María Björk tekur við af Orra Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 09:37 María Björk leysir Orra af hólmi. Vísir Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“ Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira
Í tilkynningu Símans til Kauphallar segir að um sé að ræða stór tímamót. Orri hafi starfað sem forstjóri Símans í meira en áratug við góðan orðstír. Síminn hefur tekið stakkaskiptum á tímabilinu, bæði hvað varðar grunnrekstur þar sem staða Símans er sterk í fjarskiptum og afþreyingu, en ekki síður þegar kemur að endurskipulagningu samstæðunnar, svo sem með sölu á Mílu og Sensa og kaupum á Billboard og Noona. Á sama tíma hafi félagið skilað stöðugt bættri afkomu ásamt því að ávöxtun hlutafjár hefur verið góð. „Eftir að hafa starfað lengi hjá þessu frábæra félagi, Símanum, er heilbrigt fyrir félagið og sjálfan mig að nýr kafli hefjist. Síminn hefur tekið grundvallarbreytingum undanfarin ár og þróunin mun halda áfram. Félagið á tækifæri á fjölmörgum sviðum, svo sem í kjarnastarfsemi félagsins í fjarskiptum og sjónvarpi, en ekki síður í fjártækni, nýmiðlun auglýsinga og stafrænni þjónustu. Það er ekki einfalt að kveðja góða vini hér innanhúss en nú er góður tími fyrir nýjan forstjóra að taka við keflinu. Ég óska Maríu Björk velfarnaðar í að leiða þann öfluga hóp sem fyrir er til að ná árangri í því síkvika samkeppnisumhverfi sem Síminn starfar“, er haft eftir Orra, fráfaranda forstjóra Símans. Full tilhlökkunar Haft er eftir Maríu Björk að Síminn sé vel rekið og framsækið fyrirtæki sem hafi verið leiðandi á sínum kjarnamörkuðum, bæði þegar kemur að þjónustustigi og vöruþróun. „Ég er þakklát fyrir tækifærið til að leiða félagið í gegnum næsta kafla, eftir vel heppnaða umbreytingu síðustu ár. Verkefnin framundan snúast ekki síst um að byggja ofan á þann trausta grunn sem þar var lagður, nýta sterka innviði og þá miklu reynslu og þekkingu sem mannauður félagsins býr yfir til þess að breikka og þróa þjónustuframboðið og styrkja þannig tekjugrunn félagsins enn frekar. Ég er full tilhlökkunar að slást í hópinn með því öfluga teymi sem starfar hjá Símanum.“ Næsta umbreyting þegar hafin Þá er haft eftir Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Símans, að hann þakki Orra fyrir hans framlag til Símans undanfarinn áratug. Jón Sigurðsson er forstjóri Stoða og stjórnarformaður Símans. „Það er óhætt að segja að á tímabilinu hafi starfsemi Símans tekið miklum breytingum. Við Orri höfum átt í góðu samstarfi undanfarin fimm ár og hefur Símasamstæðunni verið umbylt á þeim árum en salan á Mílu ber þar hæst. Á sama tíma býð ég Maríu Björk velkomna til starfa en hún hefur vakið eftirtekt í þeim störfum sem hún hefur sinnt hingað til. Standa væntingar okkar til þess að María leiði Símann í gegnum næstu umbreytingu sem hefur nú þegar hafist með kaupum á Billboard og tengdum félögum í upphafi árs ásamt nýtilkynntum kaupum á Noona“
Síminn Vistaskipti Fjarskipti Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Sjá meira