Til fyrirmyndar? Sverrir Björnsson skrifar 24. júlí 2024 15:00 Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Allar leiðir liggja frá Íslandi til Kaupmannahafnar, hér er saga þjóðarinnar á hverju götuhorni, hverjum rennustein og á Strikinu heyrir maður íslensku í öðru hvoru skrefi. Þar sem ég dvel í Airbnb íbúð miðbænum rekst ég á enn eina sönnun þessara menningartengsla, gamalt Morgunblað sem einhver Íslendingur hefur eflaust skilið eftir í íbúðinni. Það vakti undrun mína og áhuga að sjá hversu lítil og ræfilsleg þessi fyrrum menningarstofnun var orðin. Ekki meira um sig en gamla Alþýðublaðið rétt fyrir andlátið. Eru sægreifarnir hættir að borga með blaðinu og þetta er hin raunverulega stærð þess? Nei málið var alvarlegra en svo. Rússarnir höfðu gert árás á Morgunblaðið og þetta var blaðið sem starfsfólkinu tókst með hetjulegri baráttu að koma út daginn eftir. Það er einkennilegt að Rússar skyldu gera netárás á einmitt þá sem hafa sýnt ástæðum þeirra fyrir að ráðast inn í Úkraínu og drepa þar konur og börn mestan skilning. Margoft hefur í blaðinu verið talað um að útþensla Nato til austurs sé megin ástæða stríðsins en ekki yfirgangur og stórveldisdraumar Putins. Svo ræðst hann á Moggann! Það er vandi að velja sér vini. Nú var spennandi að sjá fyrir hverju var barist að koma út um nóttina. Mestur hluti þessara 16 síðna var eins og venjulega auglýsingar og minningargreinar, nokkrar síður af fréttum og svo auðvitað miðopnan, hugmyndafræðilegt hjarta blaðsins. Þar var lofgrein um Danmörku eftir Prófessor Emeritus Hannes Hólmstein Gissurarson: Danmörk til fyrirmyndar-um margt. Þar rennir prófessorinn sér hratt í gegnum sögu Danmerkur og flokkar allt sem fyrir verður sem dæmi um að fjármála- og athafnafrelsi hafi byggt það samfélag sem Danmörk er í dag. Merkismenn í sögu Danmerkur allt frá konungum víkingaaldar til seinni tíma heimspekinga og guðfræðinga eru nefndir sem dæmi um frjálshyggjumenn fyrri tíma. Þess vegna er Danskt samfélag svo ágætt sem það er. Margt kom fram í greininni og óþarfi að endurtaka það hér en það sem vakti mesta athygli mína var það sem var þar ekki að finna. Í úttektinni á hvers vegna Danmörk er jafn frábært land og raun ber vitni minnist uppgjafa prófessorinn ekki einu orði á að það voru sterk áhrif samtaka verka- og launafólks í uppbyggingu nútímasamfélagsins mótuðu velferðarsamfélagið í Danmörk. Hvernig getur fræðimaður í úttekt á Danmörku komið sér hjá því að nefna þetta? Það kom svo sem ekki óvart, það hefur jú, verið ævistarf Emeritusar að halla réttu máli í áróðursherferð sinni fyrir frjálshyggjuna. Áhrif alþýðunnar mótuðu samfélögin í Skandinavíu og norður Evrópu og vegna þessara áhrifa eru þau jafnari, manneskjulegri og betri samfélög en þekkjast annars staðar í heiminum. Í samfélögum þar sem verkalýðsfélög og stjórnmálasamtök alþýðu voru veikt eins og í Bandaríkjunum eða jafnvel bönnuð sem er raunin í mörgum einræðisríkjum er jöfnuður og félagslegt öryggi minnst. Því miður stenst Ísland ekki mál við hin Norðurlöndin í velferð þegnanna. Íslendingar sem vilja búa við húsnæðis og efnahagslegt öryggi flýja draumaland fjármagnseiganda, verðtryggingu og ofurvexti til að skapa sér betra líf í Danmörk. Hér búa dóttir mín og systir og 11 þúsund aðrir Íslendingar við betri lífskjör en heima. Litlu færri búa í Noregi og Svíþjóð. Í Skandinavíu lifir fólk í samfélagi góðrar gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu og félagslegs öryggis sem Íslandi hefur ekki byggt upp þrátt fyrir mikinn þjóðarauð. Í allt velja 50 þúsund Íslendingar að búa utan Biðlistalandsins góða. Megin skýringin á fólksflótta ungs fólks til Norðurlanda og eldra fólks til Spánar er hversu dýrt er að búa á Íslandi, hversu erfitt er að komast í öruggt húsnæði og langvarandi veiking velferðarkerfanna eftir áratuga frjálshyggjupólitík við völd á Íslandi. Vonandi berum við gæfu til að breyta því og verða til fyrirmyndar. Höfundur er hönnuður.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar