Opið bréf til Jóns Ólafssonar heimspekings Tómas Ísleifsson skrifar 31. maí 2024 14:31 Hvort má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson! þú ert prófessor við Háskóla Íslands, doktor í heimspeki með gráðu í Rússlandsfræðum og hefur göfug stefnumið samkvæmt skilgreiningu ritstjórnar Vísindavefsins: „Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi – mestan áhuga hefur hann á viðfangsefnum sem liggja á mörkum heimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði ekki síst þeim sem menningarfræðin hefur helst snúist um: Vald, togstreita, yfirráð, frelsi, þekkingarframleiðsla og þekkingariðnaður – alræði, andóf og lýðræði.“ Jón! þú hefur þó engan veginn einkarétt á vísindum og sannleika máls. Ég hef ekki tíma, degi fyrir forsetakosningu, að svara spurningu þinni, um hvort skrif margra um framboð Katrínar sé siðlegt. Ég bendi þér og lesendum á að lærð grein þín með tilvitnun í karlrembu, þegar framboð Katrínar er gagnrýnt, þarfnast samræðu um eðli máls, en ekki sleggjudóma heimspekings. Þú sækir þér efnivið til að drepa niður alla gagnrýni á framboð Katrínar með því að vitna í bókartitil, sem þú snarar á íslensku með heitinu „Rökvísi kvenhaturs“. Snjöll þýðing þín sýnir hvað tunga okkar Íslendinga er máttug. Öll tilvísun þín í efni bókarinnar var mér ljós, áður en ég las útmálun þína. Það er augljóst að lífið getur verið erfitt fyrir illa upp alinn mömmudreng, þegar konur í hans lífi, krefjast sinna réttinda um jafnræði karls og konu. Ég geri ráð fyrir að bókin „Rökvísi kvenhaturs“ fletti ofan af lífssýn kynbundins misréttis um aldir, í kristnum samfélögum. Samt! eru kristin klassísk gildi það skásta sem mannkyn hefur fengið til að skapa samfélag jafnræðis. Ég þarf ekki doktorsgráðu í heimspeki til að skilja fjölmörg tilvik frá æskudögum í mínu nærumhverfi þar sem karlar og konur voru ekki vegin á sömu vog, þegar þeim var gefin einkunn. Karl var „ákveðinn, fastur fyrir“ kona „frekja, skass, gribba, vargur“. Ég tek fram að ég hlaut ekki þess lags veganesti úr mínum föðurgarði. Faðir minn var höfðingi í hugsun og sýndi aldrei takta „feðraveldis“. Ég held að hann hafi ekki verið eindæmi í minni sveit. Jón! við erum vonandi sammála – að illt tungutak þarfnast ekki lengri samræðu/rökræðu (dialog). Þá er til þess að taka að sem betur fer ala nú flestar mæður á Íslandi syni sína betur upp að þessu leiti. Flestar karlrembur Íslands eru dauðar, þær hafa ekki risið upp úr gröfum sínum til að gera aðsúg að framboði Katrínar Jakobsdóttur. Jón Ólafsson heimspekingur! ég óttast að þú veifir röngu tré, þegar þú fordæmir alla þá sem mótmæla framboði Katrínar – að þeir séu haldnir karlrembu/kvenhatri og þá einnig nokkrar konur, sem telja að Katrín hafi sig svikið? Þig brestur ekki þekkingu eða vit. Ég er hér ekki til að kveða upp palladóm um öll skrif, með og móti framboði Katrínar. Aðeins að verja minn málflutning. Ég sé að grein þín birtist fáum mínútum á eftir minni grein. Það er því ljóst að þú varst ekki að gagnrýna mín skrif. Samt finnst mér ástæða til að benda þér og öllum lesendum á að grein mín „Elíta menningar og örlög þjóðar“ er byggð á kröfu minni að rökræða sé virt í öllum pólitískum samskiptum og ákvörðunum. Hér til, er ég einn til frásagnar um samskipti mín og „flokksins“ á tveimur fundum sumarið 2019, sem ég lýsi í grein minni „Elíta menningar og örlög þjóðar“. Ég geri ráð fyrir að heimspekingurinn og stjórnspekingurinn Jón Ólafsson leggist ekki á þá árina að halda því fram að sá sem er skautaður í hlutverk hins óverðuga - sem sé ekki svaraverður, hafi brotið af sér? Göngum á sjónarhól hópsins/flokksins: Álítur þú að samfélag/hópur geri rétt í því að hunsa orðræðu einstaklings, sem bendir á að hópurinn kunni að vera á villigötum, sem muni leiða hópinn fyrir björg, svo að hópurinn muni tortímast, vegna villu sinnar? Mörg dæmi eru þess í veraldarsögunni að einn einstaklingur hafi bjargað villuráfandi hjörð og huglaus hjörðin orðið sæl yfir lífgjöfinni. Ég geri ráð fyrir að þú teljir viturlegt að hlusta á aðvaranir og hefja samræðu um hvort breyta skuli stefnu hópsins? Ég tel að sú valdstjórn, sem flokkaklíkurnar á Alþingi Íslendinga beittu huglausa þingmenn, í orkupakkamálinu sumarið 2019, sé ekki lýðræðinu og frelsi okkar til framdráttar og geti orðið til þess að fjöregg þjóðarinnar brotni – glatist. Gjörðir Katrínar Jakobsdóttur í orkupakkamálinu álít ég landráð. Ég tel að gagnrýni mína á gjörðir Katrínar sé málefnaleg og að Katrínu bresti dómgeind og hugrekki til að gegna starfi forseta Íslands. Ég er undrandi á hjarðhegðun og hugleysi íslenskrar þjóðar. Í morgun hafðir þú fengið 866 „like“ og nú eru þau 2,1 sem stendur, að ég giska á, fyrir 2100 aðdáendur. Ég hef 0 eða ekkert „like“, engan aðdáanda. Ég er reiðubúinn til að falla með sæmd í valinn í ormagryfju heimsks, illgjarns lýðs minnar þjóðar. Drottinn guð! ég bið um að þú leiðir þjóð mína úr helvíti lyginnar. Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hvort má Katrín Jakobsdóttir bjóða sig fram? Jón Ólafsson! þú ert prófessor við Háskóla Íslands, doktor í heimspeki með gráðu í Rússlandsfræðum og hefur göfug stefnumið samkvæmt skilgreiningu ritstjórnar Vísindavefsins: „Helstu áhugamál Jóns í rannsóknum eru á sviði stjórnmálaheimspeki og stjórnmálakenninga í víðum skilningi – mestan áhuga hefur hann á viðfangsefnum sem liggja á mörkum heimspeki, stjórnmálafræði og sagnfræði ekki síst þeim sem menningarfræðin hefur helst snúist um: Vald, togstreita, yfirráð, frelsi, þekkingarframleiðsla og þekkingariðnaður – alræði, andóf og lýðræði.“ Jón! þú hefur þó engan veginn einkarétt á vísindum og sannleika máls. Ég hef ekki tíma, degi fyrir forsetakosningu, að svara spurningu þinni, um hvort skrif margra um framboð Katrínar sé siðlegt. Ég bendi þér og lesendum á að lærð grein þín með tilvitnun í karlrembu, þegar framboð Katrínar er gagnrýnt, þarfnast samræðu um eðli máls, en ekki sleggjudóma heimspekings. Þú sækir þér efnivið til að drepa niður alla gagnrýni á framboð Katrínar með því að vitna í bókartitil, sem þú snarar á íslensku með heitinu „Rökvísi kvenhaturs“. Snjöll þýðing þín sýnir hvað tunga okkar Íslendinga er máttug. Öll tilvísun þín í efni bókarinnar var mér ljós, áður en ég las útmálun þína. Það er augljóst að lífið getur verið erfitt fyrir illa upp alinn mömmudreng, þegar konur í hans lífi, krefjast sinna réttinda um jafnræði karls og konu. Ég geri ráð fyrir að bókin „Rökvísi kvenhaturs“ fletti ofan af lífssýn kynbundins misréttis um aldir, í kristnum samfélögum. Samt! eru kristin klassísk gildi það skásta sem mannkyn hefur fengið til að skapa samfélag jafnræðis. Ég þarf ekki doktorsgráðu í heimspeki til að skilja fjölmörg tilvik frá æskudögum í mínu nærumhverfi þar sem karlar og konur voru ekki vegin á sömu vog, þegar þeim var gefin einkunn. Karl var „ákveðinn, fastur fyrir“ kona „frekja, skass, gribba, vargur“. Ég tek fram að ég hlaut ekki þess lags veganesti úr mínum föðurgarði. Faðir minn var höfðingi í hugsun og sýndi aldrei takta „feðraveldis“. Ég held að hann hafi ekki verið eindæmi í minni sveit. Jón! við erum vonandi sammála – að illt tungutak þarfnast ekki lengri samræðu/rökræðu (dialog). Þá er til þess að taka að sem betur fer ala nú flestar mæður á Íslandi syni sína betur upp að þessu leiti. Flestar karlrembur Íslands eru dauðar, þær hafa ekki risið upp úr gröfum sínum til að gera aðsúg að framboði Katrínar Jakobsdóttur. Jón Ólafsson heimspekingur! ég óttast að þú veifir röngu tré, þegar þú fordæmir alla þá sem mótmæla framboði Katrínar – að þeir séu haldnir karlrembu/kvenhatri og þá einnig nokkrar konur, sem telja að Katrín hafi sig svikið? Þig brestur ekki þekkingu eða vit. Ég er hér ekki til að kveða upp palladóm um öll skrif, með og móti framboði Katrínar. Aðeins að verja minn málflutning. Ég sé að grein þín birtist fáum mínútum á eftir minni grein. Það er því ljóst að þú varst ekki að gagnrýna mín skrif. Samt finnst mér ástæða til að benda þér og öllum lesendum á að grein mín „Elíta menningar og örlög þjóðar“ er byggð á kröfu minni að rökræða sé virt í öllum pólitískum samskiptum og ákvörðunum. Hér til, er ég einn til frásagnar um samskipti mín og „flokksins“ á tveimur fundum sumarið 2019, sem ég lýsi í grein minni „Elíta menningar og örlög þjóðar“. Ég geri ráð fyrir að heimspekingurinn og stjórnspekingurinn Jón Ólafsson leggist ekki á þá árina að halda því fram að sá sem er skautaður í hlutverk hins óverðuga - sem sé ekki svaraverður, hafi brotið af sér? Göngum á sjónarhól hópsins/flokksins: Álítur þú að samfélag/hópur geri rétt í því að hunsa orðræðu einstaklings, sem bendir á að hópurinn kunni að vera á villigötum, sem muni leiða hópinn fyrir björg, svo að hópurinn muni tortímast, vegna villu sinnar? Mörg dæmi eru þess í veraldarsögunni að einn einstaklingur hafi bjargað villuráfandi hjörð og huglaus hjörðin orðið sæl yfir lífgjöfinni. Ég geri ráð fyrir að þú teljir viturlegt að hlusta á aðvaranir og hefja samræðu um hvort breyta skuli stefnu hópsins? Ég tel að sú valdstjórn, sem flokkaklíkurnar á Alþingi Íslendinga beittu huglausa þingmenn, í orkupakkamálinu sumarið 2019, sé ekki lýðræðinu og frelsi okkar til framdráttar og geti orðið til þess að fjöregg þjóðarinnar brotni – glatist. Gjörðir Katrínar Jakobsdóttur í orkupakkamálinu álít ég landráð. Ég tel að gagnrýni mína á gjörðir Katrínar sé málefnaleg og að Katrínu bresti dómgeind og hugrekki til að gegna starfi forseta Íslands. Ég er undrandi á hjarðhegðun og hugleysi íslenskrar þjóðar. Í morgun hafðir þú fengið 866 „like“ og nú eru þau 2,1 sem stendur, að ég giska á, fyrir 2100 aðdáendur. Ég hef 0 eða ekkert „like“, engan aðdáanda. Ég er reiðubúinn til að falla með sæmd í valinn í ormagryfju heimsks, illgjarns lýðs minnar þjóðar. Drottinn guð! ég bið um að þú leiðir þjóð mína úr helvíti lyginnar. Höfundur er líffræðingur.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar