Matareitrun á EM: Fimm veikar í íslenska hópnum og ein fór á sjúkrahús Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 15:21 Íslensku stelpurnar hafa náð sögulegum árangri á mótinu en því miður hafa margar þeirra veikst á lokakaflanum. FIBA.basketball Búið er að aflýsa einum leik í b-deild Evrópukeppni tuttugu ára landsliða kvenna í körfubolta í Búlgaríu en margir leikmenn og starfsmenn liðanna á mótinu hafa veikst á síðustu dögum. Íslenski hópurinn slapp því miður ekki. FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst. Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
FIBA Europe sendi frá sér fréttatilkynningu um málið í dag þar sem að kemur fram að líklegast sé um matareitrun á ræða þó að það sé ekki endanlega staðfest. Leiknum milli Búlgaríu og Slóvakíu um níunda til fimmtánda sætið var aflýst þar sem slóvakíska liðið hefur farið mjög illa út úr veikindunum. Besti árangur Íslands Íslenska liðið hefur á mótinu náð sínum besta árangri frá upphafi og spilar í kvöld undanúrslitaleik við Belgíu. Með sigri kemst liðið í úrslitaleikinn og tryggir sér sæti í A-deildinni. Allir í kringum liðið og íslenskan körfubolta eru í skýjunum með árangur stelpnanna en þessi veikindi eru því miður að spilla gleðinni. Undanúrslitaleikurinn á móti Belgíu fer fram þrátt fyrir að leikmenn í íslenska liðinu séu í hópi þeirra sem hafa veikst. Allar líkur að þetta sé matareitrun „Það er búið að vera mikið um veikindi hjá mörgum liðum og það eru allar líkur á því að þetta sé matareitrun. Leikirnir fara samt fram í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Hannes er búinn að vera í stöðugu sambandi við íslenska hópinn. „Við erum búin að vera í miklum samskiptum undanfarin sólarhring. Það eru nokkrir leikmenn hjá okkur veikir. Ein fór á spítala í gær. Það eru fjórir leikmenn veikir og einn úr fararstjórateyminu,“ sagði Hannes. „Okkar fólk úti er að tala við hin liðin og læknar tala um matareitrun. Það eru mjög margir búnir að vera veikir,“ sagði Hannes. Erfitt fyrir íslenska hópinn „Þetta er hundleiðinlegt og erfitt fyrir hópinn. Sérstaklega í ljósi þess að við erum að ná besta árangri okkar í sögunni að fá þá þennan skell. Þau úti eru að reyna að vinna eins vel út úr þessu eins og hægt er. Maður verður að reyna að senda þeim góða strauma,“ sagði Hannes. Leikurinn á móti Belgíu í dag gæti reynst liðinu erfiður því samkvæmt upplýsingum að utan þá er Belgía eitt af fáum liðum á mótinu þar sem enginn leikmaður hefur veikst.
Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira