Fabregas bjargaði Frökkum frá því að vera stigalausir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. júlí 2024 20:45 Ludovic Fabregas tryggði Frakklandi stig gegn Egyptalandi á Ólympíuleikunum með sínu sjötta marki í leiknum. getty/Harry Langer Frakkar eru enn án sigurs í handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í París. Heimamenn gerðu jafntefli við Egypta í dag, 26-26. Franska liðið tryggði sér stig með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Ludovic Fabregas skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út. Frakkland fékk þar með sitt fyrsta stig í B-riðli en Egyptaland er með þrjú stig. Frakkar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og Egyptar leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 11-15. Egyptaland var svo komið í kjörstöðu til að vinna leikinn en Frakkland gafst ekki upp og náði í stig. Fabregas skoraði sex mörk fyrir franska liðið en Yahia Omar var markahæstur á vellinum með átta mörk. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli en þeir rúlluðu yfir Argentínumenn í síðasta leik dagsins, 38-27. Mathias Gidsel fór mikinn í danska liðinu og skoraði þrettán mörk, þar af tíu í fyrri hálfleik. Markametið á Ólympíuleikunum er fimmtán mörk. Norðmenn eru einnig með fullt hús stiga í B-riðli. Þeir unnu nauman sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins, 26-25. Alexander Blonz skoraði sigurmark Noregs á síðustu sekúndunni eftir að Thorbjörn Bergerud varði lokaskot Ungverjalands nokkrum sekúndum áður. Staða Svía í A-riðli þrengdist verulega eftir tap fyrir Slóvenum, 29-24. Svíþjóð er með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Slóvenía er með fjögur stig líkt og Króatía, Spánn og Þýskaland. Spánverjar unnu spræka Japani, 37-33. Japan er án stiga á botni A-riðils. Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Franska liðið tryggði sér stig með því að skora síðustu tvö mörk leiksins. Ludovic Fabregas skoraði jöfnunarmarkið í þann mund sem leiktíminn rann út. Frakkland fékk þar með sitt fyrsta stig í B-riðli en Egyptaland er með þrjú stig. Frakkar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleik og Egyptar leiddu með fjórum mörkum að honum loknum, 11-15. Egyptaland var svo komið í kjörstöðu til að vinna leikinn en Frakkland gafst ekki upp og náði í stig. Fabregas skoraði sex mörk fyrir franska liðið en Yahia Omar var markahæstur á vellinum með átta mörk. Danir eru með fullt hús stiga í B-riðli en þeir rúlluðu yfir Argentínumenn í síðasta leik dagsins, 38-27. Mathias Gidsel fór mikinn í danska liðinu og skoraði þrettán mörk, þar af tíu í fyrri hálfleik. Markametið á Ólympíuleikunum er fimmtán mörk. Norðmenn eru einnig með fullt hús stiga í B-riðli. Þeir unnu nauman sigur á Ungverjum í fyrsta leik dagsins, 26-25. Alexander Blonz skoraði sigurmark Noregs á síðustu sekúndunni eftir að Thorbjörn Bergerud varði lokaskot Ungverjalands nokkrum sekúndum áður. Staða Svía í A-riðli þrengdist verulega eftir tap fyrir Slóvenum, 29-24. Svíþjóð er með tvö stig í 5. sæti riðilsins en Slóvenía er með fjögur stig líkt og Króatía, Spánn og Þýskaland. Spánverjar unnu spræka Japani, 37-33. Japan er án stiga á botni A-riðils.
Handbolti Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Haukar völtuðu yfir ÍR Í beinni: FH - ÍBV | Stálin stinn mætast í Kaplakrika Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Sjá meira
Dagur vann Alfreð í íslenska þjálfaraslagnum á ÓL í París Dagur Sigurðsson fagnaði sigri á móti Alfreð Gíslasyni í handboltakeppni Ólympíuleikanna í París þegar Króatía og Þýskaland mættust í þriðju umferð riðlakeppninnar. 31. júlí 2024 10:34