Hvers eiga Vestfirðingar að gjalda? Ingólfur Ásgeirsson skrifar 13. júní 2024 11:30 Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. Fólkið sem býr fyrir vestan hefur ekkert sér til sakar unnið að talað sé um það með þessum hætti. Á Vestfjörðum búa um 7.200 manns. Ársverk í sjókvíaeldi á öllu landinu (Austfirðir meðtaldir) eru 330 samkvæmt nýjustu ársreikningum fyrirtækja í þessum iðnaði. Þar af sinna þeim að stórum hluta erlendir farandstarfsmenn, sem dvelja hér á landi tímabundið. Til upprifjunar má minna á skýrslu Hagfræðistofnunar um sjókvíaeldi, sem birt var síðastliðinn vetur. Þar kemur fram að undanfarinn áratug, þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum, hefur íslenskum ríkisborgurum fækkað jafnt og þétt. Börnum hefur fækkað, fjölskyldum hefur fækkað og karlar eru orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo töluverður munar. Tölurnar í skýrslunni afsanna að sjókvíaeldi á laxi styrki varanlega búsetu í brothættum sjávarbyggðum. Hlutdeild sjókvíaeldis á laxi í atvinnu á landinu í heild er um 0,2 prósent. Álit Runólfs á þrautseigju fólks fyrir vestan er lítið (ekkert) ef hann telur að það muni leggja svæðið í eyði ef þessi skaðlega stóriðja hverfur á braut. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Það hlýtur að hafa verið niðurlægjandi fyrir Vestfirðinga að lesa á vef Vísis í gær spádóm þekkts íbúa í 101 Reykjavík, Runólfs Ágústssonar, um að fjórðungurinn færí eyði ef sjókvíaeldi á laxi hyrfi úr fjörðunum þar. Fólkið sem býr fyrir vestan hefur ekkert sér til sakar unnið að talað sé um það með þessum hætti. Á Vestfjörðum búa um 7.200 manns. Ársverk í sjókvíaeldi á öllu landinu (Austfirðir meðtaldir) eru 330 samkvæmt nýjustu ársreikningum fyrirtækja í þessum iðnaði. Þar af sinna þeim að stórum hluta erlendir farandstarfsmenn, sem dvelja hér á landi tímabundið. Til upprifjunar má minna á skýrslu Hagfræðistofnunar um sjókvíaeldi, sem birt var síðastliðinn vetur. Þar kemur fram að undanfarinn áratug, þar sem sjókvíaeldi á laxi er mest við Ísland, á sunnanverðum Vestfjörðum, hefur íslenskum ríkisborgurum fækkað jafnt og þétt. Börnum hefur fækkað, fjölskyldum hefur fækkað og karlar eru orðnir hlutfallslega fleiri en konur svo töluverður munar. Tölurnar í skýrslunni afsanna að sjókvíaeldi á laxi styrki varanlega búsetu í brothættum sjávarbyggðum. Hlutdeild sjókvíaeldis á laxi í atvinnu á landinu í heild er um 0,2 prósent. Álit Runólfs á þrautseigju fólks fyrir vestan er lítið (ekkert) ef hann telur að það muni leggja svæðið í eyði ef þessi skaðlega stóriðja hverfur á braut. Ingólfur Ásgeirsson er stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins.
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar