Ég vil óumdeildan forseta Guðrún Jónsdóttir skrifar 28. maí 2024 06:00 Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningar eru allt öðru vísi en flokkspólitískar kosningar. Embættinu fylgja ekki formleg völd og við höfum oftast borið gæfu til þess að velja óumdeildar manneskjur sem við höfum getað sameinast um að virða og treysta. Ég varð því mjög glöð þegar Halla Hrund bauð sig fram í vor, því ég hafði lesið eftir hana greinar og dáðist að því að hún stæði með skynsamlegri orkunýtingu og verndun náttúrunnar og þyrði að segja það í því embætti sem hún gegndi. Mér fannst hún vel máli farin, málefnaleg og eldklár og henni fylgdi ferskur andblær. Ég lærði þá dýrmætu lexíu í Kvennalistanum í gamla daga að málefnalegast og best væri að halda fram kostum þess sem við vildum, í stað þess að halda fram ómöguleika þess sem við vildum ekki. Í gegnum kvennabaráttuna hef ég líka lært ýmislegt fleira, eins og það að stundum er nauðsynlegt að segja það sem fæstir vilja heyra. Öðruvísi breytist ekkert. Ég hef þörf fyrir að koma því að, að mér þykir mikilvægast í kosningabaráttunni sem nú fer fram að fyrrum forsætisráðherra flytji ekki á Bessastaði. Hún hefur verið andlit ríkisstjórnarinnar sem mér finnst hafa brugðist þeim gildum sem VG þóttist standa fyrir. Stjórnarinnar sem þrátt fyrir hvert stórspillingarmálið á eftir öðru tók aldrei ábyrgð. Stjórnarinnar sem ástundaði tilfærslu eigna frá almenningi til auðmanna, verndaði ekki náttúruna og auðlindirnar, gerði umhverfisráðuneytið að orkumálaráðuneyti og afhenti það Sjálfstæðisflokknum, hunsaði vilja þjóðarinnar um nýja stjórnarskrá, stóð sig afleitlega í málefnum flóttafólks og stuðningi við Palestínu og gerði að lokum Bjarna Ben að forsætisráðherra. Ég skil enn ekki að málsvari flokksins sem hafði jafnrétti, umhverfivernd og jöfnuð að leiðarljósi, hafi valið að vinna með þeim öflum sem hafa verið helstu málsvarar gagnstæðra sjónarmiða og hvað eftir annað blessað órétt, spillingu og afleita lagasetningu. VG, flokkurinn sem ég forðum daga studdi, er samkvæmt skoðanakönnunum við það að þurrkast út og það endurspeglar óánægju fólks með það hvernig haldið hefur verið á málum. Mér er mikið í mun að halda Bessastöðum utan flokkadrátta og umdeildra stjórnmálamanna. Oftast hefur þjóð mín sýnt að hún sé sammála þeirri skoðun minni. Ég ætla að kjósa Höllu Hrund. Ég vil geta verið stolt af forsetanum okkar og það held ég að við getum öll orðið ef við verðum nógu mörg sem sameinumst um að kjósa hana. Höfundur er félagsráðgjafi og fyrrum talskona Stígamóta.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar