Við lok grunnskólans Atli Björnsson skrifar 8. júní 2024 08:30 Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nýlega útskrifaðist ég úr 10. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Eftir 10 löng og ströng ár var þetta afar ánægjulegur áfangi. Gleði og tilhlökkun einkenndu þennan dag. Á sama tíma fylgdi þessum áfanga ákveðin sorg. Sorg yfir því að menntakerfið hefði brugðist ákveðnum hóp nemenda. Sérstaklega drengjum. Samkvæmt mælingum PISA frá árinu 2022 á börnum milli 9. og 10. bekkjar, búa 47% drengja ekki yfir grunnhæfni í lesskilningi. Til samanburðar eru það 34% drengja í Noregi, 23% í Danmörku, 28% í Finnlandi og 30% í Svíþjóð. Staðan er því ekki góð á Norðurlöndunum en hún er langverst á Íslandi. Að mínu mati eru þetta stærstu vandamál skólakerfisins. Fyrirmyndir Nýkjörinn forseti Halla Tómasdóttir sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið henni mikil fyrirmynd. Vigdís sýndi þjóðinni að kona gæti orðið þjóðkjörinn forseti. Hún er mikil fyrirmynd og innblástur fyrir konur. Við eigum öll okkar fyrirmyndir hvort sem það er í íþróttum, listum eða bara í lífinu. Í grunnskólum eru rúmlega 83% kennara konur. Það merkir að það er mikið kynjaójafnvægi í kennarastéttinni. Nú vil ég taka það fram að ég er alls ekki að gera lítið úr konum sem kennurum. Ég þekki það af eigin raun hversu margar þeirra eru framúrskarandi. En alveg eins Vigdís var fyrirmynd fyrir konur sem taka þátt í forsetakjöri þá er mikilvægt að strákar hafi sterkar fyrirmyndir í skólanum. Marga stráka skortir þessa fyrirmynd. Það er mikilvægt fyrir stráka að hafa fleiri karlkyns kennara. Það sýnir þeim að það er alveg jafn karlmannlegt og kvenlegt að læra. Sjálfstraust Það segir sig sjálft að því meira sjálfstraust maður hefur því betur líður manni og því betur nær maður að læra. Sjálfstraust nemenda í námi skiptir öllu máli. Markmið skólakerfisins á því að vera að byggja upp sjálfstraust frekar en að brjóta það niður. Væntingar skipta gríðarlegu máli hvað þetta varðar. Það er ósanngjarnt að bera saman alla nemendur. Sumir nemendur fá lítinn stuðning heima við á meðan aðrir fá mikinn. Þess vegna finnst undirrituðum að verðlaun í grunnskólum fyrir bestan námsárangur og mestar framfarir vera orðin úreld. Það getur bælt sjálfstraust nemenda að sjá annan nemenda fá blóm, bækur og viðurkenningu á skólaslitum. Þeir sem ekki fá viðurkenningu fá sumir þá tilfinningu að þeir séu ekki nóg: Að þeirra framlag sé minna metið en annarra. Samtal við nemendur Mig langar að biðla til stjórnvalda að áður en ráðist er í umfangsmiklar breytingar á skólakerfinu að tala við nemendur. Spurningar eins og: Hvernig finnst þér best að læra? Hvaða kennsluaðferð gefur þér mestan skilning á viðfangsefninu? Hvernig námsaðstæður henta þér best? Er eitthvað í aðbúnaði í skólum sem truflar einbeitingu eða valdi jafnvel vanlíðan? Svona spurningar eru mikilvægar og skipta máli. Því það er mikilvægt að nemendum líði vel að læra og að tekið sé tillit til þeirra þarfa. Skólakerfið er jú byggt upp fyrir nemendur en ekki öfugt. Alhæfingar eins og: krakkar í dag eru bara svona vitlausir og skólakerfið er handónýtt drasl, hjálpa heldur ekki. Íslenskt skólakerfi er á margan hátt alveg prýðilegt en það má gera svo miklu betur. Umbætur verða mestar þegar þær verða í samtali á milli kennara, nemenda, foreldra og stjórnvalda. Gott skólakerfi skiptir allt samfélagið máli. Það leggur grunn að framtíðinni. Höfundur er verðandi menntskælingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun