Algeng þvæla um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar 3. júlí 2024 08:30 Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Í nafni frelsis og valdeflingar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Öfga-hægri maðurinn Hjörtur J. Guðmundsson „blaðamaður“ á Morgunblaðinu heldur áfram að skrifa áróðursgreinar á Vísir.is undir þeim hatti að þetta séu skoðanir sem hann hefur. Hinsvegar er hann bara að endurtaka lygar sem er margoft búið að afsanna. Eitt af því sem hann heldur fram er að Evrópuþingmenn séu valdalausir, sérstaklega þegar þeir koma frá litum aðildarríkjum. Evrópuþingmenn Möltu geta örugglega frætt Hjört um það hversu mikil völd þeir hafa sem Evrópuþingmenn. Þar sem Evrópuþingið starfar á grundvelli Evrópuþingflokka, ekki aðildarríkja og hefur gert frá stofnun. Þetta er staðreynd sem Hjörtur veit fullvel en lætur eins og hún sé ekki til, þar sem þessi staðreynd hentar ekki málflutning hans og annara andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi. Annað er fiskveiðimál, sem er nýjasti gamli áróðurinn sem Hjörtur skrifar um. Staðreyndin er hinsvegar sú að Íslendingar semja nú þegar um fiskveiðar við Evrópusambandið sem ríki utan Evrópusambandsins (eftir þörfum og hæfni sjávarútvegsráðherra á Íslandi á hverjum tíma). Það eina sem mundi breytast við inngöngu í Evrópusambandið er að Ísland mundi þá semja um fiskveiðar sem aðildarríki Evrópusambandsins. Þetta veit Hjörtur einnig fullvel. Ef Ísland hefði samið um fiskveiðar við Evrópusambandið. Þá væri slíka samninga að finna hérna. Íslensk stjórnvöld hafa hinsvegar ekki samið um fiskveiðar við Evrópusambandið síðan árið 2008. Þarna er hinsvegar hægt að lesa eldri samning frá árinu 1993. Þarna má reyndar einnig sjá samning Íslands við Evrópusambandið um veiðar á makríl fyrir árið 2024. Auk annara samninga um fiskveiðar á stofnum sem flakka um lögsögur ríkja á Atlantshafinu. Það er staðreynd að málflutningur andstæðinga Evrópusambandinu er byggð á einhverri óskhyggju sem stenst og hefur aldrei staðist raunveruleikann. Þetta sést mjög vel á því hvað gerist og er ennþá að gerast í Bretlandi sem er eina ríki' og verður eina ríkið sem mun nokkurn tímann ganga úr Evrópusambandinu. Efnahagslega þá hefur Bretland dregist aftur úr. Síðan hafa ríkisborgarar Bretlands tapað réttinum til að búa og starfa hvar sem er innan Evrópusambandsins, réttur sem þeir höfuð fram til 31. janúar 2020 klukkan 23:00. Skoðun almennings hefur einnig breyst og er núna kominn stöðugur og fastur meirihluti fyrir því að Bretland gangi aftur inn í Evrópusambandið á næstu árum. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki slíkt á dagskránni og líklegir stjórnarflokkar eftir næstu kosningar hafa slíkt ekki á dagskránni en það gæti breytst ef þrýstingur frá almenningi í Bretlandi verður nægur, sem er alveg möguleiki á því að það gerist. Það er hinsvegar ljóst að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið hörmung fyrir almenning í Bretlandi og verður aldrei neitt annað. Þetta endalausa flóð af áróðursgreinum er ekkert nema tilraun til þess að koma Íslandi úr EES samningum og mögulega EFTA samningum. Þannig á að færa Ísland efnahagslega aftur til ársins 1963, þegar Íslandi var hvorki aðili að EFTA eða EEC en Framsóknarflokkurinn stöðvaði aðildarumsókn Íslands að EEC á þeim tíma og þótti enginn sómi af. Eins og má lesa um hérna. Það hefur verið slæmur hugsunarháttur á Íslandi að vera á móti framförum. Þessi ósiður hefur núna verið að dreifa sér til yngri kynslóða og er enginn sómi af þessu. Íslenskir stjórnmálamenn verða að átta sig á þeirri staðreynd að Ísland, sem ríki getur aðeins tryggt stöðu sína með alþjóðlegu samningum og aðild að Evrópusambandinu. Höfundur er rithöfundur.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun