Heimir segir að Kelleher þurfi að yfirgefa Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2024 10:02 Heimir Hallgrímsson segir að Caoimhín Kelleher, landsliðsmarkvörður Írlands, verði að komast í lið þar sem hann er aðalmarkvörður og fái örugglega að spila. Semsett/Getty Caoimhín Kelleher er varamarkvörður Liverpool en aðalmarkvörður írska landsliðsins. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hefur smá áhyggjur af því að hann spili ekki nóg með félagsliði sínu. Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__) Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Kelleher er náttúrulega í samkeppni við einn besta markvörð heims sem er Brasilíumaðurinn Alisson Becker. Alisson var hins vegar mikið meiddur á síðasta tímabili og því stóð Kelleher oft á milli stanganna hjá aðalliði Liverpool, hvort sem það var í ensku úrvalsdeildinni eða í Evrópukeppninni. New Ireland manager Heimir Hallgrímsson on Caoimhin Kelleher:“Of course he needs a move out, especially when he showed everyone that he can play at the highest level.”“It would be a shame if he’s not playing regularly after he has already shown everyone how good he is,… pic.twitter.com/NOn6HkQ8iB— DaveOCKOP (@DaveOCKOP) July 17, 2024 Heimir er nýtekinn við sem landsliðsþjálfari Írlands og hann var spurður út í stöðuna hjá landsliðsmarkverðinum. Heimir vill að hann yfirgefi Liverpool. „Auðvitað þarf að hann að komast í burtu ekki síst vegna þess að hann er búinn að sýna öllum hvað hann getur á hæsta stiginu,“ sagði Heimir Hallgrímsson í samtali við Mirror. Kelleher er 25 ára gamall og hefur verið hjá Liverpool síðan hann var sautján ára gamall. Hann var fyrst hjá yngri liðum félagsins en spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu tímabilið 2019-20. Allan sinn tíma hjá Liverpool hefur Kelleher verið varamarkvörður Alisson. Hann spilaði bara 21 leik í öllum keppnum fyrstu fjögur tímabil sín í aðalliði Liverpool en í fyrravetur voru leikirnir hins vegar 26 talsins vegna meiðsla Alisson. „Það yrði synd ef hann væri ekki að spila reglulega af því að hann er búinn að sýna okkur hversu góður hann er,“ sagði Heimir. Kelleher lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Írland árið 2021 og er kominn með fjórtán landsleiki. Hann hefur leikið fjóra af fimm leikjum Íra á árinu 2024. View this post on Instagram A post shared by Anything Liverpool (@anythinglfc__)
Enski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira