Heppni að ekkert fordæmi var til staðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. júní 2024 10:00 Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun