Víða búið að brúa umönnunarbilið Unnur Valborg Hilmarsdóttir skrifar 25. júní 2024 10:31 Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húnaþing vestra Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa málefni barnafjölskyldna verið mikið í umræðunni og þá einkum fæðingarorlofsgreiðslur og leikskólapláss þegar fæðingarorlofi sleppir. Bent hefur verið á að ungt fólk bæði veigri sér við að flytja heim eftir nám erlendis vegna stöðunnar og eins við að eignast börn. Það hafi hreinlega ekki efni á því. Eins hefur verið bent á að skortur á leikskólaplássum bitni í lang flestum tilfellum á konum og með því sé vegið að jafnréttinu sem við teljum okkur standa framar í en þær þjóðir sem við berum okkur saman við. Hvoru tveggja er afar miður og hefur ríkið nú stigið skref í að úrbótum með því að hækka þak á fæðingarorlofsgreiðslur. Er full ástæða til að fagna því enda viljum við öll standa undir nafni sem fjölskylduvænt land sem hefur jafnrétti að leiðarljósi. Ónefndur þingmaður fór yfir samþykkt Alþingis á hækkun á þaki fæðingarorlofsgreiðslna á samfélagsmiðlum á dögunum og lauk máli sínu með því að segja að við skyldum nú “vona að sveitarfélögin fari að taka sig á og bjóða upp á leikskólapláss frá eins árs aldri”. Má með því skilja sem svo að Alþingi væri búið að gera sitt og nú væri komið að sveitarfélögunum að standa sig í stykkinu – vandinn lægi hjá þeim. Jafnréttisstofa sá sig jafnframt knúna til að senda sveitarfélögunum í landinu bréf til að minna þau á ábyrgð og hlutverk þeirra í að brúa umönnunarbilið. Þar kemur fram að: “Núverandi aðstæður barnafólks til þess að hafa jafna möguleika til að brúa bilið eru víðast hvar óviðundandi”. Aftur er vandamálinu varpað á sveitarfélögin. Einhver hafa nefnt að með því að varpa ábyrgðinni yfir á sveitarfélögin sé verið að hengja bakara fyrir smið. Í fyrsta lagi ráði sveitarfélögin ekki lengd fæðingarorlofs auk þess sem rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga (sem í sjálfu sér umræða út af fyrir sig sem vert er að taka af alvöru). Auðvitað skiptir hið lögbundna hlutverk ekki máli þegar rætt er um stöðu barnafólks því það sér hver sem það vill sjá að uppbygging samfélaga verður afar erfið ef ekki er hlúð að barnafólki. Ég leyfi mér að fullyrða að öll sveitarfélög vilji standa sig vel í þessum efnum. Það gengur hins vegar vissulega mis vel. Það að alhæfa hins vegar að sveitarfélög verði að taka sig á er hins vegar ekki maklegt þegar all nokkur fjöldi af sveitarfélögum er fyrir löngu búinn að brúa umönnunarbilið og er að standa sig nokkuð vel í þessum efnum. Þar á meðal Húnaþing vestra þar sem börn komast inn í leikskóla þegar fæðingarorlofi sleppir. Meira að segja eru til sveitarfélög sem taka yngri börn en 12 mánaða inn á leikskóla til að mæta þörfum einstæðra foreldra. Í umræðu sem þessari er brýnt að ræða málin af yfirvegun og sanngirni en ekki með alhæfingum og upphrópunum. Það er víða pottur brotinn en víða eru sveitarfélögin að standa sig vel í að búa barnafjölskyldum gott umhverfi enda felst í því fjárfesting til framtíðar á svo ótal marga vegu.
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun