„Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. júlí 2024 11:00 Hilmar Smári er leikstjórnandi og landsliðsmaður sem lék í Þýskalandi á síðasta tímabili. vísir / einar Hilmar Smári Henningsson mun leika með Stjörnunni í Subway-deild karla á næsta tímabili. Hann er spenntur fyrir vetrinum og telur að Stjarnan geti unnið alla titla sem í boði eru. Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali. Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Stjarnan tilkynnti um vistaskipti Hilmars til félagsins í gærkvöldi en hann spilaði í Þýskalandi í vetur með Eisbaren Bremerhaven. Hilmar Smári þekkir vel til hjá Stjörnunni en hann spilaði með liðinu tímabilið 2021-22. Hilmar lék síðast með uppeldisfélagið Haukum hér á landi á þar síðasta tímabili. Það tímabil var hann einn besti leikmaður deildarinnar. „Ég lenti í meiðslum síðasta tímabil sem ýttu undir að það væri sniðugt fyrir mig að koma heim, allavega í eitt tímabil. Baldur setti fyrir mér skemmtilegt verkefni, með frábæran hóp í kringum mig og lið sem mun gera mig betri, verkefni sem ég var til í að taka þátt í og er gríðarlega spenntur.“ Fór í aðgerð í mars Hlynur meiddist á hægri hönd fyrr í vetur, skothönd sem býr yfir mikilli mýkt en gengst nú undir stífa endurhæfingu. „Ég fór í hana [aðgerðina] í mars, það var verið að laga alls konar hluti. Liðbandið, sinina og allt svona, er búinn að vera í stífri endurhæfingu og sjúkraþjálfun hjá landsliðssjúkraþjálfaranum Valdimari [Halldórssyni].“ Annar landsliðsmaðurinn sem snýr sér til Stjörnunnar Ljóst er að Hilmar styrkir liðið mikið en félagið samdi einnig á dögunum við Orra Gunnarsson sem snýr aftur heim frá Austurríki þar sem hann lék á síðasta tímabili. Baldur Þór Ragnarsson tekur við liðinu af Arnari Guðjónssyni og mun hann stýra liðinu í Subway-deildinni. „Ég kæmi ekki inn í þetta lið nema með það hugarfar að vinna báða titlana. Ég veit ekki hvaða leikmaður myndi setja sér markmið um að lenda í fjórða sæti, ég set markið á 1. sæti, taka bikarinn og Íslandsmeistaratitilinn.“ Uppeldisfélagið vildi fá hann Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi uppeldisfélag hans, Haukar, að fá leikmanninn í sínar raðir og buðu væna summu. „Ég ákvað bara mjög snemma í ferlinu að taka ákvörðun gagnvart því hvaða leikmenn væru í kringum mig. Hvaða leikmönnum ég væri að mæta með á æfingar á hverjum degi, horfa fram á það að þetta væri rétt skref fyrir ferilinn, mæta á æfingar með leikmönnum sem gera mig betri á hverjum einasta degi. Í rauninni bara taldi ég Stjörnuna hafa besta hópinn fyrir það og Baldur er að leggja upp verkefni og tímabil sem ég vildi ólmur taka þátt í.“ Hilmar spilaði áður með Stjörnunni en fór frá félaginu 2022.En er uppalinn hjá Haukum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Stefán Árni Pálsson tók Hilmar tali.
Subway-deild karla Stjarnan Þýski körfuboltinn Tengdar fréttir Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45 Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41 Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Sjá meira
Hilmar Smári semur við Stjörnuna Stjörnuliðið er til alls líklegt í Subway deild karla í körfubolta á næsta tímabil en Stjarnan sagði frá frábærum liðstyrk í kvöld. 1. júlí 2024 20:45
Landsliðsmaður snýr heim úr atvinnumennsku og semur við Stjörnuna Orri Gunnarsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Stjörnunnar. 14. júní 2024 19:41
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47