Til fyrirmyndar? Sverrir Björnsson skrifar 24. júlí 2024 15:00 Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun