Hvort vilt þú Höllu Tómasdóttur eða Katrínu? Björn Björnsson skrifar 1. júní 2024 08:00 Eftir nýjustu kannanir og frammistöðu frambjóðenda í síðustu umræðuþáttunum er ljóst að annað hvort Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir verða næsti forseti Íslands. Annað er óskhyggja. Stærsti hópur kjósenda vill ekki Katrínu og til að sá vilji okkar ráði úrslitum þurfum við að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er engin önnur leið. Halla Tómasdóttir var ekki minn fyrsti kostur en ég held að hún verði góður forseti. Hún er atorkusöm kona sem mun láta til sín taka og vinna samfálagi okkar gagn á mörgum sviðum. Hún er góður hlustandi, hrein og bein í samskiptum og lætur engan segja sér fyrir verkum. Hún er glæsileg kona sem kemur vel fyrir en hún er líka hlý og elskuleg manneskja sem eru mannkostir sem nýtast vel í embætti forseta Íslands. Halla fékk prik hjá mér í umræðunum á Rúv í gærkvöldi því hún var eini frambjóðandinn af sex efstu sem var á móti því að Ísland keypti vopn til manndrápa í Úkraínu. Hér birtist augljós munur á henni og Katrínu sem stóð að þessum vopnakaupum í okkar nafni - í kyrrþey. Nú reynir á okkur sem viljum ekki Katrínu því það er mjög erfitt verk að kjósa annan en þann sem maður helst vill. En okkar val er einfalt; annað hvort kjósum við Höllu Tómasdóttur eða Katrín verður forseti. Í dag er það í okkar höndum. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir nýjustu kannanir og frammistöðu frambjóðenda í síðustu umræðuþáttunum er ljóst að annað hvort Halla Tómasdóttir eða Katrín Jakobsdóttir verða næsti forseti Íslands. Annað er óskhyggja. Stærsti hópur kjósenda vill ekki Katrínu og til að sá vilji okkar ráði úrslitum þurfum við að kjósa Höllu Tómasdóttur. Það er engin önnur leið. Halla Tómasdóttir var ekki minn fyrsti kostur en ég held að hún verði góður forseti. Hún er atorkusöm kona sem mun láta til sín taka og vinna samfálagi okkar gagn á mörgum sviðum. Hún er góður hlustandi, hrein og bein í samskiptum og lætur engan segja sér fyrir verkum. Hún er glæsileg kona sem kemur vel fyrir en hún er líka hlý og elskuleg manneskja sem eru mannkostir sem nýtast vel í embætti forseta Íslands. Halla fékk prik hjá mér í umræðunum á Rúv í gærkvöldi því hún var eini frambjóðandinn af sex efstu sem var á móti því að Ísland keypti vopn til manndrápa í Úkraínu. Hér birtist augljós munur á henni og Katrínu sem stóð að þessum vopnakaupum í okkar nafni - í kyrrþey. Nú reynir á okkur sem viljum ekki Katrínu því það er mjög erfitt verk að kjósa annan en þann sem maður helst vill. En okkar val er einfalt; annað hvort kjósum við Höllu Tómasdóttur eða Katrín verður forseti. Í dag er það í okkar höndum. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar