Verðmætin og sköpunarkraftur sá sem í mannauð okkar býr Pétur Már Halldórsson skrifar 1. júní 2024 08:31 Við lifum í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum. Við búum að gnótt grænnar orku sem falin er í fallvötnum, jarðhita og vindi. Við státum af órþjótnadi uppsprettu tærasta vatns í heimi. Við sitjum umlukin ríkari fiskimiðum en nokkur þjóð og búum í stórbrotinni náttúru sem milljónir ferðamenn vilja njóta. Á liðnum áratugum höfum við höfum byggt lífskjör okkar, hagvöxt og verðmætasköpun á þessum mögnuðu náttúruaðulindum og grunnstoðunum þremur; fiskinum, orkunni og ferðamannastraum. Verðmætasta auðlind þessa lands er þó mannauður þjóðarinnar og af honum hefur sprottið fjórða stoð okkar hagkerfis. Sú stoð sem vaxið hefur hvað hraðast á síðasta áratug. Það er stoð nýsköpunar, hátækni- og hugverka og iðnaðar. Ævintýrið um Nox Undanfarin 14 ár hef ég fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af þeirri einvala sveitar sérfræðinga sem hafa byggt upp hátæknifyrirtækið Nox Medical. Nox varð til þegar forveri þess Flaga hf, lagði niður starfsemi sína á Íslandi og flutti úr landi árið 2006, Fyrst og fremst sökum þess að í þá daga var rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja á Íslandi á engan hátt sambærilegt við það rekstrarumhverfi sem önnur þjóðríki kepptust við að skapa þeim fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á nýsköpun, tækniþróun og hugviti. Þegar eigendur Flögu töldu þann kost vænstan að slökkva ljósin á Íslandi, leggja niður verðmæt þekkingarstörf og flytja reksturinn úr landi var það undir forystu hjónanna og frumkvöðlanna Kolbrúnar Eydísar Ottósdóttur og Sveinbjörns Höskuldssonar að sjö verkfræðingar og fyrrum starfsmenn Flögu sem höfðu misst vinnuna, lögðu úr vör og stofnuðu Nox Medical á grunni þeirrar þekkingar og reynslu sem þau höfðu öðlast í störfum sínum fyrir Flögu. Nú átján árum síðar er Nox Medical leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, framleiðslu og sölu lækningatækja sem notuðu eru eru af heilbrigðisstéttum um til greininga á svefntruflunum. Rúmlega 20 milljónir einstaklinga um allan heim hafa nú fengið greiningu á svefnvandamálum þar sem tækni Nox kemur við sögu. Starfsmenn Nox á Íslandi eru nú rúmlega 100 talsins. Auk þess starfa rúmlega 300 starfsmenn hjá systur fyrirtækjum Nox í bandaríkjunum en Nox Medical sameinaði starfsemi sína árið 2019 við Fusion Health í Atlanta undir merkjum Nox Health Group Inc. Velta samstæðunnar 2024 er áætluð rúmlega 10 milljarðar kr. Á 16 árum hefur Nox vaxið úr því að vera tekjulaus sproti í að vera stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og hefur á sama tíma skilað rúmum 27 milljörðum af gjaldeyristekjum inn í íslenskt hagkerfi. Ekkert sprettur af sjálfu sér. Vissulega þarf góða og byltingakennda hugmynd, þrotlausar rannsóknir og þróun hugmyndarinnar til að koma henni í vöru. Það þarf að vera óhræddur við að gera mistök og læra af þeim. En fyrst og síðast er það kraftur, samheldni, útsjónarsemi og þrautseigja þess fólks sem leggur sig allt fram og vinnur sigrana. Það er mannauðurinn sem sem skilar þessum árangri. Þau fyrirtæki sem byggja verðmæta sköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og þeim verðmætum sem í mannauði býr, þurfa að búa við rekstrarskilyrði sem eru fyrsta flokks. Annars skjóta sprotar ekki rótum og ná aldrei að verða að þeim ævintýrum sem við höfum séð verða að veruleika á Íslandi í fyrirtækjum eins og Kerecis, Controlant , Alvotech, að ógleymdum brautryðjendum á sviði nýsköpunar og þekkingarfyrirtækjanna Össur og Marel. Samkeppni þjóðríkja Það er frekar stutt síðan að stjórnvöld hér að landi fóru að sjá tækifæri og vinna markvisst í því að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði fyrir þau fyrirtæki frumkvöðla sem sem byggja verðmætasköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og hugverkum. Í stjórnartíð síðustu tveggja ríkistjórna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið grundvallar breyting á. Mikilvægi þess að styrkja grunnrannsóknir og sprota á fyrstu stigum eins og gert er gegnum Tækniþróunarsjóð Rannís er ótvírætt. Án tilvistar Tækniþróunarsjóðs hefur hugmyndin um Nox aldrei orðið að veruleika. Tilkoma Kríu Sprota og Nýsköpunarsjóðs árið 2021 hefur stuðlað að aukinni fjárfestingu vísisjóða í nýsköpunarfyrirtækjum og fjármögnunarumhverfi þeirra hefur tekið stakkaskiptum. Síðast en ekki síst skiptir sköpum sá hvati sem falinn er í endurgreiðslu hins opinbera á hluta fjárfestinga fyrirtækja í rannsókna og þróunarstarfi. Þessi hvati er eitt af áhrifaríkustu tækjum þjóðríkja í að laða til sín og byggja upp fyrirtæki í þekkingariðnaði. Þessi fyrirtæki byggja starfsemi sína alla jafna ekki á náttúruauðlindum annarri en þeirri sem í mannauð okkar býr. Fyrirkomulag þetta hefur sannað gildi sitt og þjóðhagslegur ávinningur sem af því hlýst er mikill. Hvati þessi til fjárfestinga skilar sér margfalt til baka til þjóðríkja í auknum skatttekjum. Katrínu á Bessastaði Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafa ríkisstjórnir hennar tekið veigamiklar, djarfar og framsæknar ákvarðanir sem styrkja samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leiða til þess að hér verða til ný fyrirtæki, ný störf og og öflugir tekjustraumar gjaldeyris sem spretta af nýsköpun. Ákvarðanir sem stuðla að aukinni hagsæld og verða til þess að við bjóðum komandi kynslóðum fjölbreytt spennandi og vel launuð störf sem við viljum að börnin okkar njóti. Það er vegna ótvíræðra leiðtogahæfleika Katrínar Jakobsdóttur, skilnings hennar á tækifærum nýsköpunar og þeim verðmætum og sköpunarkrafti sem í mannauð okkar býr, að hún er sá forseti sem ég óska mér. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical, stjórnarformaður Nox Holding og Stjórnarmaður í Kríu sprota og nýsköpunarsjóði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum. Við búum að gnótt grænnar orku sem falin er í fallvötnum, jarðhita og vindi. Við státum af órþjótnadi uppsprettu tærasta vatns í heimi. Við sitjum umlukin ríkari fiskimiðum en nokkur þjóð og búum í stórbrotinni náttúru sem milljónir ferðamenn vilja njóta. Á liðnum áratugum höfum við höfum byggt lífskjör okkar, hagvöxt og verðmætasköpun á þessum mögnuðu náttúruaðulindum og grunnstoðunum þremur; fiskinum, orkunni og ferðamannastraum. Verðmætasta auðlind þessa lands er þó mannauður þjóðarinnar og af honum hefur sprottið fjórða stoð okkar hagkerfis. Sú stoð sem vaxið hefur hvað hraðast á síðasta áratug. Það er stoð nýsköpunar, hátækni- og hugverka og iðnaðar. Ævintýrið um Nox Undanfarin 14 ár hef ég fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að vera hluti af þeirri einvala sveitar sérfræðinga sem hafa byggt upp hátæknifyrirtækið Nox Medical. Nox varð til þegar forveri þess Flaga hf, lagði niður starfsemi sína á Íslandi og flutti úr landi árið 2006, Fyrst og fremst sökum þess að í þá daga var rekstrarumhverfi hátæknifyrirtækja á Íslandi á engan hátt sambærilegt við það rekstrarumhverfi sem önnur þjóðríki kepptust við að skapa þeim fyrirtækjum sem byggja starfsemi sína á nýsköpun, tækniþróun og hugviti. Þegar eigendur Flögu töldu þann kost vænstan að slökkva ljósin á Íslandi, leggja niður verðmæt þekkingarstörf og flytja reksturinn úr landi var það undir forystu hjónanna og frumkvöðlanna Kolbrúnar Eydísar Ottósdóttur og Sveinbjörns Höskuldssonar að sjö verkfræðingar og fyrrum starfsmenn Flögu sem höfðu misst vinnuna, lögðu úr vör og stofnuðu Nox Medical á grunni þeirrar þekkingar og reynslu sem þau höfðu öðlast í störfum sínum fyrir Flögu. Nú átján árum síðar er Nox Medical leiðandi fyrirtæki í heiminum í þróun, framleiðslu og sölu lækningatækja sem notuðu eru eru af heilbrigðisstéttum um til greininga á svefntruflunum. Rúmlega 20 milljónir einstaklinga um allan heim hafa nú fengið greiningu á svefnvandamálum þar sem tækni Nox kemur við sögu. Starfsmenn Nox á Íslandi eru nú rúmlega 100 talsins. Auk þess starfa rúmlega 300 starfsmenn hjá systur fyrirtækjum Nox í bandaríkjunum en Nox Medical sameinaði starfsemi sína árið 2019 við Fusion Health í Atlanta undir merkjum Nox Health Group Inc. Velta samstæðunnar 2024 er áætluð rúmlega 10 milljarðar kr. Á 16 árum hefur Nox vaxið úr því að vera tekjulaus sproti í að vera stærsta fyrirtæki á sínu sviði í heiminum og hefur á sama tíma skilað rúmum 27 milljörðum af gjaldeyristekjum inn í íslenskt hagkerfi. Ekkert sprettur af sjálfu sér. Vissulega þarf góða og byltingakennda hugmynd, þrotlausar rannsóknir og þróun hugmyndarinnar til að koma henni í vöru. Það þarf að vera óhræddur við að gera mistök og læra af þeim. En fyrst og síðast er það kraftur, samheldni, útsjónarsemi og þrautseigja þess fólks sem leggur sig allt fram og vinnur sigrana. Það er mannauðurinn sem sem skilar þessum árangri. Þau fyrirtæki sem byggja verðmæta sköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og þeim verðmætum sem í mannauði býr, þurfa að búa við rekstrarskilyrði sem eru fyrsta flokks. Annars skjóta sprotar ekki rótum og ná aldrei að verða að þeim ævintýrum sem við höfum séð verða að veruleika á Íslandi í fyrirtækjum eins og Kerecis, Controlant , Alvotech, að ógleymdum brautryðjendum á sviði nýsköpunar og þekkingarfyrirtækjanna Össur og Marel. Samkeppni þjóðríkja Það er frekar stutt síðan að stjórnvöld hér að landi fóru að sjá tækifæri og vinna markvisst í því að skapa samkeppnishæf rekstrarskilyrði fyrir þau fyrirtæki frumkvöðla sem sem byggja verðmætasköpun sína á nýsköpun, tækniþróun og hugverkum. Í stjórnartíð síðustu tveggja ríkistjórna undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hefur orðið grundvallar breyting á. Mikilvægi þess að styrkja grunnrannsóknir og sprota á fyrstu stigum eins og gert er gegnum Tækniþróunarsjóð Rannís er ótvírætt. Án tilvistar Tækniþróunarsjóðs hefur hugmyndin um Nox aldrei orðið að veruleika. Tilkoma Kríu Sprota og Nýsköpunarsjóðs árið 2021 hefur stuðlað að aukinni fjárfestingu vísisjóða í nýsköpunarfyrirtækjum og fjármögnunarumhverfi þeirra hefur tekið stakkaskiptum. Síðast en ekki síst skiptir sköpum sá hvati sem falinn er í endurgreiðslu hins opinbera á hluta fjárfestinga fyrirtækja í rannsókna og þróunarstarfi. Þessi hvati er eitt af áhrifaríkustu tækjum þjóðríkja í að laða til sín og byggja upp fyrirtæki í þekkingariðnaði. Þessi fyrirtæki byggja starfsemi sína alla jafna ekki á náttúruauðlindum annarri en þeirri sem í mannauð okkar býr. Fyrirkomulag þetta hefur sannað gildi sitt og þjóðhagslegur ávinningur sem af því hlýst er mikill. Hvati þessi til fjárfestinga skilar sér margfalt til baka til þjóðríkja í auknum skatttekjum. Katrínu á Bessastaði Undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafa ríkisstjórnir hennar tekið veigamiklar, djarfar og framsæknar ákvarðanir sem styrkja samkeppnisstöðu Íslands á alþjóðavettvangi og leiða til þess að hér verða til ný fyrirtæki, ný störf og og öflugir tekjustraumar gjaldeyris sem spretta af nýsköpun. Ákvarðanir sem stuðla að aukinni hagsæld og verða til þess að við bjóðum komandi kynslóðum fjölbreytt spennandi og vel launuð störf sem við viljum að börnin okkar njóti. Það er vegna ótvíræðra leiðtogahæfleika Katrínar Jakobsdóttur, skilnings hennar á tækifærum nýsköpunar og þeim verðmætum og sköpunarkrafti sem í mannauð okkar býr, að hún er sá forseti sem ég óska mér. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Nox Medical, stjórnarformaður Nox Holding og Stjórnarmaður í Kríu sprota og nýsköpunarsjóði
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar