sex mörk hvor og Juri Knorr fimm auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Mem skoraði tíu mörk fyrir Frakka og Hugo Descat átta. Späth varði fjórtán skot í þýska markinu (39 prósent) en Gerard 24 í franska markinu (42 prósent).
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira