Af glyðrugangi eftirlitsstofnana Ester Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 15:01 Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Matvælastofnun (MAST) hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það hinsvegar svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. Niðurstöður áhættumata svæðanna við Eyjahlíð og Óshlíð væru á þann veg að ekki væri ásættanlegt, með tilliti til siglingaöryggis, að leyfa fiskeldi á svæðunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður skakar starfsfólk MAST sér í skrifstofustólunum svo skrjáfar í seðlunum sem norskir auðkýfingar hafa stungið í vasa þeirra, um leið og þau skrifa upp á rekstrarleyfið þvert á mat Samgöngustofu og þrátt fyrir mótmæli Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar. Mér er fyrirmunað að skilja hvernig stofnun sem á að gæta almannaöryggis getur réttlætt þessa leyfisveitingu. Hvernig hún virðist bugta sig og beygja fyrir erlenda gróðrarhyggjumenn á kostnað þeirra hagsmuna sem hún á einmitt að passa upp á. Landníðingar sölsa undir sig náttúru Íslands og það með aðstoð ríkisvalds og eftirlitsstofnana á borð við MAST og Samtaka Fyrirtækja í Sjávarútvegi (SFS) sem virðast orðin sérlegur skósveinn sjókvíaeldisfyrirtækja hér á landi. Það er verið að selja landið okkar. Táldraga útlenska kapítalista sem finnst ekkert tiltökumál að nauðga landinu okkar, menga hér allt sem lífsandann dregur og eyðileggja lífsafkomu fólks um leið. Á meðan skreyta ráðamenn sig með stolnum fjöðrum til þess að maka eigin krók. Mæta í firðina spígsporandi á gljáfægðum lakkskóm með sauðagæru atvinnusköpunar á öxlum sér, sífrandi um uppbyggingu. Þessi gamalkunni fagurgali um nauðsyn þess að fá atvinnustarfsemi í hérað, og fremja svo náttúrumorð í nafni uppbyggingar. Hlaupa svo í hringi með furðulegasta frumvarp allra tíma þar sem yfirlýst markmið var að vernda villta laxinn í einhverjum brengluðum grænþvotti á djöflasýru. Sérhagsmunir forhertra auðvaldsmanna móta þar með örlög íslenskrar náttúru og afkomu fólksins í landinu. Fólk sem býr á þessu svæði hefur lífsviðurværi sitt af því að náttúra Ísafjarðardjúps haldist óspjölluð og að siglingarleiðir þar um haldist öruggar. En því miður virðist þetta vera enn eitt dæmið um hvernig stjórnvöld, eftirlitsstofnanir á borð við MAST, og erlent auðvald vaða áfram í gróðalosta án þess að taka tillit til náttúrunnar eða fólksins sem í landinu býr. 70% þjóðarinnar er á móti sjókvíeldi í íslenskum fjörðum, en bændum, langeigendum og íslensku þjóðinni allri er bandað frá eins og okkur komi málið ekki við. Heimafólk er ekki virt viðlits. Við erum eins og hver önnur rolla sem er rekin frá svo þeir geti níðst á landinu okkar óáreittir. Girðingar settar niður, til að reyna að koma í veg fyrir að við getum haft áhrif á gang mála. Bersýnilegt dæmi um þetta er þegar Gunnari Erni Haukssyni, landeigenda á Sandeyri við Snæfjallaströnd, var gert að greiða tryggingu vegna lögbannskröfu á sjókví úti fyrir landi hans. Í yfirgangi og ruddaskap hafði sjókvíaeldið Artic Sea Farm sett niður kví án þess að það lægi fyrir hvort hún væri innan landamarka jarðar hans á Sandeyri. Hér minnir margt á Laxárdeiluna í S-Þingeyjarsýslu forðum daga. Í báðum tilfellum er um að ræða aðför að náttúrunni og yfirgang auðvalds og stjórnvalda gegn íbúum landsins. Á sínum tíma var Verndarsamtökum Laxár tilkynnt að til þess að lögbann þeirra á virkjanaframkvæmdir gæti tekið gildi þyrftu bændur að reiða af höndum svimandi háa upphæð vegna mögulegs tjóns af töfum við virkjunarframkvæmdir áður en lögbann við téðum framkvæmdum gæti tekið gildi. Líkt og fógetadómur forðum, fór Sýslumannsembættið farið fram á að Gunnar Örn reiddi fram tryggingu sem nam hundrað milljónum króna til þess að lögbannið sem hann fór fram á mætti taka gildi. Nú líkt og þá er spurningin sú sama. Hvers vegna eiga landeigendur að þurfa að reiða fram stjarnfræðilegar upphæðir til þess að stöðva framgang landníðs og verja landið sitt fyrir gráðugum skemmdarvörgum? Hefur ekkert breyst á rúmum fimmtíu árum? Það er nauðsynlegt að stugga við stjórnvöldum, þegar svo ber við, svo að lýðræðið fái að virka eins og það á að gera. Lýðræðið má ekki breytast hægt og rólega yfir í alræði. Við getum ekki látið það viðgangast að leyfi séu gefin út í andstöðu við lög. Því er það hlutverk okkar allra að vera vakandi, þjarma að stjórnvöldum og hnippa í eftirlitsstofnanir til að sinna sínu hlutverki. Annars fljótum við öll sofandi að feigðarósi. Höfundur er náttúruunnandi, landeigandi og bændadóttir búsett í Þingeyjarsveit.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun