Tækifæri til atvinnuuppbyggingar í haftengdri starfsemi Kjartan Ólafsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Byggðamál Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun