Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:30 Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun