Milli vonar og ótta Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 „Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
„Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun