Aukin sala áfengis ógnar grundvallarmarkmiðum lýðheilsu Aðalsteinn Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 17:31 Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stöldrum hér við eftir nýliðna viku gegn krabbameini, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að krabbameinsvaldandi áfengi. Hugsum um velferð og lýðheilsu samfélagsins frekar en gróða áfengisiðnaðarins. Í forvörnum er um margt sem þarf að huga að. Í öllum tilfellum þarf að muna að við erum að draga úr notkun áfengis og annara vímuefna vegna lýðheilsusjónarmiða og til að auka velferð. Umræðan á að snúast um lýðheilsu, barnavernd, mannréttindi, velferð einstaklinga og samfélags. Markaðsöflin mega ekki fá lausan tauminn til að auka notkun áfengis. Áfengi er engin venjuleg neysluvara[1] og það veldur skaða hjá einstaklingi og samfélaginu upp á 150 milljarða króna á ári. Breytingarnar sem þrýst er á um hér munu auka þann kostnað um a.m.k.14%.[2] Hér þarf að vinda ofan af þeirri óöld sem ríkir því samfélagið vill sannarlega ekki aukna byrði af notkun áfengis. Allt of margir hafa þurft að fara í meðferð sem sanna þá staðhæfingu að varla er til sá einstaklingur hér á landi sem ekki er snertur með einhverjum hætti af neikvæðum afleiðingum notkunar áfengis. Yfirvöld þekkja vel hvernig notkun áfengis veldur einstaklingum, fjölskyldum og samfélaginu skaða m.a. vegna heilsubrests og félagslegra vandamála. Það er vont að verslun snúist gegn okkur og lýðheilsu almennt. Margir hafa verið með okkur í liði í gegnum tíðina og er gott dæmi um það þegar Bónus hafnaði sölu tóbaks í sínum búðum. Áfengisiðnaðurinn beitir verslunum sem hafa það eitt að markmiði að græða peninga og hafa þeir afvegaleitt umræðuna inn á einhver smáatriði sem þeir segjast hafa rétt á að gera því einhver annar geri það. Stöldrum hér við, horfum á heildarmyndina og aukum ekki aðgengi að áfengi. Förum varlega í að trúa öllu sem talsmenn áfengis halda fram, hvaða stöðu sem þeir gegna. Það má sjá að þeir eru aðeins að hugsa um ítrustu hagsmuni þeirra sem hagnast fjárhagslega af aukinni sölu. Núna er alþjóðleg vika gegn krabbameini þar sem minnt er á að áfengi er krabbameinsvaldur.[3] Þeim fjölgar stöðugt rannsóknum sem staðfesta tengsl áfengis við fjölda tegunda krabbameins. 30% – 50% þessara krabbameina er hægt að forðast.[4] „Meðvitund án skammar“ er ákall um að breyta því hvernig við tölum um áfengistengda heilsufarsáhættu. Það er boð um að taka þátt í fordómalausu, upplýstu samtali sem varpar ljósi á áhættu og stuðlar að stuðningssamfélagi. Þessi yfirvegaða nálgun er nauðsynleg til að takast á við áfengistengda krabbameinsáhættu á áhrifaríkan hátt og virða reynslu og áskoranir þeirra sem verða fyrir áhrifum af krabbameini. Höldum umræðunni á lofti um að áfengi er engin venjuleg neysluvara! Við eigum ekki að þjóna ítrustu hagsmunum þeirra sem tengjast áfengisiðnaðinum svo þeir geti hagnast meira á kostnað samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun