Ókeypis lán í hverjum mánuði Svandís Edda Hólm Jónudóttir skrifar 19. júní 2024 10:00 Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Sjá meira
Mörg okkar átta sig ekki á því að þau fá ókeypis lán í hverjum mánuði. Það gildir raunar um alla sem nota kreditkort, til dæmis í daglega neyslu eða í öðrum tilvikum. Kreditkort virka nefnilega þannig að bankinn greiðir úttekt kortsins daginn eftir að það er notað en korthafi hefur allt að 37 daga til að greiða úttektina, allt eftir því hvaða dag kortatímabilsins færslan á kreditkortið á sér stað. Þannig er hægt að líta á kreditkort sem ágætis lánakost, sér í lagi í því vaxtastigi sem nú ríkir. Úttektirnar eru vaxtalausar og bera engin lántökugjöld. Þess ber þó að geta að ef kortareikningur er ekki greiddur á eindaga reiknast vextir og kostnaður ofan á skuldina. Tvö einföld dæmi um kosti þess að nota kreditkort Tökum einfalt dæmi um kreditkort: Sigga notar kortið sitt á hverju kortatímabili innanlands fyrir 350.000 kr. Að meðaltali fjármagnar bankinn hennar úttektirnar í 19 daga. Gefum okkur að Sigga leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hún peninginn sinn um 1.432 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 17.179 kr. Tökum annað dæmi: Hjá flestum bönkum er hægt að fá svokölluð premium kort. Tóti á þannig kort og notar það á hverju kortatímabili fyrir 700.000 kr. (innanlands og erlendis). Að meðaltali fjármagnar bankinn hans Tóta úttektirnar í 19 daga og ef við gefum okkur að hann leggi þessa fjármuni inn á óbundinn hávaxtareikning sem ber 7,75% ársvexti – þá ávaxtar hann peninginn um 2.862 kr. á mánuði sem þýðir á ársgrundvelli 34.359 kr. Bæði Sigga og Tóti gætu verið með kortin sín tengd einhvers konar veltutengdri söfnun sem veitir þeim t.d. punkta hjá flugfélagi og eykur þar með ábata þeirra umtalsvert í hverjum mánuði. Heyrðu, en hvað með árgjöldin? Nú gæti einhver sagt, heyrðu, hvað með árgjald kortsins? Jú vissulega bera kortin árgjöld en fyrir þau fá Sigga og Tóti ýmis fríðindi, s.s. ferðatryggingar sem er mjög mikilvægt að hafa ef alvarleg slys eða veikindi koma upp erlendis. Árgjöldin eru föst og tengjast ekki veltu kortsins. Þeir sem greiða hátt árgjald njóta jafnan meiri og víðtækari fríðinda en þeir sem greiða lægra árgjald. Kreditkorthafar hafa sömuleiðis aðgang að neyðarþjónustu sem er opin allan sólarhringinn og því mikilvægur öryggisþáttur. Af þessu sést að kreditkort eru um margt góður valkostur séu þau notuð skynsamlega og greidd á gjalddaga. Höfundur er vörustjóri korta Arion banka
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar