Til hamingju með daginn! Árni Guðmundsson skrifar 16. júní 2024 08:01 Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“ Ekkert svar hefur borist frá Höllu. Ákall á lögreglu og ríkissaksóknara Fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“ Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara. Bréf breiðfylkingar forvarnarsamtaka Þá hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.” Réttmætt og góð viðbrögð glæsnýs fjármála- og efnahagsráðherra Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð. Í 4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“. Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds. Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það athafnaleysi af sinni hálfu að aðhafast ekkert í málefnum netverslana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi? Ráðherra segir ósátta íbúa geta lagt fram kæru Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“ Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Það hefur undirritaður gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“ Ekkert svar hefur borist frá Höllu. Ákall á lögreglu og ríkissaksóknara Fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“ Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara. Bréf breiðfylkingar forvarnarsamtaka Þá hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.” Réttmætt og góð viðbrögð glæsnýs fjármála- og efnahagsráðherra Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð. Í 4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“. Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds. Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það athafnaleysi af sinni hálfu að aðhafast ekkert í málefnum netverslana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi? Ráðherra segir ósátta íbúa geta lagt fram kæru Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“ Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Það hefur undirritaður gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar