Varnir gegn gagnagíslatökum Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar 2. júlí 2024 09:01 Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Tækni Netglæpir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár. Nokkuð hefur verið um alvarlegar gagnagíslatökuárásir hér á landi undanfarið. Má þar t.a.m. nefna árás á Brimborg síðastliðið haust, árás á Háskólann í Reykjavík í byrjun árs og nú síðast á Árvak. Árásir af þessu tagi fela það í sér að árásaraðilar smita kerfi með hugbúnaði sem ýmist læsir, dulkóðar, eyðir eða stelur gögnunum og krefjast svo í mörgum tilfellum lausnargjalds fyrir afhendingu gagnanna. Slíkar árásir geta haft veruleg áhrif á fyrirtæki, bæði fjárhagsleg áhrif og geta falið einnig í sér ákveðna orðsporsáhættu. Allir geta orðið fyrir árás af þessu tagi en það er afar mikilvægt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana til að lágmarka þær og áhrif þeirra. Með virku stjórnkerfi netöryggismála og góðum öryggisráðstöfunum er hægt að vernda bæði gögn og þjónustu og lágmarka möguleika árásaraðila við ná markmiðum sínum. Dæmi um mikilvægar öryggisráðstafanir sem fyrirtæki geta viðhaft eru: Aukin vitund og þjálfun: Starfsfólk þarf að vera vel upplýst um áhættur tengdar netöryggi og hvernig hægt er að koma í veg fyrir þær, til dæmis með því að forðast að smella á grunsamlega tengla eða opna óvænt viðhengi í tölvupósti. Aðgangsstýring: Með því að takmarka aðgang að viðkvæmum gögnum og kerfum, og tryggja að aðeins tilteknir notendur hafi viðeigandi aðgang, er hægt að minnka líkur á því að árásaraðilar komist inn í kerfin. Þetta getur falið í sér notkun á aðgangsstýringarlista (ACL) og notkun margþátta auðkenningar (MFA) til að auka öryggi. Aðgreining kerfa: Aðgreining neta og kerfa er mikilvæg til að koma í veg fyrir að árás sem nær inn í eitt kerfi dreifi sér yfir í önnur. Með því að skipta netum upp í smærri hluta og stjórna flæði gagna milli þeirra er hægt að draga úr útbreiðslu skaðlegra áhrifa innan kerfisins. Herðing kerfa: Með því að fara yfir stillingar kerfa (e. system hardening) og fjarlægja óþarfa virkni minnkar árásaryfirborð þeirra og mögulegar innbrotsleiðir árásaraðila fækkar. Öryggisuppfærslur og „plástrun“: Það er mikilvægt að allar hugbúnaðaruppfærslur og plástrar (e. patching) séu settar upp tímanlega til að loka fyrir öryggisgöt og veikleika. Einnig þarf að huga tímanlega að uppfærslum kerfa, niðurlagningu þeirra eða útskiptum áður en að stuðningi framleiðanda lýkur. Aukið eftirlit og greining: Með því að nýta greiningartæki og fylgjast með óeðlilegri hegðun í kerfum er hægt að uppgötva og bregðast fljótt við árásum. Afritun gagna: Regluleg afritun gagna tryggir að fyrirtæki geti endurheimt gögn sín án þess að þurfa að greiða lausnargjald ef það verður fyrir gagnagíslatökuárás. Mikilvægt er að afrit séu geymd aðgreint frá gögnum fyrirtækisins. En öflugum árangri gegn netógnum sem þessum verður ekki eingöngu náð með framangreindum öryggisráðstöfunum. Það er mikilvægt að fyrirtæki hér á landi komi á virku stjórnkerfi netöryggismála og umgjörð áhættustýringar í sínum rekstri. Öryggisráðstafanirnar aðila þurfa að vera yfirgripsmiklar og samhæfðar. Þær þurfa að fela í sér bæði tæknilegar lausnir, svo sem eldveggi, innbrotsvarnarkerfi og önnur netgreiningartæki, og einnig stjórnunarráðstafanir, svo sem reglulegar uppfærslur hugbúnaðar og skýrar verklagsreglur fyrir notkun á kerfum, vöktun þeirra fyrir tilkynngum veikleikum, endurreisn þeirra o.fl. Einnig er mikilvægt að uppfæra áhættumat og stefnumótun um netöryggi, sem tekur mið af nýjum ógnum, áhættum og þróun á sviði netglæpa. Samkvæmt Netöryggisstofnun Evrópu (European Union Agency for Cybersecurity (ENISA)), getur meðaltími árásaraðila inn á kerfum aðila áður en þeir greinast (e. dwell time) verið langur, jafnvel margir mánuðir. Þetta gerir árásarmönnum kleift að valda meiri skaða og undirbúa umfangsmeiri árásir áður en þeir eru uppgötvaðir eða stöðvaðir. Þá hefur ENISA einnig bent á að netárásir sem þessar eru að varða flóknari og útbreiddari, og að margar árásir sem þessar greinist í raun ekki eða að slík uppgötvum taki mjög langan tíma. Til að draga úr þessum tíma er mikilvægt að innleiða kerfi sem geta greint óeðlilega hegðun svo hægt sé að grípa til aðgerða strax. Þjálfun starfsfólks er einnig nauðsynleg til að tryggja að allir séu meðvitaðir um hættumerkin og viti hvernig á að bregðast við. Með því að innleiða virkt stjórnkerfi netöryggis og viðhalda sterkum öryggisráðstöfunum er hægt að draga úr hættu á netárásum og takmarka þann skaða sem þær geta valdið. Þessi skref eru ekki aðeins mikilvæg til að vernda gögn og kerfi aðila heldur einnig lykilþáttur í að tryggja traust almennings á stafrænni þróun og stafrænt öryggi innviða hér á landi. Höfundur er sviðsstjóri stafræns öryggis hjá Fjarskiptastofu.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar