Þrettán af sextán fengu matareitrun: „Leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júlí 2024 08:00 Ólafur Jónas hefur aldrei lent í öðru eins á sínum þjálfaraferli. vísir/sigurjón Íslenska undir 20 ára landslið kvenna í körfubolta er komið heim eftir góða ferð til Búlgaríu þar sem liðið náði sínum besta árangri í sögunni. Matareitrun setti aftur á móti svip sinn á ferðina. Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti