Þrettán af sextán fengu matareitrun: „Leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. júlí 2024 08:00 Ólafur Jónas hefur aldrei lent í öðru eins á sínum þjálfaraferli. vísir/sigurjón Íslenska undir 20 ára landslið kvenna í körfubolta er komið heim eftir góða ferð til Búlgaríu þar sem liðið náði sínum besta árangri í sögunni. Matareitrun setti aftur á móti svip sinn á ferðina. Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira
Íslenska liðið komst í undanúrslit í b-deild Evrópukeppninnar en lenti því miður í því að leikmenn veiktust á lokakaflanum. Matareitrun kom upp á svæðinu en liðin lentu mismunandi illa í henni og leikmenn íslenska liðsins sluppu ekki. Liðið lék um þriðja sætið í keppninni en tapaði leiknum gegn Tékkum og höfnuðu þær því í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi. „Þetta eru alveg einstakar stelpur í þessu liði og teymið var hrikalega flott. Það er ekki annað hægt en að vera stoltur og ánægður með árangurinn en maður hefði viljað spila við Belgana og Tékkana með fullfrískt lið,“ segir Ólafur Jónas Sigurðsson þjálfari liðsins í Sportpakkanum í gærkvöldi. Íslenski hópurinn var 16 manna í heildina. 13 einstaklingar fengu matareitrun í ferðinni og hafði það mikil áhrif á liðið. „Þær veikjast mismikið að sjálfsögðu en þetta náði í rassgatið á nánast öllum. Þetta var frekar óhugnanlegt þegar maður fór að sjá leikmenn líða út af á eldhúsgólfinu og bara frekar óþægileg sjón að upplifa,“ segir Ólafur og heldur áfram. Náfölar og sveittar „Þetta gerist bara allt í einu. Ég er í göngutúr með Sædísi sjúkraþjálfara og við skruppum út í búð og þegar við komum til baka sjáum við leikmenn úr öðrum liðum alveg náfölar, kófsveittar og það var þjálfari sem við sáum halda á einum leikmanni og hlaupa með hana út í einhvern fólksbíl. Við vorum ekki alveg að átta okkur á því hvað væri í gangi þarna en það voru samt tveir leikmenn hjá okkur orðnir veikir þarna. Það var í raun bara panik ástand þarna. Manni leið eins og maður væri kominn aftur í Covid-stemninguna.“ Hann segir að kjölfarið hafi ástandið orðið eins og domino og hver á fætur öðrum hafi veikst. Einn leikmaður íslenska liðsins var lögð inn á sjúkrahús í kjölfarið. „Hún þurfti að fá næringu í æð sem er ótrúlega óþægilegt. Þetta er átján ára stelpa sem var send á sjúkrahús. Sem betur fer máttu Sædís fara með henni en svo var Sædís bara rekin heim og mátti ekki vera þarna lengur. Hún þurfti að vera ein á spítala þarna í Búlgaríu sem er ekkert rosalega traustvekjandi. Ekkert þráðlaust net og enginn talaði ensku. En sem betur fer voru fleiri leikmenn þarna og þær gátu talað saman sín á milli.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Ólaf.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjá meira