„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“ Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 08:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga sambandsins hafa verið hálf broslega og skakka. Vísir/Samsett mynd Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“ Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“ HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Sjá meira
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54