Hæfasti einstaklingurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. júní 2024 09:00 Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar sem fram fara í dag snúast fyrst og fremst um hæfasta einstaklinginn til þess að gegna embætti forseta Íslands að mati hvers og eins. Kosningarnar eru persónukjör. Þær eru í raun atvinnuviðtal eins og ýmsir hafa nefnt réttilega. Við kjósendur erum sameiginlega að ráða í starfið. Hver og einn greiðir atkvæði með þeim sem hann vill sjá sem forseta lýðveldisins og síðan liggur niðurstaðan fyrir. Við Katrín Jakobsdóttir höfum þekkst í hátt í tvo áratugi og höfum við ýmis tækifæri rætt saman um pólitík. Gagnkvæmt traust hefur ríkt á milli okkar þrátt fyrir að við höfum verið staðsett á ólíkum stöðum í stjórnmálunum. Sem er ekki sízt ástæða þess að ég hyggst kjósa hana í forsetakosningunum. Ég tel hana einfaldlega hæfasta einstaklinginn af þeim sem sækjast eftir því að gegna embættinu. Mér hefur alltaf þótt virðingarvert hversu reiðubúin Katrín hefur augljóslega verið að hlusta á og íhuga mín sjónarmið. Jafnvel þó gjarnan væri um að ræða nálgun sem ekki samrýmdist hennar persónulegu sýn á lífið og tilveruna. Enda er ég hægrimaður og hún til vinstri. Þetta hafa fjölmargir aðrir nefnt, bæði í umræðunni í aðdraganda kosningabaráttunnar og á liðnum árum. Þetta á því miður ekki við um alla. Talað hefur verið um það að Katrín sé umdeild. Vitanlega. Forystumenn verða alltaf umdeildir enda er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að standa í stafni og þurfa að geta tekið umdeildar og erfiðar ákvarðanir. Það þarf forseti lýðveldisins líka að geta gert. Á sama tíma hefur Katrín sýnt einstaka hæfileika til þess að vinna með og virkja fólk úr ólíkum áttum til þess að finna lausnir á sameiginlegum verkefnum. Ég ætla að kjósa Katrínu sem næsta forseta Íslands. Þann einstakling sem ég tel hæfastan af þeim sem í boði eru til þess að gegna embættinu. Ég vona að aðrir kjósendur kjósi að sama skapi þann einstakling sem þeir telja hæfastan. Ég hygg að flestir ættu að geta tekið undir þá nálgun og ekki sízt þeir sem eru líkt og ég hægramegin í stjórnmálunum. Lýðræðið sker svo úr um það hver verður næsti forseti lýðveldisins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun