Skömm stjórnvalda - íslensk börn með erlendan bakgrunn Birna Gunnlaugsdóttir skrifar 15. júní 2024 16:00 Ég er kennari í grunnskóla þar sem um helmingur nemenda eru Íslendingar með erlendan bakgrunn og tala annað mál en íslensku heima hjá sér. Yfir vetrartímann eru þau 5,5 klukkustundir í skólanum á dag og þar er töluð íslenska. Annars eru þau að nær öllu leyti í öðru málumhverfi. Einhver eru í frístund upp í 3. bekk eftir skóla og sum eru í íþróttum. Í hvoru tveggja er minni þátttaka þessara barna en íslenskra barna með íslenskan bakgrunn. Í þær tæplega 5 klukkustundir sem þau eru inni í kennslustundum yfir daginn, í kannski 24 barna bekk, getur fólk gert sér í hugarlund hvað þau fá mikla talþjálfun í íslensku. Vissulega eru stundum umræður, en mest megnis er kennarinn með innlögn og síðan er unnið í verkefnum, stundum tvö saman og stundum í hóp, en oftast ein. Í ýmsum samræðum sem hvatt er til, reyna íslensku börnin með erlenda barkgrunnin gjarnan að komast undan því að tala. Hver vegna? Jú vegna þess að þau hafa aldrei fengið almennnilega kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Fædd á Íslandi og komin í 4., 5., 6., 7. bekk og eldri tala þau í gjarnan í stykkorðum og hafa auk þess afar takmarkaðan orðaforða. Kennslumagnið í íslensku sem öðru tungumáli sem þau hafa fengið er um það bil tvær til þrjár 40 mínútna stundir á viku í þrjú til fjögur ár, og ekkert ef kennarinn forfallast. Það er að auki upp og ofan hvort kennarinn hafi sérfræðiþekkingu í kennslu íslensku sem öðru tungumáli, sem er reyndar sjaldnast. Við erum nú með heilu kynslóðirnar af börnum og ungmennum á Íslandi sem hafa verið vanrækt með þessum hætti og leyfum okkur svo að hneikslast yfir því að íslenskunni fari hrakandi. En gleymum kannski um leið hverslangs rasisma þjóðin stendur í raun fyrir, eða átti ekki bara að flytja inn þögult vinnuafl? Reykjavíkurborg hefur þó nýverið tekið sig á í þessum efnum til samr´mis við Aðalnámsskrá grunnskóla frá 2016 og er viðmiðið nú eitt stöðugildi íslenskukennara fyrir u.þ.b. 72 tvítyngd börn. Hinsvegar er ríkið ekki að greiða til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga þannig að hægt sé að vinna samkvæmt nýlegri námsskrá í íslensku sem öðru tungumáli, sem væri þó annars framför. Síðan 2021 hafa smá saman verið sett á stofn fimm Íslenskuver í Reykjavíkurborg fyrir nýkomin börn innflytjenda. Þau taka þó aðeins við börnum sem eru komin vel á legg þ.e. í 5. bekk þar sem ekki eru næg stöðugildi til að kenna þeim frá 3. bekkjar aldri eins og nýleg aðalnámsskrá gerir ráð fyrir. Íslenskuverin sækja börnin samhliða venjulegri skólagöngu. Eftir 3-6 mánuði útskrifast þau þaðan og fara þá alfarið í almennan bekk. Eftirfylgni er engin. Á dögunum var ég í heimsókn í sænskum grunnskóla þar sem 78% nemenda eru Svíar með erlendanbakgrunn. Menntayfirvöld hafa umfangsmikinn ramma utan um sænsku sem annað mál, þeir setja lög og reglugerðir, útbúa stöðumat, námsmat og kennsluleiðbeiningar, sem þeir – athugið - setja fjármagn í og fara eftir. Til samanburðar við okkur þá er ferlið í Svíþjóð markvisst og í föstum skorðum, en ekki aðeins á pappír. Fyrsta skref er að nemendur eru innritaðir í skólakerfið í gegnum prógramm sem heitir Start Stokkholm. Skólaskrifstofan sér um fyrsta stig og í því flest að grunnupplýsingar um nemenda eru teknar, stöðumat er tekið og séð er um að finna skóla fyrir nemendur. Fyrsti mánuðurinn í skólanum er kallaður Velkomin, og þá er nemandi með skertan skóladag og er það hugsað til aðlögðunar. Skólastjóri stýrir því síðan hvort nemandi fari í móttökubekk eða ekki út frá sænskukunnáttu hans. Kennslan í móttökubekknum er vel skipulögð og hæfniviðmiðin hlustun, tjáning, lestur og ritun er í forgrunni. Í móttökubekknum fá nemendur stuðningstíma í íþróttum og list- og verkgreinum. Þarna eru nemendur yfirleitt í eitt ár, en geta verið í allt að tvö ár. Smátt og smátt fara þau meira inn í bekk, þar til að lokum þau taka fullan þátt í bekkjarkennslu þegar þau hafa náð sænskunni. Bygga svenska er námsmat fyrir skólana og kennara til að meta námsframvindu nemenda af erlendum uppruna í sænsku sem annað mál, frá byrjunarstigi til framhaldsstig og eru þrepin fimm. Svíar af erlendum uppruna sem fæddir eru í Svíþjóð fara annað hvort í sænsku eða sænsku sem annað mál, skólastjóri ákvarðar það eftir mati á námsframvindu Ekki mál gleyma því að Svíar bjóða fullorðnum nýjum Svíum, foreldrunum, upp á tvö ókeypis sænskunámskeið við komuna til landsins. Og hvað gerir íslenska ríkið fyrir fullorðna fólkið? Ekkert! – Ef til vill er óþarfi að nefna það að í Stokkhólmi eru ekki nánast allir leiðarvísar á ensku eins og hérlendis heldur á sænsku, sem og heiti á verslunum og veitingastöðum. Tali kona á sinni alíslensku skandinavísku reynir enginn að fá hana til að tala ensku. Sænskukennsla nýrra Svía er samfélagslegt viðfangsefni og tekið er á tungumálanámi barna að ábyrgð. Það er hægt, en Íslendingar ala af sér heilu kynslóðirnar sem hafa litla möguleika á framhaldsnámi og þar með fjölbreytileika í starfi. Þar liggur skömm stjórnvalda. Höfundur er kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Skóla- og menntamál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er kennari í grunnskóla þar sem um helmingur nemenda eru Íslendingar með erlendan bakgrunn og tala annað mál en íslensku heima hjá sér. Yfir vetrartímann eru þau 5,5 klukkustundir í skólanum á dag og þar er töluð íslenska. Annars eru þau að nær öllu leyti í öðru málumhverfi. Einhver eru í frístund upp í 3. bekk eftir skóla og sum eru í íþróttum. Í hvoru tveggja er minni þátttaka þessara barna en íslenskra barna með íslenskan bakgrunn. Í þær tæplega 5 klukkustundir sem þau eru inni í kennslustundum yfir daginn, í kannski 24 barna bekk, getur fólk gert sér í hugarlund hvað þau fá mikla talþjálfun í íslensku. Vissulega eru stundum umræður, en mest megnis er kennarinn með innlögn og síðan er unnið í verkefnum, stundum tvö saman og stundum í hóp, en oftast ein. Í ýmsum samræðum sem hvatt er til, reyna íslensku börnin með erlenda barkgrunnin gjarnan að komast undan því að tala. Hver vegna? Jú vegna þess að þau hafa aldrei fengið almennnilega kennslu í íslensku sem öðru tungumáli. Fædd á Íslandi og komin í 4., 5., 6., 7. bekk og eldri tala þau í gjarnan í stykkorðum og hafa auk þess afar takmarkaðan orðaforða. Kennslumagnið í íslensku sem öðru tungumáli sem þau hafa fengið er um það bil tvær til þrjár 40 mínútna stundir á viku í þrjú til fjögur ár, og ekkert ef kennarinn forfallast. Það er að auki upp og ofan hvort kennarinn hafi sérfræðiþekkingu í kennslu íslensku sem öðru tungumáli, sem er reyndar sjaldnast. Við erum nú með heilu kynslóðirnar af börnum og ungmennum á Íslandi sem hafa verið vanrækt með þessum hætti og leyfum okkur svo að hneikslast yfir því að íslenskunni fari hrakandi. En gleymum kannski um leið hverslangs rasisma þjóðin stendur í raun fyrir, eða átti ekki bara að flytja inn þögult vinnuafl? Reykjavíkurborg hefur þó nýverið tekið sig á í þessum efnum til samr´mis við Aðalnámsskrá grunnskóla frá 2016 og er viðmiðið nú eitt stöðugildi íslenskukennara fyrir u.þ.b. 72 tvítyngd börn. Hinsvegar er ríkið ekki að greiða til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga þannig að hægt sé að vinna samkvæmt nýlegri námsskrá í íslensku sem öðru tungumáli, sem væri þó annars framför. Síðan 2021 hafa smá saman verið sett á stofn fimm Íslenskuver í Reykjavíkurborg fyrir nýkomin börn innflytjenda. Þau taka þó aðeins við börnum sem eru komin vel á legg þ.e. í 5. bekk þar sem ekki eru næg stöðugildi til að kenna þeim frá 3. bekkjar aldri eins og nýleg aðalnámsskrá gerir ráð fyrir. Íslenskuverin sækja börnin samhliða venjulegri skólagöngu. Eftir 3-6 mánuði útskrifast þau þaðan og fara þá alfarið í almennan bekk. Eftirfylgni er engin. Á dögunum var ég í heimsókn í sænskum grunnskóla þar sem 78% nemenda eru Svíar með erlendanbakgrunn. Menntayfirvöld hafa umfangsmikinn ramma utan um sænsku sem annað mál, þeir setja lög og reglugerðir, útbúa stöðumat, námsmat og kennsluleiðbeiningar, sem þeir – athugið - setja fjármagn í og fara eftir. Til samanburðar við okkur þá er ferlið í Svíþjóð markvisst og í föstum skorðum, en ekki aðeins á pappír. Fyrsta skref er að nemendur eru innritaðir í skólakerfið í gegnum prógramm sem heitir Start Stokkholm. Skólaskrifstofan sér um fyrsta stig og í því flest að grunnupplýsingar um nemenda eru teknar, stöðumat er tekið og séð er um að finna skóla fyrir nemendur. Fyrsti mánuðurinn í skólanum er kallaður Velkomin, og þá er nemandi með skertan skóladag og er það hugsað til aðlögðunar. Skólastjóri stýrir því síðan hvort nemandi fari í móttökubekk eða ekki út frá sænskukunnáttu hans. Kennslan í móttökubekknum er vel skipulögð og hæfniviðmiðin hlustun, tjáning, lestur og ritun er í forgrunni. Í móttökubekknum fá nemendur stuðningstíma í íþróttum og list- og verkgreinum. Þarna eru nemendur yfirleitt í eitt ár, en geta verið í allt að tvö ár. Smátt og smátt fara þau meira inn í bekk, þar til að lokum þau taka fullan þátt í bekkjarkennslu þegar þau hafa náð sænskunni. Bygga svenska er námsmat fyrir skólana og kennara til að meta námsframvindu nemenda af erlendum uppruna í sænsku sem annað mál, frá byrjunarstigi til framhaldsstig og eru þrepin fimm. Svíar af erlendum uppruna sem fæddir eru í Svíþjóð fara annað hvort í sænsku eða sænsku sem annað mál, skólastjóri ákvarðar það eftir mati á námsframvindu Ekki mál gleyma því að Svíar bjóða fullorðnum nýjum Svíum, foreldrunum, upp á tvö ókeypis sænskunámskeið við komuna til landsins. Og hvað gerir íslenska ríkið fyrir fullorðna fólkið? Ekkert! – Ef til vill er óþarfi að nefna það að í Stokkhólmi eru ekki nánast allir leiðarvísar á ensku eins og hérlendis heldur á sænsku, sem og heiti á verslunum og veitingastöðum. Tali kona á sinni alíslensku skandinavísku reynir enginn að fá hana til að tala ensku. Sænskukennsla nýrra Svía er samfélagslegt viðfangsefni og tekið er á tungumálanámi barna að ábyrgð. Það er hægt, en Íslendingar ala af sér heilu kynslóðirnar sem hafa litla möguleika á framhaldsnámi og þar með fjölbreytileika í starfi. Þar liggur skömm stjórnvalda. Höfundur er kennari
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun