Hrokafull afstaða utanríkisráðherra Björn B Björnsson skrifar 7. júní 2024 09:30 Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun