Flestir munu kjósa Katrínu Jakobsdóttur, beint eða óbeint, ef… Reynir Böðvarsson skrifar 29. maí 2024 10:01 Þær eru þrjár sem mælast efst í skoðanakönnunum. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Baldur Þórhallsson virðist ekki ná flugi og Jón Gnarr er án efa út úr leiknum. Ef fer sem horfir og ef kjósendur þrjóskast við og halda fast við sinn kandídat þá er nokkuð gefið að Katrín Jakobsdóttir vinnur þessar kosningar, líklegast með minna en 30% fylgi. Semsagt 70+% kjósenda hefðu kjósið einhvern annan en hana. Þetta á náttúrulega líka við um alla aðra frambjóðendur sem fá flest atkvæði þegar dreifingin er svona stór. Katrín Jakobsdóttir á sér þó nokkra sérstöðu, margir vilja hana enganvegin sem forseta vegna skyndilegs afgangs sem forsætisráðherra en líklega þó mest vegna þess að hún lyfti óvinsælasta stjórnmálamanni sögunnar á Íslandi í forsætisráðherrastól, Bjarna Benediktssyni. Margir eru þeir sem geta einfaldlega ekki hugsað sér hana sem forseta en geta sætt sig við tvo eða þrjá af hinum frambjóðendunum. Þar sem bæði Jón Gnarr og Baldur eru líklegast ekki með í leiknum lengur þá eru það Höllurnar tvær sem valið stendur um auk Katrínar. Þrjár mjög frambærilegar konur en…. Við erum líka mörg sem getum ekki hugsað okkur Höllu Tómasdóttur í þetta embætti, við viljum einfaldlega ekki fulltrúa peningavaldsins á Bessastaði. Á sama hátt og andstæðingar framboðs Katrínar Jakobsdóttur benda á fortíð hennar í stjórnmálum bendum við á fortíð Höllu Tómasdóttur í viðskiptalífinu. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að manneskja með þessa fortíð, grundvallar sjónarmið og hvað varðar val á samstarfsmönnum meðal annars, fái aðgang að þeim (stökk)palli sem þetta embætti augljóslega er. Við viljum manneskju sem er ein af okkur, sem við getum borið okkur saman við og við getum treyst. Við þurfum ekki endilega vel smurðan munn sölumennsku stjórnmála eða viðskipta, við þurfum manneskju sem kemur úr okkar röðum sem við finnum nærveru við, jafnvel þegar hún er á skjánum. Halla Hrund Logadóttir er þessi manneskja og er að mínu mati eini frambjóðandinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Þeir sem velja að setja kross við einhvern hinna framjóðendanna er í rauninni, þótt óbeint sé, að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands. Ég hef persónulega ekki mikið á móti því, Katrín er náttúrulega óvenju hæf í þetta embætti, en ég veit að margir eiga erfitt með að sjá sitt atkvæði falla á hana og þá get ég bent þeim á hæfasta og besta frambóðandann sem er náttúrulega að Halla Hrund Logadóttir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Sættir þú þig við þetta? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Alþingi gleymir aftur fötluðum börnum Lúðvík Júlíusson skrifar Sjá meira
Þær eru þrjár sem mælast efst í skoðanakönnunum. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir. Baldur Þórhallsson virðist ekki ná flugi og Jón Gnarr er án efa út úr leiknum. Ef fer sem horfir og ef kjósendur þrjóskast við og halda fast við sinn kandídat þá er nokkuð gefið að Katrín Jakobsdóttir vinnur þessar kosningar, líklegast með minna en 30% fylgi. Semsagt 70+% kjósenda hefðu kjósið einhvern annan en hana. Þetta á náttúrulega líka við um alla aðra frambjóðendur sem fá flest atkvæði þegar dreifingin er svona stór. Katrín Jakobsdóttir á sér þó nokkra sérstöðu, margir vilja hana enganvegin sem forseta vegna skyndilegs afgangs sem forsætisráðherra en líklega þó mest vegna þess að hún lyfti óvinsælasta stjórnmálamanni sögunnar á Íslandi í forsætisráðherrastól, Bjarna Benediktssyni. Margir eru þeir sem geta einfaldlega ekki hugsað sér hana sem forseta en geta sætt sig við tvo eða þrjá af hinum frambjóðendunum. Þar sem bæði Jón Gnarr og Baldur eru líklegast ekki með í leiknum lengur þá eru það Höllurnar tvær sem valið stendur um auk Katrínar. Þrjár mjög frambærilegar konur en…. Við erum líka mörg sem getum ekki hugsað okkur Höllu Tómasdóttur í þetta embætti, við viljum einfaldlega ekki fulltrúa peningavaldsins á Bessastaði. Á sama hátt og andstæðingar framboðs Katrínar Jakobsdóttur benda á fortíð hennar í stjórnmálum bendum við á fortíð Höllu Tómasdóttur í viðskiptalífinu. Við getum einfaldlega ekki sætt okkur við að manneskja með þessa fortíð, grundvallar sjónarmið og hvað varðar val á samstarfsmönnum meðal annars, fái aðgang að þeim (stökk)palli sem þetta embætti augljóslega er. Við viljum manneskju sem er ein af okkur, sem við getum borið okkur saman við og við getum treyst. Við þurfum ekki endilega vel smurðan munn sölumennsku stjórnmála eða viðskipta, við þurfum manneskju sem kemur úr okkar röðum sem við finnum nærveru við, jafnvel þegar hún er á skjánum. Halla Hrund Logadóttir er þessi manneskja og er að mínu mati eini frambjóðandinn sem hefur möguleika á að sigra Katrínu Jakobsdóttur í þessum kosningum. Þeir sem velja að setja kross við einhvern hinna framjóðendanna er í rauninni, þótt óbeint sé, að kjósa Katrínu Jakobsdóttur sem forseta Íslands. Ég hef persónulega ekki mikið á móti því, Katrín er náttúrulega óvenju hæf í þetta embætti, en ég veit að margir eiga erfitt með að sjá sitt atkvæði falla á hana og þá get ég bent þeim á hæfasta og besta frambóðandann sem er náttúrulega að Halla Hrund Logadóttir. Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun