Ummerki eftir hlaupið stóra í sigkötlum í Mýrdalsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2024 15:11 Sigketill við Austmannsbungu í Mýrdalsjökli sem ljósmyndarinn RAX flaug yfir og myndaði í morgun. RAX Litlar breytingar hafa orðið í Mýrdalsjökli eftir hlaup sem gekk niður farveg Skálmar síðustu helgina í júlí. Hreyfingarnar í sigkötlum á Mýrdalsjökli voru merkjanlegar þegar ljósmyndari Vísis flaug þar yfir í morgun. Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“ Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Óvenjustórt hlaup varð úr Mýrdalsjökli niður Skálm 27. júlí. Fluglitakóði fyrir Kötlu var færður upp á gult og svæði í kringum Sólheimajökul var rýmt. Þá var þjóðvegur 1 lokaður við ána í rúman sólarhring þegar vatn flæddi yfir hann. Jökulhlaup verða þegar jarðhiti bræðir jökul neðan frá. Vatnið safnast saman undir svonefndum sigkötlum þar til nægilegur þrýstingur myndast til þess að það hlaupi fram undan jöklinum. Þegar vatnið hleypur undan þeim síga sigkatlarnir og eru áberandi í kjölfar hlaupa af þessu tagi. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið hafa komið undan tveimur sigkötlum úr norðausturhluta öskju Kötlu. Ríflega tuttugu sigkatlar eru þekktir í Mýrdalsjökli. Engin virkni hafa verið í gangi í jöklinum frá því að hlaupinu lauk. Ragnar Axelsson, betur þekktur sem RAX, flaug yfir Mýrdalsjökul í morgun og náði myndum af sigkatli við Austmannsbungu sem hann telur að hafi hlaupið úr. Aðrir sigkatlar hafi ekki sýnt merki um hamfarir. Benedikt Bragason, bóndi á Ytri-Sólheimum sem stóð lengi fyrir vélsleðaferðum á Mýrdalsjökul, segir við Vísi að hann þykist sjá sprungur í eystri af tveimur samvöxnum sigkötlum við Austmannsbungu sem séu merki um sig á myndum RAX. Líklegast hafi hlaupið komið úr þeim. Sú gamla orðin sein Enn er óljóst hvers vegna hlaupið nú var umtalsvert stærra en venjubundin hlaup á þessum slóðum. Einar Bessi náttúruvársérfræðingur segir enn ekkert lokasvar komið við því. Í síðustu uppfærslu Veðurstofunnar um stöðuna í Mýrdalsjökli kom fram að engin merki væru um að eldgos hefði orsakað hlaupið. Benedikt bóndi segir margt við hlaupið nú frábrugðið því sem hefur tíðkast, bæði stærð þess og farvegur. Hann bendir á að meira en öld sé liðin frá síðasta gosi í Kötlu. „Þannig að hún er orðin sein sú gamla,“ segir hann. Íbúar í sveitinni lifi þó ekki í ótta við eldgos þótt þeir viti af hættunni og beri virðingu fyrir eldfjallinu. „Við getum svo sem ekkert verið að óttast um líf okkar hérna endalaust, þá værum við bara farin.“
Mýrdalshreppur Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31 Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Sjá meira
Hlaupið marki líklega upphaf á aukinni virkni í Kötlu Hlaupið í Mýrdalsjökli er í rénum og rafleiðni í Skálm hefur minnkað verulega. Unnið er að viðgerðum á þjóðveginum austan árinnar en hann varð fyrir verulegu tjóni. Fagstjóri á Veðurstofu Íslands segir hlaupið líklega fyrirboða aukinnar virkni í Kötlu. 29. júlí 2024 22:31
Heilmiklar skemmdir sem mun taka sinn tíma að gera við Starfsmenn Vegagerðarinnar vinna nú hörðum höndum að viðgerð hringvegarins austan Skálmár, sem varð fyrir skemmdum vegna jökulhlaups í Mýrdalsjökli um helgina. Vegurinn eru verulega laskaður. 29. júlí 2024 11:47