Hvað verður um Kára? Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 5. júlí 2024 14:01 Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Í Kópavogi býr sjö manna fjölskylda. Foreldrar, unglingur í menntaskóla, þrjú börn í Kópavogsskóla og svo er það Kári. Hann er krullhærður tveggja ára snáði sem elskar bæjarlistamanninn Herra Hnetusmjör. Og Spiderman. Hann hefur líka sérstakan áhuga á strætó og sjúkra- og slökkvibílum og hefur yndi af því að fara í gönguferðir með ömmu sinni og skoða blóm og fugla. Eins og gefur að skilja dugar ekkert minna en tvær fyrirvinnur til að greiða af húsnæðislánum sem eru ekki beint hagfelld ungu fólki og til að greiða fyrir síhækkandi matarkörfur, æfingagjöld í fótbolta, í skátunum og fimleikum. Til allrar óhamingju hefur Kári ekki enn fengið pláss á leikskóla í Kópavogi þó yfirstjórn bæjarins haldi því fram að öll börn 16 mánaða og eldri hafi nú þegar fengið pláss. Jafnvel þó innritunarfulltrúi bæjarins hafi gefið loforð um dagvistun í mars þá hafa endurtekin símtöl ekki skilað neinu nema bulli. Slegið er í og úr. Eitt í dag og annað á morgun. Ég er farin að halda að gæðastjórnunarkerfi bæjarins sé óvirkt. Síðasta samtal við fulltrúann endaði á þeim orðum að foreldrarnir gætu haft samband eftir sumarfrí í ágúst til að athuga hvort fundist hefur pláss fyrir barnið en það standi svo til að opna nýjan leikskóla í allt öðru hverfi í Kópavogi upphafi árs 2025. Við sem þekkjum regluna um tafir í opinberum framkvæmdum vitum hver raunveruleikinn verður. Ekki verður annað ráðið af þessum svörum að það þyki viðunandi lausn í Kópavogi að börn séu að verða þriggja ára eða komin á fjórða ár þegar þau loks fá pláss í leikskóla. Kópavogsbær kom á nýrri stefnu í leikskólamálum á síðasta ári. Fulltrúar meirihlutans hafa stært sig af henni æ síðan og stráð hana glimmeri og hnýtt hana rauðum borðum. Það hefur reyndar gleymst að gera grein fyrir neikvæðu hliðunum s.s. kostnaðarauka þeirra sem eru ekki í aðstöðu til að stytta vinnudagana sína í rúma 5 tíma en það er önnur saga. Nú er beinlínis logið til um árangurinn í Kópavogi. Rúmlega tveggja ára Kári, systkin hans fjögur og foreldrar hafa, þrátt fyrir loforð og yfirlýsingar, ekkert fast í hendi um að hann fái inni í leikskóla næsta vetur sem er forsenda þess að framfæra þessa fjölskyldu. Það er hin raunverulega birtingarmynd af leikskólamálum í Kópavogi. Höfundur er Kópvogsbúi og amma hans Kára.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun