Enn ein atlagan að auðlindum og náttúru landsins Andrés Skúlason, Gunnlaugur A. Júlíusson og Sveinn Runólfsson skrifa 21. júní 2024 14:02 Stefnumótun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu vindorku á Íslandi eins og hún birtist í þingsályktunartillögu þeirri sem liggur nú fyrir Alþingi, þingskjal nr. 1388. Ekki er að sjá annað en að markmið fyrrgreindrar stefnu sé að ryðja upp vindorkuverum sem hraðast og sem víðast á landinu. Boðskapur Orkumálaráðherra sem bylur í eyrum um „grænu orkuna“ óháð því hvort hún sé raunverulega græn hefur dunið á landsmönnum og þannig skal ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi án þess þó að sýnt sé fram á það í reynd með tölulegum staðreyndum. Það er bara nóg að ráðherrann segi það aftur og aftur og þreytist aldrei á því. Vindorkuver hafa hinsvegar alls ekki reynst sá bjargvættur sem veðjað var á meðal viðmiðunarþjóða. Sífellt eru að koma meiri og stærri veikleikar í ljós í heimi vindorkunnar sem hafa haft víðtæk áhrif meðal nágrannaþjóða á almenning, smærri og meðalstór fyrirtæki sem búa við gríðarlegar sveiflur á raforkuverði og víða ótryggri afhendingu. Eðlilegt er að spyrja í því sambandi eftirfarandi spurninga fyrir íslenskt samfélag: Á hvaða forsendum hafa íslensk stjórnvöld sett sér „metnaðarfyllstu markmið“ sem um getur í heiminum sem orkumálaráðherra hefur lýst yfir? Hver má fórnarkostnaður samfélagsins vera í þágu risavaxina erlendra orkufyrirtækja fyrir þjóð sem býr nú við mestu orkuauðlindir og orkuframleiðslu á hvert mannsbarn í heimi með jarðhita og vatnsafli, orkuauðlindum sem þjóðin á enn að langstærstu leyti? Hvaða áhrif mun það hafa framreiknað á afkomu almennings og innlendra fyrirtækja hér á landi ef áformuð markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi eigi að ná með því að veðja á erlend vindorkuver og afsala um leið orkuauðlindum okkar? Í fyrrgreindri þingsályktunartillögu er svo að finna ýmis ákvæði sem nauðsynlegt er að almenningur velti fyrir sér í þessu sambandi. Hvað eru röskuð svæði? Ekki er útskýrt nánar í þingsályktunartillögunni hvernig röskuð svæði eru skilgreind. Er það búsetusvæði eða er það tún sem nýtt eru í landbúnaði? Er það land sem vegur hefur verið lagður um eða það land þar sem grafnir hafa verið skurðir? Eru það ofbeittir afréttir? Í þingsályktunartillögunni kemur fram að ráðherra geti vísað til frekari ákvörðunartöku í nærsamfélagi hjá einstökum sveitarfélögum enda sé um að ræða svæði sem þegar séu röskuð. Þarna er opnað fyrir möguleika ráðherra að vísa tilteknum virkjanakostum til ákvarðanatöku til einstakra sveitarstjórna. Sveitarstjórnir vítt og breitt um landið með misjafna stjórnsýslulega og fjárhagslega burði eiga sem sagt að standa frammi fyrir gríðarlega fjársterkum erlendum fyrirtækjum og hugsa sinn gang. Auðvelt ætti þó að vera að ímynda sér hve ójafn sá leikur verður og nú nóg samt hvernig sótt er að máttlitlum sveitarfélögum. Hvernig er „grennd“ og „helstu náttúruperlur landsins“ skilgreindar? Fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver í „grennd við helstu náttúruperlur landsins“. Hvernig er grennd skilgreind? Hve langt má vindorkuver vera frá „náttúruperlum“ svo það sé ekki skilgreint sem „grennd“? Hvernig eru „helstu náttúruperlur landsins“ skilgreindar?Því miður þó ekki yrði af nema örlitlu broti af þeim áformum sem uppi eru þá verður útilokað að koma í veg fyrir stórkostlegan umhverfisskaða vegna gríðarlegrar ásýndarmengunar og jarðrasks sem af mun hljótast. Þrátt fyrir miklar framfarir í tækni sem sýna okkur möguleg áhrif vindorkuvera á heiðarlendur okkar virðist það lítt hreyfa við pólitíkinni og hvað þá þeim sem standa ætla fyrir framkvæmdunum. Hvað þýðir „mikið um fugla“? Fram kemur að gæta skuli sérstakrar varúðar á svæðum eða stöðum landsins „þar sem mikið er um villta fugla“ sem metnir eru í hættu á válistum og þar sem „mikið er um fuglategundir“ með hátt eða mjög hátt verndargildi. Það er vel þekkt að þar sem verið er að nota gildishlaðin orð eins og „margir“, „mikið“ og önnur áþekk orð þá er verið að dúka borð fyrir margháttuð vandræði við skilgreiningar. Hvernig eru þessi gildishlöðnu orð túlkuð þegar á hólminn er komið og hver á að túlka þau? Framleiðsla jöfnunarorku Þekkt er að vindorkuver framleiða ekki rafmagn þegar er logn eða þegar er mjög hvasst. Því þurfa þau bakhjarl með jöfnunarorku til að kaupandi orkunnar hafi trygga afhendingu. Til að hafa nægjanlegt framboð af stýranlegri orku til jöfnunar vindorkuvera þarf að byggja sérstök vatnsorkuver svo megi tryggja afhendingarörggi. Í Svíþjóð hefur reynslan leitt í ljós að slík jöfnunarvatnsorkuver „fríhjóla“ u.þ.b. 35% ársins. Það þýðir ósköp einfaldlega hærra raforkuverð fyrir neytendur. Það er verulegt umhugsunarefni sem fram kemur í þingsályktunartillögu þar sem beinlínis er skrifað að forsenda uppbyggingu vindorku á Íslandi sem er megintilgangur stjórnvalda að verði að þá verði að útvega þeim vindorkufyrirtækjum sem hasla sér hér völl jafnvægisorku. Það þarf í raun ekkert sérstaklega skarpan hníf í skúffuna til að sjá að með þessu eru stjórnvöld að skrifa mjög óræð skilaboð um hvað kunni að bíða. Með öðrum orðum þá kann svo að fara að Landsvirkjun kunni að verða beitt þvinguðum aðgerðum í ljósi ráðandi markaðsstöðu að afhenda jöfnunarorku til óskyldra erlendra vindorkufyrirtækja. Hér er um að ræða sannarlega hættulegan leik sem að stjórnvöld bera ábyrgð á ef ekki verður komið böndum á þessi mál og staða Landsvirkjunar tryggð sem orkufyrirtæki í sameigin þjóðar. Að sama skapi ber stjórnvöldum að setja upp aðrar girðingar m.a. fyrir almenning og smærri fyrirtæki svo við getum haldið að verulegu leyti orkusjálfstæði okkar gegn þeim vágestum sem nú berja á dyrnar að því er virðist með nokkuð vænlegum stuðningi stjórnvalda. Hvað með þá sem sitja uppi með verðlausar eignir vegna nálægðar við vindorkuver? Í þingsályktuninni kemur fram að „tryggt verði í lögum og reglum að almenningur geti leitað réttar síns vegna virðisrýrnunar eigna sinna innan áhrifasvæðis virkjunar“. Hér kemur fram að líkindi eru á því að einstakar eignir hrapi í verði eða eigendur sitji uppi með verðlausar eignir vegna nálægðar við vindorkuver, sem einhver annar hefur byggt. Það er lítil réttarbót að einstaklingar geti leitað réttar síns. Það er niðurstaðan sem skiptir máli. Aðstöðumunur einstaklings að hefja málaferli gagnvart fyrirtæki sem hefur yfir gríðarlegum fjármunum að ráða er svo mikill að það hálfa væri nóg. Ætlar ríkið að kosta lögmannskostnað einstaklinga sem lenda í slíkum aðstæðum? Hver tekur draslið niður að notkunartíma loknum? Í þingályktunartillögunni kemur fram að mælt verði fyrir um að framkvæmdaaðili sjái um niðurrif mannvirkja að notkun lokinni, m.a. með innheimtu sérstaks tryggingargjalds. Hver er kominn til með að segja að framkvæmdaaðili sé eigandi vindorkuversins eftir 5-10 ár? Það er þekkt í nágrannalöndum okkar að eignarhald vindorkuvera breytist mjög ört. Í Noregi hefur rannsókn opinberra aðila leitt í ljós að ekki er hægt að finna út í 35-40% tilvika hver eigi þau vindorkuver sem hafa verið byggð í Noregi. Eignarhaldið er horfið í erlend skattaskjól. Það er mjög einfalt fyrir eigendur vindorkuvera að koma sér undan ábyrgð á niðurrifi mannvirkja og frágangi iðnaðarsvæðisins að notkunartíma loknum. Bæði er hægt að gera fyrirtækið gjaldþrota eða láta eignarhaldið hverfa í blámóðu skattaskjóla. Eftir standa ríki, landeigendur og sveitarfélög með vandann á sínu borði. Hér hefur verið farið yfir örfá atriði sem vöktu athygli við lestur fyrrgreindrar þingsályktunartillögu. Ýmislegt er þó ótalið. Undirrituðum þótti ástæða til að vekja athygli á þeim, því framundan eru risavaxin áform sem munu hafa gríðarleg óafturkræf á náttúru landsins og efnahag almennings ef fer fram sem horfir. Hver á vindinn? Stjórnvöld, sveitarstjórnir og almenningur verða að fara að gera sér grein fyrir að vindurinn er auðlind, sem þjóðin á. Það er með öllu óásættanlegt að erlendir auðhringir geti nýtt þessa auðlind okkar og til að rústa um leið íslenskri náttúru og byggðum landsins. Andrés Skúlason, f.h. Mótvinds Íslands. Gunnlaugur A. Júlíusson, leiðsögumaður. Sveinn Runólfsson, formaður VÍN, vina íslenskrar náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vindorka Orkumál Umhverfismál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Stefnumótun ríkisstjórnarinnar um uppbyggingu vindorku á Íslandi eins og hún birtist í þingsályktunartillögu þeirri sem liggur nú fyrir Alþingi, þingskjal nr. 1388. Ekki er að sjá annað en að markmið fyrrgreindrar stefnu sé að ryðja upp vindorkuverum sem hraðast og sem víðast á landinu. Boðskapur Orkumálaráðherra sem bylur í eyrum um „grænu orkuna“ óháð því hvort hún sé raunverulega græn hefur dunið á landsmönnum og þannig skal ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti og kolefnishlutleysi án þess þó að sýnt sé fram á það í reynd með tölulegum staðreyndum. Það er bara nóg að ráðherrann segi það aftur og aftur og þreytist aldrei á því. Vindorkuver hafa hinsvegar alls ekki reynst sá bjargvættur sem veðjað var á meðal viðmiðunarþjóða. Sífellt eru að koma meiri og stærri veikleikar í ljós í heimi vindorkunnar sem hafa haft víðtæk áhrif meðal nágrannaþjóða á almenning, smærri og meðalstór fyrirtæki sem búa við gríðarlegar sveiflur á raforkuverði og víða ótryggri afhendingu. Eðlilegt er að spyrja í því sambandi eftirfarandi spurninga fyrir íslenskt samfélag: Á hvaða forsendum hafa íslensk stjórnvöld sett sér „metnaðarfyllstu markmið“ sem um getur í heiminum sem orkumálaráðherra hefur lýst yfir? Hver má fórnarkostnaður samfélagsins vera í þágu risavaxina erlendra orkufyrirtækja fyrir þjóð sem býr nú við mestu orkuauðlindir og orkuframleiðslu á hvert mannsbarn í heimi með jarðhita og vatnsafli, orkuauðlindum sem þjóðin á enn að langstærstu leyti? Hvaða áhrif mun það hafa framreiknað á afkomu almennings og innlendra fyrirtækja hér á landi ef áformuð markmið stjórnvalda um kolefnishlutleysi eigi að ná með því að veðja á erlend vindorkuver og afsala um leið orkuauðlindum okkar? Í fyrrgreindri þingsályktunartillögu er svo að finna ýmis ákvæði sem nauðsynlegt er að almenningur velti fyrir sér í þessu sambandi. Hvað eru röskuð svæði? Ekki er útskýrt nánar í þingsályktunartillögunni hvernig röskuð svæði eru skilgreind. Er það búsetusvæði eða er það tún sem nýtt eru í landbúnaði? Er það land sem vegur hefur verið lagður um eða það land þar sem grafnir hafa verið skurðir? Eru það ofbeittir afréttir? Í þingsályktunartillögunni kemur fram að ráðherra geti vísað til frekari ákvörðunartöku í nærsamfélagi hjá einstökum sveitarfélögum enda sé um að ræða svæði sem þegar séu röskuð. Þarna er opnað fyrir möguleika ráðherra að vísa tilteknum virkjanakostum til ákvarðanatöku til einstakra sveitarstjórna. Sveitarstjórnir vítt og breitt um landið með misjafna stjórnsýslulega og fjárhagslega burði eiga sem sagt að standa frammi fyrir gríðarlega fjársterkum erlendum fyrirtækjum og hugsa sinn gang. Auðvelt ætti þó að vera að ímynda sér hve ójafn sá leikur verður og nú nóg samt hvernig sótt er að máttlitlum sveitarfélögum. Hvernig er „grennd“ og „helstu náttúruperlur landsins“ skilgreindar? Fram kemur að ekki eigi að byggja vindorkuver í „grennd við helstu náttúruperlur landsins“. Hvernig er grennd skilgreind? Hve langt má vindorkuver vera frá „náttúruperlum“ svo það sé ekki skilgreint sem „grennd“? Hvernig eru „helstu náttúruperlur landsins“ skilgreindar?Því miður þó ekki yrði af nema örlitlu broti af þeim áformum sem uppi eru þá verður útilokað að koma í veg fyrir stórkostlegan umhverfisskaða vegna gríðarlegrar ásýndarmengunar og jarðrasks sem af mun hljótast. Þrátt fyrir miklar framfarir í tækni sem sýna okkur möguleg áhrif vindorkuvera á heiðarlendur okkar virðist það lítt hreyfa við pólitíkinni og hvað þá þeim sem standa ætla fyrir framkvæmdunum. Hvað þýðir „mikið um fugla“? Fram kemur að gæta skuli sérstakrar varúðar á svæðum eða stöðum landsins „þar sem mikið er um villta fugla“ sem metnir eru í hættu á válistum og þar sem „mikið er um fuglategundir“ með hátt eða mjög hátt verndargildi. Það er vel þekkt að þar sem verið er að nota gildishlaðin orð eins og „margir“, „mikið“ og önnur áþekk orð þá er verið að dúka borð fyrir margháttuð vandræði við skilgreiningar. Hvernig eru þessi gildishlöðnu orð túlkuð þegar á hólminn er komið og hver á að túlka þau? Framleiðsla jöfnunarorku Þekkt er að vindorkuver framleiða ekki rafmagn þegar er logn eða þegar er mjög hvasst. Því þurfa þau bakhjarl með jöfnunarorku til að kaupandi orkunnar hafi trygga afhendingu. Til að hafa nægjanlegt framboð af stýranlegri orku til jöfnunar vindorkuvera þarf að byggja sérstök vatnsorkuver svo megi tryggja afhendingarörggi. Í Svíþjóð hefur reynslan leitt í ljós að slík jöfnunarvatnsorkuver „fríhjóla“ u.þ.b. 35% ársins. Það þýðir ósköp einfaldlega hærra raforkuverð fyrir neytendur. Það er verulegt umhugsunarefni sem fram kemur í þingsályktunartillögu þar sem beinlínis er skrifað að forsenda uppbyggingu vindorku á Íslandi sem er megintilgangur stjórnvalda að verði að þá verði að útvega þeim vindorkufyrirtækjum sem hasla sér hér völl jafnvægisorku. Það þarf í raun ekkert sérstaklega skarpan hníf í skúffuna til að sjá að með þessu eru stjórnvöld að skrifa mjög óræð skilaboð um hvað kunni að bíða. Með öðrum orðum þá kann svo að fara að Landsvirkjun kunni að verða beitt þvinguðum aðgerðum í ljósi ráðandi markaðsstöðu að afhenda jöfnunarorku til óskyldra erlendra vindorkufyrirtækja. Hér er um að ræða sannarlega hættulegan leik sem að stjórnvöld bera ábyrgð á ef ekki verður komið böndum á þessi mál og staða Landsvirkjunar tryggð sem orkufyrirtæki í sameigin þjóðar. Að sama skapi ber stjórnvöldum að setja upp aðrar girðingar m.a. fyrir almenning og smærri fyrirtæki svo við getum haldið að verulegu leyti orkusjálfstæði okkar gegn þeim vágestum sem nú berja á dyrnar að því er virðist með nokkuð vænlegum stuðningi stjórnvalda. Hvað með þá sem sitja uppi með verðlausar eignir vegna nálægðar við vindorkuver? Í þingsályktuninni kemur fram að „tryggt verði í lögum og reglum að almenningur geti leitað réttar síns vegna virðisrýrnunar eigna sinna innan áhrifasvæðis virkjunar“. Hér kemur fram að líkindi eru á því að einstakar eignir hrapi í verði eða eigendur sitji uppi með verðlausar eignir vegna nálægðar við vindorkuver, sem einhver annar hefur byggt. Það er lítil réttarbót að einstaklingar geti leitað réttar síns. Það er niðurstaðan sem skiptir máli. Aðstöðumunur einstaklings að hefja málaferli gagnvart fyrirtæki sem hefur yfir gríðarlegum fjármunum að ráða er svo mikill að það hálfa væri nóg. Ætlar ríkið að kosta lögmannskostnað einstaklinga sem lenda í slíkum aðstæðum? Hver tekur draslið niður að notkunartíma loknum? Í þingályktunartillögunni kemur fram að mælt verði fyrir um að framkvæmdaaðili sjái um niðurrif mannvirkja að notkun lokinni, m.a. með innheimtu sérstaks tryggingargjalds. Hver er kominn til með að segja að framkvæmdaaðili sé eigandi vindorkuversins eftir 5-10 ár? Það er þekkt í nágrannalöndum okkar að eignarhald vindorkuvera breytist mjög ört. Í Noregi hefur rannsókn opinberra aðila leitt í ljós að ekki er hægt að finna út í 35-40% tilvika hver eigi þau vindorkuver sem hafa verið byggð í Noregi. Eignarhaldið er horfið í erlend skattaskjól. Það er mjög einfalt fyrir eigendur vindorkuvera að koma sér undan ábyrgð á niðurrifi mannvirkja og frágangi iðnaðarsvæðisins að notkunartíma loknum. Bæði er hægt að gera fyrirtækið gjaldþrota eða láta eignarhaldið hverfa í blámóðu skattaskjóla. Eftir standa ríki, landeigendur og sveitarfélög með vandann á sínu borði. Hér hefur verið farið yfir örfá atriði sem vöktu athygli við lestur fyrrgreindrar þingsályktunartillögu. Ýmislegt er þó ótalið. Undirrituðum þótti ástæða til að vekja athygli á þeim, því framundan eru risavaxin áform sem munu hafa gríðarleg óafturkræf á náttúru landsins og efnahag almennings ef fer fram sem horfir. Hver á vindinn? Stjórnvöld, sveitarstjórnir og almenningur verða að fara að gera sér grein fyrir að vindurinn er auðlind, sem þjóðin á. Það er með öllu óásættanlegt að erlendir auðhringir geti nýtt þessa auðlind okkar og til að rústa um leið íslenskri náttúru og byggðum landsins. Andrés Skúlason, f.h. Mótvinds Íslands. Gunnlaugur A. Júlíusson, leiðsögumaður. Sveinn Runólfsson, formaður VÍN, vina íslenskrar náttúru.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar