Vann sitt fyrsta PGA-mót með pabba sinn sem kylfusvein Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júní 2024 10:30 Robert MacIntyre eldri og yngri. getty/Julian Avram Skoski kylfingurinn Robert MacIntyre vann sitt fyrsta PGA-mót þegar hann hrósaði sigri á RBC Canadian Open um helgina. Kylfusveinn hans var ekki af verri gerðinni. MacIntyre var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn í gær en hún hvarf fljótlega. Mikil spenna var því á lokahringnum en MacIntyre náði að landa sigrinum. Hann lék samtals á sextán höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Ben Griffin varð annar á fimmtán höggum undir pari. MacIntyre fékk góðan stuðning á lokasprettinum á Opna kanadíska því faðir hans, Robert MacIntyre eldri, var kylfusveinn hjá stráknum. „Ég vildi vinna þetta fyrir pabba minn, manninn sem kenndi mér golfið, og ég trúi ekki að ég hafi gert það með hann sem kylfusvein. Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og fjölskyldu mína, kærustuna mína og liðið mitt,“ sagði MacIntyre. Pabbi hans var einnig sáttur. Hann er ekki vanur kylfusveinn en hann starfar sem vallarstjóri á golfvelli. „Þetta var ótrúlegt. Ég er vallarstjóri, ekki kylfusveinn. Síðasta laugardag sat ég á sófanum heima og hugsaði hvort ég gæti brugðið mér frá því ég væri upptekinn í vinnu. Klukkan átta næsta morgun er ég kominn upp í flugvél á leið hingað og vá,“ sagði MacIntyre eldri. Með sigrinum á Opna kanadíska tryggði sonur hans sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst 13. júní næstkomandi. Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
MacIntyre var með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn í gær en hún hvarf fljótlega. Mikil spenna var því á lokahringnum en MacIntyre náði að landa sigrinum. Hann lék samtals á sextán höggum undir pari. Bandaríkjamaðurinn Ben Griffin varð annar á fimmtán höggum undir pari. MacIntyre fékk góðan stuðning á lokasprettinum á Opna kanadíska því faðir hans, Robert MacIntyre eldri, var kylfusveinn hjá stráknum. „Ég vildi vinna þetta fyrir pabba minn, manninn sem kenndi mér golfið, og ég trúi ekki að ég hafi gert það með hann sem kylfusvein. Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig og fjölskyldu mína, kærustuna mína og liðið mitt,“ sagði MacIntyre. Pabbi hans var einnig sáttur. Hann er ekki vanur kylfusveinn en hann starfar sem vallarstjóri á golfvelli. „Þetta var ótrúlegt. Ég er vallarstjóri, ekki kylfusveinn. Síðasta laugardag sat ég á sófanum heima og hugsaði hvort ég gæti brugðið mér frá því ég væri upptekinn í vinnu. Klukkan átta næsta morgun er ég kominn upp í flugvél á leið hingað og vá,“ sagði MacIntyre eldri. Með sigrinum á Opna kanadíska tryggði sonur hans sér þátttökurétt á Opna bandaríska meistaramótinu sem hefst 13. júní næstkomandi.
Golf Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira