Kosningar eru alltaf „taktík” Guðjón Heiðar Pálsson skrifar 3. júní 2024 07:01 Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Til skýringa á tapi Katrínar Jakobsdóttur í forsetakosningunum nota menn stefnulega hugtakið „taktík” sem rök. Í ólíkum tilgangi er fullyrðingum kastað fram um að kjósendur hafi kosið sigurvegara kosninganna, Höllu Tómasdóttur, „taktískt” gegn Katrínu Jakobsdóttur. Afvegaleiðing er þekkt fortölutækni, taktík þeirra sem valið hafa að taka ekki ábyrgð á eigin verkum. Hér er óvarlega farið með þetta merkilega stefnulega hugtak „taktík,” sem breyst getur við að horfa á það eða eftir því hvernig við vinnum með hlutina af ásetningi og meininguna að baki. Kosningar eru í sjálfu sér stefnuleg taktík, hvort tveggja frá sjónarhóli þess sem heldur þær og kjósandans. Hvað eru menn að vinna með og fyrir hverja? Hvað meina fjölmiðlamenn, álitsgjafar, fræðimenn, almannatenglar, stuðningsmenn og áhugasamir þegar þeir halda því fram að næsti forseti Íslands hafi ekki sigrað á eigin verðleikum? Yrðingin virkar eins og áróður og undirróður; afsökun fyrir ósigri. Hugtakið taktík á sér nokkur samheiti sem við notum til að skýra hugsun okkar í trúverðugri hugmynd. Val í hvaða formi sem er, val á forseta eða val á vöru og þjónustu er aðferð sem hver og einn kýs að nýta í viðkomandi aðgerð, þar sem eiginleikar eru metnir. Taktík er þá leið, aðferð, tækni og er að finna á milli hátternis og framkvæmda í stefnulegu stigveldi. Aðferðafræði byggist þá á einhverri ákveðinni tegund aðgerða sem grundvallast á forsendum og tilgangi. Hugmyndin að aðgerðinni „kjósa taktískt“ er út frá stefnulegu sjónarhorni, markmiðabundin aðgerð. Í stefnugerðinni koma markmið á undan leiðarvali, taktíkinni. Þannig hefur kjósandinn einhver markmið að stefna að. Hann kýs. Kosningin er taktík, leiðin til að uppfylla viðkomandi markmið. Fullyrðingar um að kjósendur velji taktískt gegn þeim sem ekki sigrar er tegund af gaslýsingu – diss á sigurvegarann og kjósendur. Höfundur er stefnulegur ráðgjafi hjá Cohn & Wolfe.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar