„Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn glaður“ Hinrik Wöhler skrifar 29. maí 2024 23:06 Sigursteinn Arndal hefur Íslandsmeistarabikarinn á loft. vísir/diego Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, sveif um á bleiku skýi eftir að hafa stýrt sínum mönnum til sigurs í Mosfellsbæ í kvöld og þar með tryggt fyrsta Íslandsmeistaratitil FH síðan 2011. „Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn. Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
„Ég held að ég hef sjaldan verið jafn glaður,“ sagði Sigursteinn eftir að titillinn fór á loft. „Mér fannst við alltaf vera á undan og rauninni á öllum sviðum. Ég vil samt sem áður þakka Aftureldingu fyrir frábært einvígi. Þeir voru virkilega öflugir og við þurftum að hafa ofboðslega mikið fyrir þessu.“ FH var með yfirhöndina gegnum allan leikinn og stóðu vörnina vel. Þeir náðu að loka á hættulegasta leikmann Aftureldingar, Þorstein Leó Gunnarsson, í leiknum í kvöld. „Við þurftum að bregðast við því eftir fyrsta leik og mér fannst við hafa gert það. Hann er náttúrulega stórkostlegur leikmaður en við náðum einhvern veginn að drena hann. Hann var alltaf þreyttur,“ sagði Sigursteinn um varnarleik sinna manna í kvöld. FH sigraði deildina einnig og hefur tímabilið verið einstaklega gott hjá Hafnfirðingum. „Þetta er búið að vera geðveikt. Allt frá kynningunni á Aroni og hvernig allt félagið vaknaði og bætti í,“ bætti Sigursteinn við þegar hann var spurður út í tímabilið. Sigursteinn er staðráðinn í að halda dampi og hefur trú á að félagið geti haldið áfram á þessari vegferð. „Einar Bragi er að fara en FH er bara stór klúbbur og þurfum að nýta okkur þetta á réttan hátt. Þurfum að bæta í og sjá til þess að þetta haldi áfram.“ Það er ljóst að það verða fagnaðarhöld hjá Hafnfirðingum í kvöld. „Guð minn góður. Það er ótrúlegur hópur manna búinn að gera allt klárt í Krikanum fyrir eitthvað svakalegt. Það verður fram á morgun í tjaldinu,“ sagði Sigursteinn léttur í bragði þegar hann var spurður út í dagskrá kvöldsins. Verður ryð í Hafnfirðingum í fyrramálið? „Það má búast fastlega við því,“ sagði Sigursteinn glettinn.
Olís-deild karla FH Afturelding Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira