Gildin sem sigldu forsetaembættinu í höfn Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 2. júní 2024 21:02 Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur varð tíðrætt um gildi þjóðarinnar í kosningabaráttunni. Í kappræðum á RUV kvöldið fyrir kjördag var hún spurð eitthvað í þá veru hvort þessi hugtök væru ekki dálítið óljós og betri til brúks í viðskiptalífinu. Hugtakið gildi spilar stóran þátt í hugmyndafræði einnar helstu sálfræðistefnu sem notuð er í dag. Í hugmyndafræði ACT (Sáttar- og atferlismeðferð) er litið á gildi sem vörður að markmiðum. En hvað eru gildi og hvernig er best að nota þau? Gildi okkar endurspegla þá manneskju sem við viljum vera, þau vísa til þess hvernig við viljum koma fram við okkur sjálf, aðra og umhverfi okkar. Þegar við höfum fundið gildi okkar getum við notað þau sem innblástur, hvatningu og leiðsögn til að gera það sem gefur lífi okkar merkingu og gerir það gjöfulla. Dæmi um gildi eru heiðarleiki, hugrekki, umhyggja, þrautseigja, þolinmæði og kurteisi. Þessi gildi getum við síðan notað til að ná markmiðum okkar. Á meðan gildi vísar til einhvers sem við höfum í heiðri dags daglega er markmið eitthvað sem við viljum ná í framtíðinni. Dæmi um markmið getur verið að auka samveru með fjölskyldu og vinum, gifta sig, greiða niður húsnæðislánið, eða ná af sér nokkrum aukakílóum. Til að auka líkur á að þessi markmið náist er gott að nota gildin sem vörður. Hvaða gildi þarf ég til dæmis að hafa ef ég ætla að safna peningum í sjóð? Kannski ráðdeildarsemi og útsjónarsemi til að finna nýja tekjustofna. Ef ég stefni að því að gifta mig er gott að hafa gildið ástríki og umhyggjusemi að leiðarljósi en einnig hugrekki til að stíga út fyrir þægindarammann til að auka líkur á að kynnast heppilegum maka. Gildi getum við haft í heiðri án þess að markmiðið náist, en með gildin að leiðarljósi aukum við líkur á að ná markmiðum okkar. Gildi okkar eru síbreytileg, þannig getur kappsemi og dugnaður komið okkur langt, en ef við lendum í veikindum þurfum við að tileinka okkur umburðarlyndi gagnvart okkur sjálfum og þolinmæði. Eitt er víst, að til að ná markmiðum okkar þurfum við að fara út fyrir þægindarammann og takast á við úrtöluraddir hugans sem vara okkur við öllum þeim hættum sem við gætum lent í. Ef við snúum okkur aftur af nýjum forseta og hennar gildum þá hafði Halla hugrekki og þrautseigju til að bjóða sig fram til forseta, ekki bara í eitt skipti heldur í tvö. Í bók sinni, Hugrekki til að hafa áhrif, fjallar hún um upplifun sína af því að vera með eitt prósent fylgi í baráttunni um Bessastaði skömmu fyrir kosningar árið 2016. Þrátt fyrir að hafa tapað þeirri baráttu sótti hún í sig veðrið á lokametrunum og fékk næst flest atkvæði. Svipaða sögu er að segja nú, fylgi Höllu fór ekki að mælast af neinu ráði fyrr en á lokametrunum. Halla hefur talað af virðingu til þjóðarinnar og fullvíst að gildin hugrekki þrautseigja, kurteisi og virðing hafa siglt forsetaembættinu í höfn. Höfundur er sálfræðingur á Samkennd-Heilsusetri og Reykjalundi.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun