Hræsni Diljár María Lilja Ingveldar-Þrastardóttir Kemp skrifar 18. júlí 2024 12:04 Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Vísir gerði útdrátt úr og birti í morgun viðrar þingkonan Diljá Mist sem jafnframt er formaður utanríkismála Alþingins mjög skaðlegar hugmyndir og talar af vanþekkingu um málefni innflytjenda, menningu og heimilisofbeldi. Þar kyndir Diljá viljandi undir fordóma gagnvart múslimum í samfélaginu og fullyrðir að innflytjendum fylgi aukið heimilisofbeldi. Það er beinlínis ósatt því skv. skýrslu Ríkislögreglustjóra um fjölda tilkynninga til lögreglu vegna heimilisofbeldis og ágreinings milli skyldra/tengdra aðila fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins fækkar tilkynntum brotum um rúm 9 prósent. Þá er jafnframt tekið fram að í alvarlegri heimilisofbeldismálum þar sem lífi og heilsu árásarþola í nánum samböndum var ógnað fækkar talsvert eða í fimmtán talsins á tímabilinu en það eru helmingi færri en meðaltal sama tímabils síðustu þriggja ára á undan. Hvað er heiðursofbeldi? Í stuttu máli er um að ræða kynbundið heimilisofbeldi þar sem gerandi, oftast karl, beitir, oftast konu, kerfisbundnu ofbeldi með hótunum, ógn, stjórnun og líkamsmeiðingum sem réttlætt er í nafni fjölskylduheiðurs. Það er ekkert leyndarmál að á Íslandi eins og annarsstaðar er heimilisofbeldi stórt og ljótt vandamál. Gerendur þessara ofbeldismála eru að stærstum hluta karlar og þolendur þess konur þ.e. heimilisofbeldi er kynbundinn vandi og þó að íslenskir ofbeldiskarlar réttlæti hegðun sína með öðrum afsökunum en “heiðri fjölskyldunnar” breytir það ekki þeirri staðreynd að heimilisofbeldi er ekkert nýtt af nálinni og hefur fylgt okkur sem þjóð í árhundruð. Þetta er ekki innflutt vandamál. Um 70 prósent þolenda sem leituðu til Kvennaathvarfsins í fyrra voru af íslenskum uppruna. Erlendar konur sem þangað sóttu gerðu það oftar vegna ofbeldis af hendi íslenskra karla. Þessi hópur kvenna er sérstaklega viðkvæmur skv. framkvæmdastýru kvennaathvarfsins sem bendir á að konur sem eiga ekkert félagslegt net og þekkja ekki vel úrræðin séu lengur að komast úr erfiðum aðstæðum vegna hótana maka um að hafa áhrif á dvalarleyfi þeirra. Hér er því um að ræða áþreifanlegan vanda, íslenska karlmenn sem markvisst misnota neyð erlendra kvenna sem koma hingað í leit að betra lífi. Eins og Diljá kemur inná í viðtalinu stöndum við á margan hátt vel m.t.t. jafnréttismála og fyrir það getum við þakkað þrotlausri og áralangri baráttu femínistahreyfingarinnar sem er síbreytilegt, lifandi og róttækt afl ólíks fólks í virku samtali þvert á menningu og trúarbrögð. Hefur Diljá Mist í leit sinni af “samtali” talað við arabíska femínista hér á landi um málaflokkinn? Hefur hún sóst eftir samtali við svartar og brúnar flóttakonur? Gefið sér tíma í að kynnast flóttafólki almennt? Múslimum? Ekki talaði hún við eða hlustaði á nígerísku konurnar, þolendur mansals, áður en hún stóð með því að reka þær héðan miskunarlaust úr landi og aftur í hendur kvalara sinna. Þýðir “að taka samtalið” kannski ekki að taka raunveruleg samtöl við (brúnt)fólk um skoðanir þess, menningu og stöðu? Rúmar “samtalið” bara orð Diljár og flokksfélaga hennar, ekki rök, ekki staðreyndir? Er henni kannski ekki svo umhugað um þolendur ofbeldis eftir allt saman? Höfundur er fjölmiðlakona.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun