Reykjavíkurborg stuðlar ekki að sérstöðu eins fyrirtækis á BSÍ Björn Ragnarsson skrifar 13. júní 2024 08:55 Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Nýverið sendi Félag atvinnurekenda erindi á borgarstjóra vegna afnota Kynnisferða af Umferðarmistöðinni BSÍ. Þórdís Lóa forseti borgarstjórnar svaraði því erindi með færslu á Facebook. Því tel ég nauðsynlegt að koma á framfæri nokkrum mikilvægum staðreyndum í þessu máli. Árið 2009 gerðu Kynnisferðir samning um leigu á Umferðarmiðstöðinni BSÍ við Vatnsmýrina ehf. sem var þá eigandi hússins. Leigusalinn Vatnsmýrin ehf. var síðar yfirtekinn af Landsbankanum í kjölfar fjármálahrunsins. Reykjavíkurborg keypti fasteignina árið 2012 og yfirtók þar með leigusamninginn við Kynnisferðir. Í Facebook færslu Þórdísar Lóu er því ranglega haldið fram að Vegagerðin hafi átt húsið. Þegar leigusamningurinn var gerður stóð til að byggja nýja samgöngumiðstöð við norðurenda Hótel Loftleiða og tók leigusamningurinn mið af því. Leigusamningur Kynnisferða er ótímabundinn og aðeins hægt að segja honum upp þegar ný samgöngumiðstöð rís, enda stóð til að reysa nýja samgöngumiðstöð á öðrum stað. Kynnisferðir hafa margoft í samskiptum við borgaryfirvöld rætt um möguleika og lausnir við að reisa nýja samgöngumiðstöð sem tekur við hlutverki BSÍ en enn hefur ekkert gerst í því máli. Reykjavíkurborg var full kunnugt um leigusamning Kynnisferða þegar borgin ákvað að kaupa húsið. Þrátt fyrir að til hafi staðið að byggja nýja samgöngumistöð undanfarin 15 ár hafa Kynnisferðir séð um allar endurbætur á húsinu og umhverfi þess og Reykjavíkurborg neitað að taka þátt í þeim endurbótum þó að skylda hvíli á eiganda hússins að sjá um endurbætur. Hefur meðal annars þurft að endurnýja ónýta glugga til að koma í veg fyrir rakaskemmdir. Þetta hafa Kynnisferðir gert þrátt fyrir að mikil óvissa hafi ríkt um hvenær ný samgöngumiðstöð myndi rísa. Þannig hafa Kynnisferðir lagt sitt að mörkum til að bæta upplifun þeirra sem nýta BSÍ, á sama tíma og Reykjavíkurborg hefur hafnað aðkomu að endurbótum hússins. Kynnisferðir hafa leyft öðrum hópferðarfyrirtækjum að sækja farþega sína á BSÍ og nýverið var sú aðstaða bætt og verið er að merkja sérstakt svæði fyrir önnur hópferðafyrirtæki. Kynnisferðir taka enga þóknun fyrir þessa þjónustu þrátt fyrir að greiða allt viðhald og endurbætur á lóðinni. Það fyrirtæki sem Félag atvinnurekenda gætir hagsmuna fyrir nýtir sér þessa þjónustu Kynnisferða. Að auki hafa Kynnisferðir leyft rekstraraðilum landsbyggðarstrætó og Strætó BS. að nýta sér aðstöðu félagsins á BSÍ án endurgjalds. Það sætir furðu að Þórdís Lóa kjósi að vitna í 17 ára gamlan úrskurð Samkeppniseftirlitsins í umfjöllun sinni og slíta tilvitnun úr samhengi. Í þeim úrskurði er umfjöllun um fyrirkomulag sérleyfa sem ríkisvaldið stóð fyrir um langt árabil. Það fyrirkomulag var afnumið árið 2015 eins og Þórdís Lóa ætti að þekkja og er því tilvitnun í þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins út í hött. Kynnisferðir munu áfram leggja metnað í að endurbæta BSÍ og umhverfi þess til að bæta upplifun gesta og fagna áformum borgarinnar að byggja nýja samgöngumiðstöð sem hefur fjölbreyttara hlutverki að gegna. Höfundur er forstjóri Kynnisferða.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar