Vika einmanaleikans Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir skrifar 11. júní 2024 14:01 Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilsa Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Manneskjan er í eðli sínu félagsvera og mætir í þennan heim með líffræðilega þörf fyrir félagsleg tengsl. Þessi þörf fyrir að tilheyra er mismikil eftir einstaklingum en hún felur í sér meðfædda löngun eftir hlýju, snertingu og jákvæðum, mannlegum samskiptum. Einmanaleiki er sammannleg tilfinning sem verður til út frá misræmi sem getur myndast milli magns og gæða þeirra félagslegu tengsla sem einstaklingurinn hefur og þess sem viðkomandi myndi vilja hafa. Mörg okkar hafa fundið fyrir einmanaleika einhvers staðar á lífsleiðinni, en þó er mjög misjafnt hvernig við upplifum einmanaleikann. Við getum til dæmis upplifað einmanaleika þó að við búum ekki við félagslega einangrun, séum jafnvel í sambandi, umkringd vinum og fjölskyldu og virk á samfélagsmiðlum. Ástandið sjálft er margslungið og getur þróast út frá samsetningu ýmissa sálfræðilegra, líkamlegra og félagslegra áhrifaþátta. Einmanaleiki er t.a.m. algeng aukaverkun ýmissa veikinda en einnig hafa rannsóknir sýnt að tilfinningin ein og sér dregur ekki bara úr almennri vellíðan heldur getur hún beinlínis verið kveikjan að ýmsum alvarlegum kvillum, líkamlegum sem andlegum. Með hliðsjón af þessu er hægt að álykta að góð félagsleg tengsl séu mikilvæg forvörn og því er úrelt að tala um einmanaleika af léttúð. Samkvæmt alþjóðlegri rannsókn sem kom út í fyrra upplifir um það bil einn af hverjum þremur Íslendingum einmanaleika í sínu daglega lífi. Verkefni sem stuðla að félagslegri þátttöku eru þess vegna forvarnarverkefni. Alþjóðleg vitundarvika um einmanaleika stendur nú yfir og lýkur 16. júní. Þema vikunnar í ár er Random acts of connection, sem þýða mætti sem Tilviljanakennd tengsl. Með þessu er imprað á mikilvægi þeirra litlu en fjölbreyttu samskipta sem eiga sér stað í daglega lífinu, til dæmis þegar þú brosir til þeirra sem þú mætir í Bónus, veifar nágrannanum á leiðinni í vinnuna eða splæsir fimmu á hlauparann sem þú mætir á göngustígnum. Þegar litið er á stóra samhengið eru það nefnilega akkúrat þessir litlu hlutir sem geta skipt sköpum. Rannsóknir hafa sýnt að eftir að við upplifum óvænta góðmennsku af þessu tagi erum við um það bil helmingi líklegri en áður til að gjalda öðrum í sömu mynt. Nú er því tilvalinn tími til að taka saman höndum og dreifa þessari tilviljanakenndu góðmennsku. Aukinni vellíðan fylgir aukin velsæld og aukinni velsæld fylgir aukinn hagnaður. Saman getum við dregið úr einmanaleika í samfélaginu. Ef þú eða einhver sem þú þekkir hefur áhuga á að taka þátt í félagslegu þátttöku verkefnunum, hvort sem það er sem sjálfboðaliði sem fer í heimsókn eða sem þátttakandi sem fær heimsóknir, er um að gera að senda inn umsókn í gegnum vefsíðu Rauða krossins, www.raudikrossinn.is. Einnig er frjálst að leita til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 eða netspjallsins 1717.is fyrir sálrænan stuðning, hlustun og ráðgjöf í fullri nafnleynd og trúnaði, án endurgjalds. Höfundur er verkefnafulltrúi hjá Rauða krossinum á Íslandi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun