Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 15:11 Sigketill við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli sem ljósmyndarinn RAX flaug yfir og myndaði í morgun. RAX Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“ Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“
Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31
Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47