Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2024 09:30 Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Græðgin sem hlífir engum Snæbjörn Brynjarsson og Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kennitala á blaði Jón Viðar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsta borgaraþing Reykjavíkur mun eiga sér stað í dag í Tjarnarsal Ráðhússins. Borgaraþing er nýr lýðræðisvettvangur og ein aðgerða fyrstu lýðræðisstefnu Reykjavíkur, en ég leiddi vinnu við gerð hennar á síðasta kjörtímabili og fagna því þessum tímamótum alveg sérstaklega. Málefni barna 0-6 ára verða til umfjöllunar á borgaraþinginu og er það hluti af stefnumótun um málaflokkinn en ég er svo heppin að fá að taka beinan þátt í þeirri vinnu í þverpólitískum stýrihópi. Það er nauðsynlegt að heyra frá foreldrum, íbúum og fagfólki í slíkri vinnu svo hún nái markmiðum sínum um að bæta aðstæður og velferð barnanna í borginni. Lýðræði og samráð er ekki upp á punt heldur nauðsynlegur og órjúfanlegur hluti skilvirkrar straumlínustjórnunar með gæði þjónustu í fyrirrúmi. Eitt helsta leiðarljós lýðræðisstefnunnar er að efla gæði í ákvarðanatöku með því að fá fram og taka tillit til mismunandi sjónarhorna og hagsmuna. Meginmarkmið lýðræðisstefnu Reykjavíkur eru undirstöður í hverju lýðræðislegu ákvarðanatökuferli - að hlusta, rýna, breyta og miðla. Sumsé að hlusta og afla upplýsinga um það sem má betrumbæta, að rýna svo í þær upplýsingar, að breyta í kjölfarið byggt á fenginni vitneskju þegar það á við og að endingu að miðla niðurstöðunni og almennt viðhafa gagnsæi til að styrkja lýðræðislegt aðhald og sá fræjum til frekari jákvæðra breytinga. Borgaraþingið í dag snýst um að borgin vill hlusta á þau sem best þekkja til þess sem vel hefur tekist og þess sem betur má fara þegar kemur að aðstæðum og velferð ungra barna og barnafjölskyldna. Við viljum halda vel utan um börnin okkar og barnafjölskyldur og þess vegna erum við að vinna stefnu og aðgerðir til að geta betur mætt þörfunum. Börnin okkar eru það allra dýrmætasta sem við eigum og sem betur fer hefur aukin þekking fært okkur meiri meðvitund um mikilvægi fyrstu áranna, árin sem enginn man. Það er á ábyrgð okkar fullorðinna að hlúa vel að þeim og sjá til þess að þau hafi sem allra best skilyrði til að vaxa, þroskast og dafna umvafin hlýju og öryggi eins og þau eiga öll svo hjartanlega skilið. Vonast til að sjá ykkur sem flest á þessu mikilvæga borgaraþingi því ég vil hlusta, læra og bæta. Höfundur er oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur og fulltrúi í stýrihópi um málefni barna 0-6 ára.
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar