Að óttast blokkir Ásta Logadóttir skrifar 5. júlí 2024 08:02 Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggðamál Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn kom grein á vísi um ummæli borgarstjóra Reykjavíkur með titlinum Grafarvogsbúar þurfa ekki að óttast blokkir. Ég verð að viðurkenna að ég skil bara fullkomlega hræðsluna við blokkir. Mér finnst það óeðlilegt að hræðast ekki blokkir eins og uppbyggingin á höfuðborgarsvæðinu hefur verið undanfarið og skipulagið segir til um framtíðar uppbyggingu. Ég viðurkenni það fúslega, ég óttast blokkir! Ástæðan fyrir blokkaróttanum mínum byggist á stöðu þéttingar byggðar sem tapaði áttavitanum einhverstaðar á lífsleiðinni og það virðist sem háar og djúpar byggingar sem standa þétt séu eina markmiðið. Blokkaróttinn stafar af því að ég veit að það eru til aðferðir sem notaðar eru í nágrannalöndum okkar sem stuðla að lífsgæðum íbúa í þeim blokkum sem þar eru byggðar. Hérlendis höfum við skoðað hvað hinir eru að gera en ekki innleitt í nein ferli við þéttingu byggðar. Blokkaróttinn stafar einnig af því að hér eru auglýstar bjartar blokkir sem eru umhverfisvottaðar og ég veit ekki hvað, en raunin er sú að við þá vottun er langt frá því öruggt að nokkur dagsbirta komist inn um glugga þessa umhverfisvottuðu hverfa eða bygginga. Það er allt í lagi að óttast svo lengi sem maður viðurkennir óttann sinn og láti hann ekki stjórna manni. Hvað þá heilu samfélagi. Mig grunar nefnilega að það séu fleiri en ég og Grafarvogsbúar sem hræðumst þessar ógurlegu blokkir. Mig grunar að embættismenn séu hræddir við að setja á breytingar sem tryggja að tekið sé tillit til íbúanna í þéttingarstefnu. Því það þýðir að það þarf að breyta frá núverandi stefnu og mögulega takmarka eitthvað hæðir, dýpt og þéttleika bygginga. Mig grunar að þeir sem maka krókinn á núverandi þéttingarreitum séu hræddir við að lækka tekjur sínar af hverjum reit. Mig grunar að við sem samfélag látum óttann við breytingar stjórna okkur og hér sitjum við í klóm óttans og ekkert breytist til hins betra. Í dag er ekkert að gerast. Enginn að hanna með innivist þessara blokka að leiðarljósi. Mikið væri innilega gaman ef við fengum að horfast í augu við þennan ótta, leyfa honum að vera þarna til tryggja að við skoðum örugglega hvort við séum að fara vel með þéttingu byggðar en leyfum óttanum ekki að stjórna okkur með því að vera andvíg þéttingu byggðar. Mig langar að við horfum á þennan ótta og ráðumst á hann. Ráðumst á hann saman. Í þessum bardaga væri bannað að fara í vörn út af ótta. Við myndum leggja öll spilin á borðið og finna saman út úr þessu með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Þessi grein er ákall til íbúa höfuðborgarsvæðisins og ráðafólks: Okkur langar að hvetja íbúa til að fylgja eftir fordæmi Grafarvogsbúa og vera opin með blokkaróttann sinn til að ná til fjölmiðla og stjórnvalda. Það skiptir máli að láta í sér heyra! Einnig viljum fá viðmiðunarreglur eins og nágrannalöndin okkar til þess að við getum vandað okkur við þéttingu byggðar svo við þurfum ekki að vera hrædd við blokkir! Höfundur er PhD verkfræðingur hjá Lotu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar