Er þetta vonlaust? Reynir Böðvarsson skrifar 4. ágúst 2024 18:01 Það er alltaf gaman að hitta gamla vini þótt á öndverðum meiði séu í pólitík, eða kanski aðallega þess vegna. Við höfum umgengist af og til í bráðum 40 ár, haft börn á svipuðum aldri og hittst bæði yfir sumartímann og svo yfir nýár. Það hefur alltaf verið ljóst að pólitískar skoðanir okkar fara ekki saman og höfum við þó getað talað um ýmislegt og stundum einfaldlega komist að samkomulagi um að ekki verði komist lengra í skoðanaskiptum að sinni. Viðhorfin einfaldlega óásættanleg. Þá hefur reynt á að finna veg út úr ógöngunum og brydda upp á einhverju nýju umræðuefni sem færi ekki endilega í sömu ógöngur eða jafnvel út í skurð. Þetta hefur tekist ágætlega í næstum fjóra áratugi og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram á meðan báðir muna nafnið á hinum. Vinur minn er víðförull og hefur starfað í ferðamanna bransanum og sérhæft sig í sögu og menningar ýmissa landa, sérstaklega gamalla kólónía Evrópu. Jarðskjálftafræði, sem er mitt sérsvið er ekki auðvelt umræðuefni óinnsettra. Tónlist eða saga evrópskrar menningar hefur oft verið neyðarútgangurinn í samtölum þegar ekki var lengra komist vegna ágrenings í samtölum um þjóðfélagsmál, hvað varðar tónlistina hefur hvor um sig getað gefið hinum en ég hef meira verið móttakandi hvað varðar Evrópska menningu. Þó hefur það komið upp æ oftar að við erum ekki alveg sammála um söguskýringar og þegar ég fór að meira mæli að kynna mér ýmislegt í þessari sögu og þá ekki síst pólitíkina þá varð það ljóst að jafnvel þetta umræðuefni var eldfimt. Koloníalsagan varð að bitbeini. Þar var útsýnið hjá okkur félögum þegar við litum yfir söguna görsamlega andstætt; einsvegar hvað mig varðar yfirgangur vestrænnar menningar gagnvart öðrum menningarheimum og hinsvegar, frá viðhorfi vinar míns, nauðsynin að lyfta snauðum menningarheimum á æðra plan. Það sem fremst vakti mig til þess að skrifa þennan pistil er af tvennum toga; einsvegar mikilvægi þess að í gegnum lífið að geta umgengist fólk með mjög ólíkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og hitt sem kanski er mikilvægara, að ekki láta skoðanir sem ganga gegnt þínum grundvallar réttlætistilfinningu hafa afgerandi áhrif. Ekki vera eins og lauf í vindi þegar kemur að réttlætistilfinningu. Þegar vinur minn fór að hampa Sverige Demokraterna í sænskri pólitík og opið kenna múslimum um hvernig ástandið er í heiminum þá verður ekki mikið lengra komist í samtali um mikilvæg mál. Þegar við tveir á áttræðisaldri höfum svo gjörólíka sýn á hvernig heimurinn er og hver ber ábyrgð á því sem miður fer er auðséð að þegar öllum kynslóðum er safnað þá er mikið sem bendir til spenningi í þjóðfélaginu. Hver og ein kynslóð hefur sína raunarsögu af því samfélagi sem hún ólst upp í. Ég hef reynt á mínu ferðalagi um gamla Austur-Þýskaland og Pólland að ná tali við ungt fólk, þau sem tala þokkalega ensku og þjónusta á veitingastöðum og hótelum. Það er ekki hægt að tala um að þau hafi bjarta sýn á framtíðina, flest eru þau þó með háskólagráðu og ættu að geta vænst góðs. Flest þeirra trúa ekki að þau komi til með að hafa það jafn gott eða betra en foreldrakynslóðin. Ég spurði einn Pólverja hversvegna hann væri svo svartsýnn á framtíðina? Hann svaraði að það væri ekkert gert fyrir ungu kynslóðirnar í Póllandi og að hann sæi ekki fyrir sér neitt slíkt heldur. Ég spurði hann þá hvort hann væri ánægður með nýu ríkisstjórnina sem vær þó hliðstæð EB gagnstætt þeirri gömlu. Hann hvaðst ekki vita hvort væri betra, sú gamla konservativa eða þessi nýja. Þá spurði ég hann hvað hans foreldrar fannst um þetta. Eitt er með því nýja og hitt með því gamla. Er það mamma þín sem er með því nýja? Já svaraði hann en gaf þó ekki upp hvoru foreldra á hann fylgdi. Mörg þeirra nefndu loftlagsmálin sem afgerandi ástæðu vonleysis þeirra gagnvart framtíðinni. Þetta er auðvitað ekki tölfræðilega marktæk mæling en gefur mér allavega þá tilfinningu að ungt fólk í þessum hluta heims er þreytt á þeirri pólitík sem viðhörf hefur verið og vill eitthvað nýtt. Nánast hvað sem er. Gamall, sem maður er orðin, fer maður að óttast að baráttan fyrir betri heimi sé vonlaus með öllu. Ég hugsa til barnabarnanna yngstu 2,5 ára og 8 mánaða og á erfitt með að hugsa mér að framtíð þeirra sé ekki trygg. Þessir sólargeislar lífsins horfa á afa sinn í algöru sakleysi með augu full af eftirvæntingu og þrá. Ég sé ekkert sem tryggt geti framtíð barnabarna minna annað en einhverskonar sósíalisma. Ekki þannig að brauð séu framleidd af ríkinu, ekki heldur matur á matvörustöðum, heldur allt sem hefur að gera með okkar öryggi sem félagsverur. Menntun, heilbrigði og auðvitað jöfn tækifæri til þess að njóta lífsins, syngja og dansa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson Skoðun Þegar móðir mín kvaddi okkur fyrir einu ári síðan í dag Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Góðan daginn, ég ætla að fá … ENGLISH PLEASE! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens Skoðun Hingað og ekki lengra Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir Skoðun Ég skil ekki Ævar Þór Benediktsson Skoðun Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir Skoðun Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar móðir mín kvaddi okkur fyrir einu ári síðan í dag Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin og gerviverktaka Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Tölum um tilfinningar Amanda Ásdís Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Óttinn við íslensku rafkrónuna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Sjúkratrygginga Íslands – hugsum í lausnum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Hvað hefur Ísland gert? Katla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar Skoðun Ýmislegt um rafmagnsbíla og reiðhjól Valur Elli Valsson skrifar Skoðun Taugatýpísk forréttindi Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hver er ég og hvert er ég að fara? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Þeir borga sem nota! Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Að hjálpa fólki að standa á eigin fótum Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samkennd samfélags Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun „Heimferða- og fylgdadeild“ Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Til varnar mennsku kúgarans Hans Alexander Margrétarson Hansen skrifar Skoðun Þegar ómennskan vitnar í lög Bubbi Morthens skrifar Skoðun Engum til sóma Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Góðan daginn, ég ætla að fá … ENGLISH PLEASE! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vernd náttúrunnar er ákvörðun Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hver er okkar ábyrgð á ofbeldi meðal barna Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er verkalýðsbarátta á Íslandi að hnigna? Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Má ekkert gera fyrir millistéttina? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Háskólinn sveik stúdenta um góðar samgöngur Guðni Thorlacius,Katla Ólafsdóttir skrifar Skoðun „Bara“ kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðin slæst við elda: Hvar er Alþingi? Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Yazan Tamimi – spegill á sjálfsmynd þjóðar Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Hvað er niðurskurðarstefna? Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin liggur í bættri nýtingu auðlinda Helga Kristín Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf gaman að hitta gamla vini þótt á öndverðum meiði séu í pólitík, eða kanski aðallega þess vegna. Við höfum umgengist af og til í bráðum 40 ár, haft börn á svipuðum aldri og hittst bæði yfir sumartímann og svo yfir nýár. Það hefur alltaf verið ljóst að pólitískar skoðanir okkar fara ekki saman og höfum við þó getað talað um ýmislegt og stundum einfaldlega komist að samkomulagi um að ekki verði komist lengra í skoðanaskiptum að sinni. Viðhorfin einfaldlega óásættanleg. Þá hefur reynt á að finna veg út úr ógöngunum og brydda upp á einhverju nýju umræðuefni sem færi ekki endilega í sömu ógöngur eða jafnvel út í skurð. Þetta hefur tekist ágætlega í næstum fjóra áratugi og ég sé ekkert því til fyrirstöðu að halda því áfram á meðan báðir muna nafnið á hinum. Vinur minn er víðförull og hefur starfað í ferðamanna bransanum og sérhæft sig í sögu og menningar ýmissa landa, sérstaklega gamalla kólónía Evrópu. Jarðskjálftafræði, sem er mitt sérsvið er ekki auðvelt umræðuefni óinnsettra. Tónlist eða saga evrópskrar menningar hefur oft verið neyðarútgangurinn í samtölum þegar ekki var lengra komist vegna ágrenings í samtölum um þjóðfélagsmál, hvað varðar tónlistina hefur hvor um sig getað gefið hinum en ég hef meira verið móttakandi hvað varðar Evrópska menningu. Þó hefur það komið upp æ oftar að við erum ekki alveg sammála um söguskýringar og þegar ég fór að meira mæli að kynna mér ýmislegt í þessari sögu og þá ekki síst pólitíkina þá varð það ljóst að jafnvel þetta umræðuefni var eldfimt. Koloníalsagan varð að bitbeini. Þar var útsýnið hjá okkur félögum þegar við litum yfir söguna görsamlega andstætt; einsvegar hvað mig varðar yfirgangur vestrænnar menningar gagnvart öðrum menningarheimum og hinsvegar, frá viðhorfi vinar míns, nauðsynin að lyfta snauðum menningarheimum á æðra plan. Það sem fremst vakti mig til þess að skrifa þennan pistil er af tvennum toga; einsvegar mikilvægi þess að í gegnum lífið að geta umgengist fólk með mjög ólíkar skoðanir á þjóðfélagsmálum og hitt sem kanski er mikilvægara, að ekki láta skoðanir sem ganga gegnt þínum grundvallar réttlætistilfinningu hafa afgerandi áhrif. Ekki vera eins og lauf í vindi þegar kemur að réttlætistilfinningu. Þegar vinur minn fór að hampa Sverige Demokraterna í sænskri pólitík og opið kenna múslimum um hvernig ástandið er í heiminum þá verður ekki mikið lengra komist í samtali um mikilvæg mál. Þegar við tveir á áttræðisaldri höfum svo gjörólíka sýn á hvernig heimurinn er og hver ber ábyrgð á því sem miður fer er auðséð að þegar öllum kynslóðum er safnað þá er mikið sem bendir til spenningi í þjóðfélaginu. Hver og ein kynslóð hefur sína raunarsögu af því samfélagi sem hún ólst upp í. Ég hef reynt á mínu ferðalagi um gamla Austur-Þýskaland og Pólland að ná tali við ungt fólk, þau sem tala þokkalega ensku og þjónusta á veitingastöðum og hótelum. Það er ekki hægt að tala um að þau hafi bjarta sýn á framtíðina, flest eru þau þó með háskólagráðu og ættu að geta vænst góðs. Flest þeirra trúa ekki að þau komi til með að hafa það jafn gott eða betra en foreldrakynslóðin. Ég spurði einn Pólverja hversvegna hann væri svo svartsýnn á framtíðina? Hann svaraði að það væri ekkert gert fyrir ungu kynslóðirnar í Póllandi og að hann sæi ekki fyrir sér neitt slíkt heldur. Ég spurði hann þá hvort hann væri ánægður með nýu ríkisstjórnina sem vær þó hliðstæð EB gagnstætt þeirri gömlu. Hann hvaðst ekki vita hvort væri betra, sú gamla konservativa eða þessi nýja. Þá spurði ég hann hvað hans foreldrar fannst um þetta. Eitt er með því nýja og hitt með því gamla. Er það mamma þín sem er með því nýja? Já svaraði hann en gaf þó ekki upp hvoru foreldra á hann fylgdi. Mörg þeirra nefndu loftlagsmálin sem afgerandi ástæðu vonleysis þeirra gagnvart framtíðinni. Þetta er auðvitað ekki tölfræðilega marktæk mæling en gefur mér allavega þá tilfinningu að ungt fólk í þessum hluta heims er þreytt á þeirri pólitík sem viðhörf hefur verið og vill eitthvað nýtt. Nánast hvað sem er. Gamall, sem maður er orðin, fer maður að óttast að baráttan fyrir betri heimi sé vonlaus með öllu. Ég hugsa til barnabarnanna yngstu 2,5 ára og 8 mánaða og á erfitt með að hugsa mér að framtíð þeirra sé ekki trygg. Þessir sólargeislar lífsins horfa á afa sinn í algöru sakleysi með augu full af eftirvæntingu og þrá. Ég sé ekkert sem tryggt geti framtíð barnabarna minna annað en einhverskonar sósíalisma. Ekki þannig að brauð séu framleidd af ríkinu, ekki heldur matur á matvörustöðum, heldur allt sem hefur að gera með okkar öryggi sem félagsverur. Menntun, heilbrigði og auðvitað jöfn tækifæri til þess að njóta lífsins, syngja og dansa.
Skoðun Viðhorf almennings og neytenda til sjálfbærnimála fyrirtækja og stofnana skiptir miklu máli Soffía Sigurgeirsdóttir,Trausti Haraldsson skrifar